Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 16
lti I)V. MANUDAGUK 12. ACíUST 1!)85. Spurningin Hvernig er aö vera Hafnfirðingur? (Spurt í Hafnarfirði). Gústav Maguússon sjómaftur: Þaö er ágætt en ekkert sérstakt. Við erum enginn sér þjóöflokkur. Guöbjörg Guðbrandsdóttir: Ég er ekki innfædd en hef búiö hér í 35 ár og líkar mjög vel. Eg vildi hvergi annars staðar búa. Anna Jakobsdóttir húsmóðir: Eg er fædd á Alftanesinu og kom hingað 7 ára. Mér hefur alltaf líkað vel, hér er svo fallegt og rólegt. Margrét Jónsdóttir, starfsm. á Kópa- vogshæli: Mér líkar vel að búa hérna. Hans Guðmundsson, atvinnuhand- boltamaður á Spáni: Ég er innfæddur og finnst ágætt að búa hérna. Hanna Hallgrímsdóttir, bankastarfs- maður: Ég bý ekki, heldur vinn hérna. Ég gæti alveg hugsað mér að flytja hingaö úr Reykjavík. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Löggan og Skafti Huglaus skrifar: Skafti segir að lögreglan hafi mis- þyrmt sér. Þeir segja hann ljúga. Hann hafi sjálfur klesst á sér andlitið. I morgunútvarpinu í gær segir stúlka aö lögreglan aki alltof hratt án þess að nota ljós eða hljóðmerki eða m.ö.o. í venjulegumakstri. Oskar Olason yfirlögregluþjónn svarar því til að „oft neiti" lögreglan því að hafa verið á ólöglegum hraða þegar undan því er klagað. Klukkan er 11.09 á fimmtudags- morgni 1. ágúst 1985 og ég er á ferð um Kleppsveg til vesturs. Hvítur Volvo, merktur lögreglu, ekur á undan mér. Getur það verið að hraðinn sé 70? Við ökum framhjá „50 km” merki og alltaf á sama hraða. Þegar við erum komnir að Dalbraut skýst agnarlítill sendibíll í veg fyrir okkur úr norðri. Ekki veit ég hvaða mistök bilstjórinn gerði en nú jók Volvoinn enn ferðina og rauöu ljós- ir. blikkuðu. Þeir höfðu „gómað” öku- fant. Eitt augnablik hvarflaöi að mér aö stansa og „ræða málin”. Mér fannst einhvern veginn aö útilokað væri að lögreglan kæmist upp með svona tvö- feldni, að brjóta og gæta laga á sömu stundu. En þá varð mér hugsað til minnar ágætu móður, systkina og eigin fjölskyldu. Hvers vegna að „rífa kjaft” og eiga það á hættu aö þau verði fyrir aðkasti. Oskar segir jú að oft „neiti” þeir ásökunum um hraðan akstur. Eg hélt ferð minni áfram — en hægði á mér niður í 50, því nú var ég ekki lengur i „lögreglufylgd”. Stingi ég niður penna geri ég það ævinlega undir nafni en í þetta sinn held ég að ég sleppi því og nota því höfundarnafniö. Bréfritari telur Skafta fara með rétt mál. Bréfritari hefur ákveðnar skoðanir á hvalveiðimálum. r Hvalveiðin: Omerkileg rök Guörún Á. Runólfsdóttir skrifar: Eg var rétt aö ljúka við að lesa „æsingagrein” skrifaða af Hauki Helgasyni, ritstjórnargrein DV, þann 1. ágúst 1985. Það fer ekki á milli mála hvorum megin málstaðarins Haukur Helgason er. Hafi maður einhvern tíma veriö í vafa um afstöðu DV í hvalveiðimálum þá er það á hreinu hver afstaða Hauks er. Það er auðvitað hans mál — og hann er í nokkuð sterkri stöðu með að láta í ljós sitt persónulega álit. (Von- andi aðeins hans, ekki DV.) Hann vinnur við dagblaö sem telur sig sjálf- stætt og óháö. Það finnst mér þó ekki að neinu leyti afsaka svo freklega leið- inlega orðaða grein og einhliða eins og Haukur skrifaði 1. ágúst 1985. Rök margra sem skrifa greinar til að reyna að klekkja á okkur sem viljum reyna aö vernda hvalastofnana eru helst þau að þar séu á ferð æsinga- menn sem taki þátt í mótmælum mótmælanna vegna og ef að ekki væri þetta mál þá væri það eitthvað annaö. Hvers konar rök eru nú þetta? Þekkir þú, Haukur, svo náið þessi mál að þú getir skynseminnar vegna fullyrt eitt eða annaö um þessi mál? Þetta hljómar nefnilega eins og klisja sem ég á bágt meö aö sjá þig taka upp hráa — þaö er aldeilis ekki nógu góð frammi- staða hjá þér sem grónum blaöa- manni. Síöan ertu aö tala um að menn séu í þessum mótmælum meðal annars vegna þess að þeir hafi fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Það kemur nú úr hörðustu átt aö við Islendingar séum aö bera fyrir okkur slik rök. Ég er nokkuð viss um að okkar rök eru helst þau aö með lokun á hvalveiöar séum við að missa stóran spón úr okkar aski. Málið er, held ég, að þarna á í hlut eitt fyrirtæki, Hvalur hf., sem hefur stórra hagsmuna að gæta. Það hefur merkilega mikil ítök í íslenskum fjöl- miölum sem taka gjarnan að sér að túlka þess sjónarmiö umfram önnur. Talandi um að nýta sér fjölmiðla til kynningar á sínum málum þá finnst mér að Hvalur hf. megi mjög gjarnan ráða til sín einhvern góðan fjölmiöil (t.d. DV) til að kynna betur fyrir okkur almenningi til hvers eigi að nota alla þá hvali sem veiöa á í „rannsóknar- skyni” á næstu fjórum árum. Það hlýtur að vera fyrir hendi allnákvæm áætlun um framkvæmd og alla tilhögun á þessum rannsóknum og þá ekki síður hvað er vonast til að þær leiði í ljós. Nú er maður auövitað ekki mjög fróöur um svona sérfræðileg verkefni en vegna þess að þetta mál er þannig vaxið að margir vilja kynna sér það til að geta tekið til þess afstööu, byggða á staðreyndum, þá vonast ég eftir betri og meiri kynningu á þessu máli. Mér finnst það á frekar iágu plani aö nota fyrirslátt eins og þann sem hafður er í frammi og kallaður „aö veiða til vísindalegra rannsókna” — þetta er ómerkileg hylming yfir það sem raun- verulega er verið að gera — að hygla því merka og ítökusterka fyrirtæki (a.m.k. á sviði fjölmiöla) Hval hf. Aö lokum — þaö að nota önnur eins rök og þau að friðunarsamtök séu að beita „þvingunum og hótunum” til aö loka á ýmsa hagsmuni okkar eru vissu- lega kjánaleg. Þau geta auðvitaö höfðaö til sumra þeirra sem eru með meöfædda minnimáttarkennd og hættir til að sjá skrattann í hverju horni, en til annarra höfða þessi rök ekki aö ööru leyti en því aö þau eru það eina sem líklegt er til að koma við þá sem vinna á móti friðun — þaö er að segja við budduna þeirra — og þar er verkurinn, sem betur fer, því flest segir manni að fátt eða ekkert annað geti komið vitinu fyrir þá menn sem vinna á móti íriðun hvala. Unglingar fái meiri útsendingartíma StulduríÞjórsárdal Ein sem varð fyrir vonbrigðum skrifar: Eg er sammála þeim sem skrifaði í blaðið 15. júli sl. að 80 mín., á mánuði eru ekki nóg fyrir okkur unglingana. Mér finnst aö það ætti aö lengja Skon- rokk og sýna þá þætti einu sinni í viku og svo mætti alveg klára að sýna tón- leika Band-Aid. Þið sem eruö mér sammála, látið í ykkur heyra. Unglingar hlusta yfirleitt mikið á út- varp, enda lítið að hafa í sjónvarpinu. Hefurein- hverséð R-35680? Guörún S. Guömundsdóttir hringdi: Fyrir tveimur mánuðum var stoliö frá Tunguseli 5 hvítri Lödu með skráningarnúmerið R-35680. Bifreiöin leit vel út, með topp- grind, bremsuljósum í afturrúöu og ljósu áklæði. Það er fimm manna fjölskyida sem á þennan bíl og er hún orðin vonlaus um að bíllinn finnist. Einnig er þetta afar slæmt fyrir börnin sem ekk- ert komast í sumarfrí. Þess vegna ætla ég að vona að fólk hafi augun opin og láti lögregluna vita ef það hefur grun um að hafa fundiö bifreiðina. 7681-4457 hringdi: Þannig var aö ungur maður sem ég þekki fór, eins og reyndar mörg önnur ungmenni, í Þjórsárdal um verslunar- mannahelgina. Þar hafa einnig veriö á ferð einhverjar ótuktir sem stálu öllu steini léttara úr bOnum hans. Bíllinn, sem er af geröinni VW, var þó skilinn eftir. Ur honum var stolið JVC segul- bandstæki og útvarpi, Minolta vasa- myndavél, tveimur íþróttatöskum (önnur þeirra blá og var merkt Asse- skiptinemasamtökunum). Hafði rúöa verið brotin í bílnum því hann var harðlæstur. Þetta var að sjálfsögöu kært til lögreglunnar en ekkert hefur til þýfisins spurst ennþá. Þar sem hér var um mikil verðmæti að ræða vildi ég skora á þá sem geröu þetta aö sjá aö sér og skila hlutunum til lögreglunnar. Margt getur gerst í Þjórsárdal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.