Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR12. ÁGÚST 1985 Atorkusamur hótelstjóri á Seyðisf irði: ÞETTA HEFUR VERIÐ GEÐ- VEIKISLEGT — segir hótelstjórinn sem hef ur unnið baki brotnu við að opna nýtt hótel „Þetta verður opnun á toppnum. Við ætlum að opna þegar Vigdís kemur hingað í heimsókn. Hún og hennar fylgdarliö ætlar aö boröa hér hádegisverö,” sagði Pétur Jónsson smiöur, hótelstjóri og nær allt sem nöfnum tjáir að nefna á Seyðisfirði. Hann og starfsliö hans, var að hamast við að ljúka viðbyggingu við hóteliö sem Pétur rekur og heitir Snæfell. Vigdís átti að koma eftir tvo daga þegar DV kom við hjá Pétri og það var margt ógert. Seinna fréttum við að þegar Vig- dís og hennar fylgdarliö hefði gengiö í salinn hefðu vinnuklæddur smiður og handverksmenn smeygt sér út um bakdyrnar, beint inn í eldhús, þar i4»& 111 «1 8« «1 111 11 11 ” íiPHEUliPi" Til vinstri á myndinni sjáum við Hótel Snæfell. Fyrir utan liggur báturinn sem ætlunin er að sigla á út á sjó með gestina. sem skipt var um föt, og síðan aftur inn í matsal þar sem gengiö var um beina eins og ekkert hefði í skorist. En víkjum aftur að byrjuninni. „Þetta er búin að vera geðveikis- leg töm,” segir Pétur sem gaf sér smátíma til að setjast niður og segja fáein orð við DV. „Hér hefur verið unnið dag og nótt til að ljúka þessu.” Það sem Pétur er að tala um er viðbygging viö Hótel Snæfell. Hana teiknaði Þóra Guðmundsdóttir, arki- tekt og núverandi yfirkokkur hótels- ins. I þessari byggingu á að vera matsölustaður fyrir gesti og gang- andi, bar og koníakstofa. „Ferjan kemur að bryggju hérna beint á móti og hótelið er eitt það fyrsta sem hungraðir ferðamenn- irnir sjá. Þetta er því sálrænn hernaður sem ég stend í,” segir Pétur. Hótel Snæfell er gamalt timbur- hús. Það hefur verið byggt í mörgum áföngum. Að sögn Péturs hefur verið starfrækt nær allt sem hægt er að starfrækja í húsinu. Þar hefur verið, íbúð, skóbúð, sjoppa, pósthús, mat- sala og hótel. Lengi vel var það í niðumíðslu og ónotað. „Þá var hér eins konar unglinga- athvarf í miðstöðvarherberginu. Þegar ég byrjaði að gera upp húsið Pétur Jónsson hótelstjóri og Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og yfir- kokkur, lita á hvort annað með aðdáunaraugum. DV-mynd PK. var hægt að lesa mörg nöfn ráðsettra bæjarbúa sem höfðu haldið þar til á unglingsárunum og nöfn þeirra krotuð á veggina. Það var margt for- vitnilegt sem þar stóð. En ég hef lofað því að þegja yfir því sem þar stóð,” segir Pétur og hlær. Pétur fékk hóteliö fyrir ekki neitt með þeim kvööum að hann gerði húsið upp. Hann hefur nú fullnægt þessari kvöð og nú eiga Seyðfirð- ingar myndarlegt hótel. Þar eru níu herbergi og öll þeirra eru með sturtu og klósetti. Þá hefur Pétur áform um að sigla með hótelgestina út á sjó til aö draga fisk eða líta á náttúruna. Að sögn Péturs hefur þetta verið mikil vinna sem nú loks sér fyrir endann á. Hins vegar segist hann eiga í erfiöleikum með að líta á sig sem hótelstjóra og einnig bæjarbúar. „Eg veit ekki hvað bæjarbúar hafa haldiö um hótelstjórann um daginn þegar hann var að hengja upp þvott með trésmíðasvuntuna reyrða um mittið,” segir Pétur sem hefur í mörg hom að líta. APH íbúðir aldraðra í Bolungarvík teknar í notkun — alls er um sex íbúðir að ræða Frá Kristjáni Friðþjófssyni, frétta- ritara DV í Bolungarvík: Ibúðir aldraðra í Bolungarvík voru afhentar með pomp og prakt sunnudaginn 28. júlí síðastliðinn. tbúðirnar eru sex að tölu, tvær hjónaíbúðir og f jórar einstaklings. Það var Bolungarvíkurbær sem kostaði bygginguna. Verktaki var Jón Friðgeir Einarsson, byggingar- meistari í Bolungarvík. Framkvæmdir hófust árið 1978 og varð byggingin fokheld ári síðar, eöa 1979. Hlé varð á framkvæmdum á byggingartímanum vegna f járskorts bæjarins til þessarar byggingar. En auövitaö var hafist handa aftur og verkinu lokið. Hver íbúö er um 50 fermetrar aö flatarmáli, allt sérlega glæsilegar íbúðir. -JGH íbúðir aldraðra i Bolungarvík — glæsileg bygging. DV-mynd: Kristján Friðþjófsson. Ingi Helgason fyrir framan hótelið sitt á Fáskrúðsfirði sem tekið verður í notkun næsta sumar. DV-mynd PK. Hótel í smíðum á Fáskrúðsfirði: Fyrsta flokks hótel með bar og dansgólf i Á Fáskrúðsfirði er nú unnið hörðum höndum að því að ljúka viö byggingu hótels. Stefnt er að því að þaö verði komiö í rekstur næsta sumar. „Það er þegar búið að panta það til ráöstefnuhalds næsta sumar,” segir Ingi Helgason, framkvæmdastjóri og verðandi hótelstjóri. Hótelið mun bera nafnið Snekkjan eins og veitingastaður Inga heitir sem er við hliöina á hinu nýja hóteli. Ingi er bjartsýnin uppmáluð í sam- bandi við væntanlegan hótelrekstur. Hann hefur þegar mótaöar hugmyndir um hvernig þetta eigi að vera. „Hér á að vera flottur matsalur þar sem hægt er að koma og fá sér góöan mat. Þá verður hér bar, dansaöstaða og svo að sjálfsögðu gistiaðstaða. Hér verða sjö til níu herbergi,” segir Ingi. Hann segir einnig að hægt sé að nýta hótelið undir ráðstefnuhald fyrir 80 til 100 manns. Ingi segist vera bjartsýnn á að hann eigi eftir að fá vínveitingaleyfi en um það hefur hann ekki sótt enn. Þegar er búið að gera ráð fyrir barnum og hann mun verða á sínum stað hvað sem öll leyfi varðar. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.