Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Side 28
28
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985.
Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga
4. sæti: Valur — FH 4:1
Valur og FH léku um 3. sætið.
Leikurinn var aldrei spennandi því
FH strákarnir komust aldrei
almennilega í gang. Aftur á móti var
leikgleði mikil hjá Valsstrákunum og
á 7. min. brutust þeir upp miðjuna og
skoraði Sveinn Sigfinnsson laglegt
mark og staðan 1—0 fyrir Val.
Skömmu síðar bættu þeir við öðru
marki, var það hinn stórgóði Friðrik
Jónsson sem það gerði.
Áfram héldu Valsmenn að sækja
og á 20. mín. bætti Friðrik við 3.
markinu beint úr frísparki af um 30
m færi. Staðan orðin 3—OfyrirVal.
I síðari hálfleik héldu Valsmenn
uppi sömu pressunni á FH markið og
á 10. mín. var dæmd vítaspyrna á FH
sem Dagur Sigurðsson skoraði úr af
miklu öryggi.
FH-ingar tóku nokkuð við sér undir
lokin og skoruðu mark, þar var að
verki Brynjar Gestsson. Fleiri urðu
mörkin ekki í þessum leik og loka-
tölur 4—1 fyrir Val var réttlátt eftir
gangi leiksins.
Bestir í FH, Brynjar Gestsson,
Olafur Stephensen og Þorsteinn
Egilsson.
I Valsliðinu voru atkvæðamestir
Dagur Sigurðsson, Friðrik Jónsson,
Sveinn Sigfinnsson og Þórarinn
Olafsson, Halldór var og traustur í
vöminni. Annars er V.alsliðið nokkuð
jafnt.
5. — 6. sæti: Þór A. — Höttur 3:1
Þór A. og Höttur léku um 5. sætið.
Þetta var góður leikur. Höttur
byrjaði með mikilli sókn og voru liðs-
menn mjög aðgangsharðir við mark
Þórs. En Þórsarar vörðust vel og
fóru að koma betur inn i leikinn og
um miðjan fyrri hálfleik skoraði hinn
bráðefnilegi Guðmundur Benedikts-
son fyrir Þór. En um 2 mínútum
síðar jafnaði Höttur með marki
Brynjars Sigurðssonar og staðan
orðin 1—1. Allt gat gerst. En undir
lok fyrri hálfleiks skoraði Steindór
Gíslason fyrir Þór, beint úr frí-
sparki, rétt fyrir utan vítateig. Lag-
lega gert hjá Steindóri. Staðan orðin
2—1 fyrir Þór og það sem eftir var tii
hálfleiks sóttu Þórsarar meir.
Þórsarar áttu mun meira í síðari
hálfleik og um miðjan hálfleikinn
var dæmd vítaspyrna á Hött sem
Steindór skoraði úr af miklu öryggi.
Lokatölur þessa leiks því 3—1, réttlát
úrslit.
Oft brá fyrir skemmtilegum
tilþrifum hjá þessum liðum. Höttur
kom mjög á óvart í þessu Islands-
móti. Bestu menn Þórs voru Steindór
Gíslason og Guðmundur Benedikts-
son. Hjá Hetti bar mest á Brynjari
Sigurðssyni og Elíasi Ingasyni.
7.—8. sæti: Grindavík — Þróttur 4:1
Grindavik og Þróttur iéku um 7.
Isætið. Grindvikingamir byrjuðu með
hörkusókn og skoruðu strax á 2.
Imín., þar var að verki Albert
Sævarsson. Á15. mín. bætti Ingi Karl
I Ingólfsson við 2. marki fyrir Grinda-
' vík. Og enn sóttu Grindvíkingar og
| undir lokin á fyrri hálfleik bættu þeir
við 3. markinu, var þar að verki
Björn Skúlason. Þannig var staðan í
Ihálfleik 3—0 fyrir Grinda vík.
Þróttarar komu ákveðnari til leiks
í síðari hálfleik og um miðbik hálf- |
leiksins skoraði Guðni Yngvason ■
eina mark Þróttar. Undir lok leiksins I
bættu Grindvíkingar við 4. markinu. I
Lokastaöan 4—1 fyrir Grindavík ■
staðreynd. Bestir í Þróttarliðinu |
voru Guðni Yngvason og Marteinn _
Helgason og Vignir Arason. Bestir |
hjá Grindavík Albert Sævarsson ■
Bjöm Skúlason og Tryggvi I
Kristjánsson.
Sfofnað 1908
5.flokkurFram
íslandsmeistari
1985
Það má alltaf búast við árangri
þegar vel er að staðið. í þessu tilfelli
fer það ekki milii mála að mikil rækt
hefur verið lögð við allt unglinga-
starf hjá Fram. Magnús Einarsson,
þjálfari flokksins, hefur náð góðum
árangri með strákana. Þeir urðu
einnig íslandsmeistarar 1984.
Myndin er af hinum glaða hópi. i
fremri röð frá vinstri: Arnar Arnars-
son, Kjartan Hallkelsson, Hall-
mundur Albertsson, Kristján
Jósteinsson, Guðmundur Gíslason
fyrirliði, Örn Kári Araarsson, Ömar
Sigtryggsson, Viðar Guðmundsson
og Rúnar Gislason. Aftari röð frá
vinstri: Magnús Einarsson þjálfari,
Öskar Óskarsson, Ívar Páll Jónsson,
Björgvin Þorgeirsson, Einar Páli
Kjartansson, Einar Tönsberg,
Sigurður Kári Kristjánsson, Pétur
Marteinsson, EgUl Sæbjörasson,
Óskar Sveinsson, Valgarð Thorodd-
sen og Halldór B. Jónsson, form.
knattspyrnudeildar Fram.
DV-myndir HH).
Framarar bestir a
íslandi 1985
Sigruðu KR-inga 1:0 í úrslitaleik
Fram og KR léku tU úrslita um
islandsmcistaratitilinn 1985 á KR-
vellinum í gær. Framarar byrjuðu
leikinn með mikUli sókn. En inni á
milli komu skyndiupphiaup hjá KR-
Lokastaðan
í riðlunum:
A-riðUl:
*KR 3 3 0 0 15-1 6 -
|fh 3 2 0 1 9-3 4 1
• Höttur 3 1 0 2 2-8 2 I
1 Þróttur 3 0 0 3 1-15 0 1
1 B-riðill:
iFram 3 3 0 0 19-5 e 8
1 Valur 3 2 0 1 11-15 4 J
| Þór 3 0 1 2 5-11 1 |
* Grindavík 3 0 1 2 4-18 1 a
mm'mmrn mmm mmm mmm mmmm wmam mm
ingum sem sköpuðu af og til hættu við
Frammarkið. I einni slíkri átti Ottó
Ottósson, KR, gott skot sem rétt
smaug við stöng.
Á 15. min. komst Rúnar Gíslason í
gegn en renndi boltanum framhjá
marki KR-inga.
Síðustu 10 mín. f.h. jafnaðist
leikurinn nokkuð og voru KR-ingar
mun ákveðnari. En þrátt.fyrir góðar
tUraunir beggja liða tókst þeim ekki að
skora. Staðan í hálfleik því 0—0.
I síðari hálfleik áttu Framarar
aUtaf frumkvæðiö og sköpuöu sér
mörg færi. Kjartan Hallkelsson átti
skalla hárfínt framhjá KR-markinu og
Rúnar brenndi af í góðu færi.
Menn voru farnir að halda að þaö
þyrfti vítaspyrnukeppni til að fá fram
úrslit. En á síðustu mín. skoraði Rúnar
Gíslason faUegt mark eftir hom-
spyrnu, óverjandi fyrir Rúnar
Gunnarsson, markvörð KR. Tæpara
mátti það ekki standa því dómari
flautaöi til leiksloka stuttu síðar.
KR-ingar komust aldrei í gang í
þessum leik. Bestir voru Ottó Ottósson,
Sigurður Ómarsson og Sigurður
ValgeirGuðjónsson.
Bestir Framara voru Guðmundur
Gíslason og Rúnar Gislason. Annars
var Framliðið jafnt í þessum leik og
vann verðskuldaðan sigur.
/
Sigþór Sigþórsson, fyrirliði KR í 5. fl.,
hafði þetta að segja eftir leikinn gegn
Fram: „Við vorum heppnir að fá ekki
fleiri mörk á okkur. Eg vil óska
Frömuram innilega til hamingju með
sigurinn.”
-----rT^rlfh^dírSuömuo'
■EUertBSchram’ͰJmm'lslandsbikannn.
!ynMynrUaa5'n-F
diGisla-