Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd > Horft til Karakoramfjalla, sem Siachin-jökullinn er hluti af. Stríðið sem enginn veit um en allir hafa pata af Af þeim fjölda heiöursmerkja aö dæma, sem indverski herinn hefur veitt aö undanförnu dátum sínum, föilnum jafnt sem uppistandandi, mætti halda að hann ætti í meiriháttar styr jöld um þessar mundir. En hvar og viö hverja heyja Ind- verjar stríö? Þaö er ekki vitað til þess að neinir hafi sagt þeim stríö á hendur, né þeir heldur fariö með ófriöi aö öörum. Enginn kannast viö neitt slíkt. Óopinbert stríð Eini aöilinn, sem Indverjar telja sér búinn ófrið af, er Pakistan, en á milli þessara ríkja hefur gengiö á meö sáttayfirlýsingum og friöartali undan- farin ár. Samt hafa menn pata af því hér í Nýju Delhí, aö viö umdeildan jökul á landamærunum í Kashmír séu oft háðir hatrammir bardagar, þótt þaö heiti ekki opinbert stríð. Þetta óopinbera stríö er háö meö léttvopnuöu liöi, langdrægum fallbyssum og her- þyrium. Það er vitað að fjörutíu indverskir hermenn hafa falliö í þessu óyfirlýsta stríöi, og hernaöarfróöum mönnum í Nýju Delhí reiknast svo til aö á jökul- auöninni hafi fallið kannski allt aö hundraö pakistanskir dátar. En þaö ríkir um þessi átök algjör leynd. Heiöursskjölin, sem veitt eru indversku hermönnunum fyrir auö- sýnda hreysti á jöklinum, nefna hvorki hver óvinurinn hafi veriö né heldur hvar í Kashmir hreystiverkin hafi veriö unnin. En þau gefa hins vegar til kynna við hvers konar aöstæður hetju- dáöirnar eru drýgöar, eins og t.d. þetta: „Kafteinn Sanjay Kulkarni var valinn til forystu sveitar í fremstu víg- línu í Jammu og Kashmír. Þrátt fyrir mikla lofthæö, geysilegan kulda, blind- hríö og hvassv öri iieppnaöist honum aö skila skyldustörfum sín'um meö miklumsóma.” Siachin— jökull Þaö er ekki of djúpt í árina tekiö að tala um mikla lofthæð, því að Siachin- jökull, sem hér um ræöir, er nær sex kílómetrar á hæð. Hann er raunar næststærsti jökull í heimi, aö undan- skildu íshjarni heimskautasvæöanna. Lesendur geta kannski ímyndaö sér hvernig væri aö heyja stríö uppi á VatnajökU um hávetur, og þá má geta sér til um aðstæður á jökli, sem er enn hærri. Stangast á við yfirlýsingu Indverskir hermenn segja aö þarna líöi varla sú vikan aö ekki komi til árekstra og skotbardaga viö Pakistana. „Þaö sem kemur flatt upp á okkur,” segir indverskur foringi í Brinagar, ,,er fremur hitt aö þaö sem hér gerist viröist svo gjörsamlega úr samhengi viö þaö sem gerist í stjórnar- erindrekstri landanna.” Milli æöstu manna Indlands og Pakistans mætti halda aö stæöu yfir sí- felldar friðarviðræður. Zia Ul-Haq, hershöföingi og forseti Pakistan, og Rajiv ■ Gandhi, forsætisráöherra Ind- lands, þreytast aldrei á aö bjóöa hvor öörum „friðarsáttmála”, ekki árásar- samninga” og hvaö þaö allt heitir. Er raunar mjög skammt síöan Rajiv Gandhi ræddi viö utanríkisráðherra Pakistans, og sagöi fréttamönnum eftir þann fund aö mjög vel heföi farið á með þeim. Litlar landvinningavonir Indverskir stjórnarerindrekar seg ja aö Pakistanstjórn geri sér í raun- inni engar raunhæfar vonir um aö ná þessu landsvæði undir sig. TUgangur- inn með átökunum sé fyrst og fremst sá aö viðhalda spennunni á landa- mærunum í Kashmír, ríkisstjórninr»i tii ávinnings í innanlandspóiitíkinni i Pakistan. — Eftir að Benazir Bhutto,: leiötogi stjómarandstæðinga o& flokks Zulifikars Alis Bhuttos, föður hennar, sagöi í London nýlega aö stjóm Zia heföi gefist upp við aö ná jöklinum aftur af Indverjum, hefur eölilega aukist mjög þrýstingurinn á hers- höfðingjanum Zia aö sanna fyrir lands- mönnum að Pakistanher hafi síður en svo látiö undan síga. Pólitískar fjallgöngur Til aö styrkja tilkalliö til jökulsins og nágrennis hans, sem lýtur Indlands- stjórn, eru Pakistanar mjög ósparir á aö bjóöa erlendum fjallgöngugörpum að klífa jökulinn þeirra megin frá. Þaö bragð hefur hrifiö, þannig aö oft em nefnd í sömu andrá Siachin-jökull og Pakistan, og á mörgum landakortum eru þessir hlutar Kashmír sýndir sem hlutar af Pakistan, Indverjum til mikils angurs. — Hafa Indverjar af þessu lært og veita nú orðið alþjóö- legum klifurleiðöngrum leyfi til aö sigra tinda í Kashmír, en meö því skil- yröi aö Indverji sé foringi leiðangurs- ins. Lítill áhugi fyrst Þessi jökulauðn, sem hefur verið blettuö svona miklu blóöi, þykir annars ekki mikilvægur jaröskiki til eins eöa neins; nema ef væri vegna hernaöaraðgerða í héruðunum viö rætur hans. Ef Pakistanar næöu jöklinum á sitt vald mundu herir Ind- verja í Nubradalnum eiga undir högg aö sækja, ef einhvern tíma kæmi til opinbers stríös milli ríkjanna. Jöklinum var ekki meiri gaumur gef- inn, þegar landamærin voru ákveöin árið 1949, aö það var ekki einu sinni haft fyrir því að draga lögsagnarlínu yfir jökulsvæðiö. Indverjar litu þó ávallt á jökulinn sem sinn. Samt ekki af meiri festu en svo aö þeir ömuðust ekkert viö því þótt Pakistanar sendu fjallgönguhópa upp á jökultindana — ekki fyrr en indverskir embættismenn tóku aö reka augun í aö virt tímarit fjallaklifrara sýndu jökulinn jafnan sem pakistanskt yf irráöasvæöi. Sérþjálfaðir herflokkar Fyrir fimm eöa sex árum fóru ind- versk yfirvöld að gera út leiðangra á jökulinn. Mesta athygli vakti leiöangur herforingjans N. Kumars. Það klifur olli f jaðrafoki í herráöi Pakistans. Upp úr því tók Indver jum aö berast njósn af því aö Pakistanar þjálfuðu sérstakar fjallahersveitir til bardaga í mikiili hæð og við verstu vetraraöstæður. Ákváöu þá Indverjar aö gera slíkt hiö sama. Um tíma höfðu vopnasalar og jökul- búnaðarframleiöendur í Evrópu nokkrar annir af því aö afgreiða inn- kaupanefndir frá Indlandi og Pakistan oft samtímis þegar þær sóttust eftir þeim útbúnaöi sem best þykir henta til hernaðaraðgerða á jöklum. Hvorugur vill gefa eftir Áriö 1982 drógu Indverjar loks þrí- lita fánann sinn upp aö hún á jökultind- inum, en þaö kostaöi mörg mannslíf vegna snjóflóða sem leiöangrarnir lentu í. Indverjar hafa bitið í sig aö halda jöklinum, hvað sem þaö kostar. „Þetta er okkur prófmál. Viö viljum sýna aö það er ekki lengur hægt aö naga utan af okkur landsvæði hér og landsvæði þar, þótt afskekkt séu, án þess aö eiga neitt á hættu af okkar hálfu annað en einhverjar klögur í Sameinuðu þjóö- irnar,” sagði indverskur embættis- maöur nýlega. „Hernaðarstefna Ind- lands á -níunda áratugnum er mun virkari en hún var á þeim sjötta og sjöunda.” Þessi afstaöa er Pakistönum mjög auöskilin. Hún er nefnilega nákvæm- lega sú sama og þeir hafa tekiö í þessu máli. Því má búast viö áframhaldandi blóöugum bardögum utan í hrjóstrugum hlíöum þessa hrikalega, jökulþakta f jallgarös. Þórir Guðmundsson skrifar f rá Indlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.