Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 19
19 Vill einhver eiga mig? Þetta kettlingsgrey á mynd- inni lenti á dögunum í hinum verstu hremmingum. Aöfaranótt mánudagsins gekk stúika fram á hann þar sem hann lá aö- þrengdur niöri í öskutunnu viö Ljósvallagötu og vældi af öllum kröftum. Stúlkan miskunnaöi sig yfir vesaiinginn, sem er vart ineira en vikugamall. En þar sem hún hefur ekki tök á aö halda honum sjálf og Kattavinafélagiö gat ekki tekið hann upp á sína arma heldur, er nú lýst et'tir ein- hverri góöri manneskju til aö taka hann aö sér. Þeir sem áhuga kynnu aö hafa geta hringt í Önnu, í síma 17323 eöa 20630. Nú er verið að byggja forskála við opið á aðkomugöngunum við Blönduvirkjun. Heimamenn yfirleitt sáttir við virkjunina Þegar rætt var við Húnvetninga um Blönduvirkjun voru flestir á því máli aö fólk væri yfirleitt búiö að sætta sig við virkjunarframkvæmdirnar. Bóndi í Langadal sagðist telja að þær deilur, sem verið hefðu um virkjunina, lægju alveg niðri. Iðnaðarmaður frá Blönduósi sagði að liklega heföi fólk á svæöinu vænst þess að mári atvinna yrði í kringum virkjunina en þar sem útlit væri fyrir að framkvæmdir yröu dregnar á lang- inn mætti búast við minni en jafnari at- vinnu. Páll Pétursson alþingismaöur hvað það nokkuð misjafnt hvernig virkjunin legðist í menn. „Sumir sjá ekki hvernig nota á þessa orku ef engir samningar nást um stóriðju,” sagði Páll. „Heimamenn fá stærri hlut í verkum ef framkvæmdir eru dregnar á langinn en þaö er álitamál hvað hægt er að liggja lengi með arðlitlar fram- kvæmdir. Helmingurinn af stóru skuldum þjóöfélagsins er til kominn vegna orkuframkvæmda og það þýðir ekki að standa í því að virkja upp á sport.” Atvinnurekandi á Blönduósi sagðist telja það til góðs að framkvæmdahrað- inn við virkjunina yröi ekki of mikill. „Það eru litlar sveiflur í atvinnulífinu hér á staðnum og ef Blanda þyrfti mikinn mannafla í stuttan tíma mætti búast við atvinnuleysi að fram- kvæmdunum loknum.” „Eg held að viöhorf fólks til virkjunarinnar hafi breyst; það er almennt hlynntara henni en áður,” sagði bóndakona í Austur-Húnavatns- sýslu. Bóndi í vestursýslunni sagðist telja aö íbúar í nágrenni virkjunar- innar yrðu örugglega minna varir við hana en þeir heföu vonast til, allavega í atvinnulegu tilliti. „Við verðum ekkert vör við hana hér.” JKH Sigurbjörn Jóhann Garðarsson, smiður og tamningamaður. FTIl BYBCMEAyORDBl MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND Lelðbelnandi frá ISPO er á staðnum á flmmtudögum frá 3-6 tll að lelðbeina um val og notkun á ISPO múr- og málnlngarefnum. mklas SVOIMA GETUR FARIÐ FYRIR ÞIMU HUSI EF MÁLIMIIMGIIV AIMDAR EKKI ISPO málning og múrefni eru þýsk gæðaframleiðsla sem byggir á margra ára rannsóknum Þjóðverja á áhrifum frosts á steinsteypu. Nú þegar er komin góð reynsla á ISPO múrefni til viðgerða á alkalískemmdum húsum hérlendis og hefur Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins staðfest gæði efnisins. Nú er komin á markaðinn hérlendis ISPO málning sem er vatnsfráhrindandi og hefur einstaka öndunarhæfni, þannig að hún kemur í veg fyrir frost- og alkalískemmdir í steinsteypu. ISPOSAIM málning er vatnsfrá- hrindandi en andar og andar alveg sama hversu margar um- feröir eru málaðar. ISPOSAN hefur frábæra viðloð- un við alla málningu og er óhætt að mæla með ISPOSAIM máln- ingu sem góðri vörn gegn alkalí- skemmdum. ISPOSIL málningu má eingöngu nota á áður ómáluð hús og til að forðast misskilning seljum við þessa málningu eingöngu til málarameistara. Frábær utan- hússmálning fyrir húsbyggjend- ur, sem vanda til húsa sinna. ISPOACRYL-100. 100% acryl- málning sem er gott að nota til sprunguviðgerða og til að mála hús sem ekki hafa oft verið máluð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.