Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Qupperneq 29
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985.
Þórhalla sem gerir allt nema að prenta blaðið Austra. DV-mynd PK.
Landshlutablað í örum vexti:
Bara leiðarinn
og græni kjölurinn
— sem minna á Framsókn
„Það er bara græni kjölurinn og
leiðarinn sem minna á framsóknar-
stefnuna, að öðru leyti er þetta fyrst og
fremst blað fyrir fólkið sem er frá
þessum landshluta,” segir Þórhalla
Snæþórsdóttir blaðamaður, fram-
kvæmdastjóri og nærri allt sem
nöfnum tjáir að nefna við blaðið
Austra sem gefið er út á Egilsstöðum
einu sinni í viku. ,,Eg geri eiginlega
Karlakórinn Stefnir
í söngför í Ameríku
Karlakórinn Stefnir úr Mosfells-
sveit er nú í söngferð um Bandaríkin
og Kanada. Hélt hann fyrst til mið-
vesturríkja Bandaríkjanna, Illinois,
Wisconsin, Minnesóta og Dakota en
þaöan til Kanada. Þar söng kórinn í
Islendingabyggöunum í Winnipeg,
Gimli og víðar.
Mánudaginn 5. ágúst flutti kórinn
stutta dagskrá á Islendingadeginum í
Gimli, meðal annars Kanadakantötu,
25 mínútna verk samiö af söngstjóra
Stefnis við ljóð eftir Kristján frá
Djúpalæk.
Ferð Karlakórsins Stefnis hefur
gengiðvel.
allt nema að prenta blaðið,” segir Þór-
halla.
„Við fáum leiðarana senda frá Jóni
Kristjánssyni og Halldóri Ásgríms-
syni. Þó að blaðið sé gefið út af kjör-
dæmasambandi Framsóknarflokksins
stefnum við ekki að pólitísku blaði.
Meginatriðið er að vera með fréttir frá
því sem er aö gerast hérna.” Þórhalla
segir að blaðið standi vel fjárhagslega
þessa stundina. I vetur var gert mikið
átak í blaðaútgáfunni og það stækkað
um helming. Þessi breyting hefur
tekist vel.
„Áskriftum hefur fjölgað og við
virðumst hafa ágætan auglýsinga-
markað. Áskrifendur eru núna um tvö
þúsund,” segir Þórhalla.
Víða um land eru gefin út svipuö
blöð og Austri. Þessa stundina virðist
þessi útgáfa hafa rekstrargrundvöll.
„Daglega flæða yfir fólk fréttir utan
úr hinum stóra heimi sem ekki
tengjast beint hinu daglega lifi fólksins
hérna. I landshlutablöðunum gefst
fólkinu tækifæri til að lesa um það sem
er að gerast í sínu nánasta umhverfi.
Og það er það sem lesendur hafa
áhuga á,” segir Þórhalla sem er mjög
bjartsýn og segir að blaöiö hafi með-
byr þessa stundina.
APH
29
Fjarðarhornsá íKollafirði:
Veiðst hafa um 180 bleikjur
Vestfirðir hafa upp á margt að
bjóöa og þar munu vera um 60 lax- og
silungsveiðiár. Vestfjarðaárnar eru
yfirleitt stuttar og með lágt hitastig
fram eftir sumri en oft getur veriö
góð bleikjuveiði í þeim og stöku
sinnum veiðist lax. En það sem
virðist helst vanta í þessar ár er
vatnið og það strax.
Við renndum í Fjarðarhornsá í
vikunni og fengum 40 bleikjur en áin
hefur gefið alls 180 bleikjur og 1 lax,
Gísli Þór veiddi laxinn í Gljúfrunum
23. júlí og var fiskurinn 7 pund.
VEIÐIVON
GunnarBender
Veiðiárnar:
Sumar eru að
þorna upp
Draumur margra veiðimanna er
að fá þann stóra en draumur flestra
veiðimanna þessa dagana er að fá
rigningu og það strax. Vatnsleysiö er
rosalegt sums staðar en samt veiðist
furðu vel.
Þegar rennt var vestan af f jörðum
á miðvikudag var Fjarðarhornsá að
þorna upp, Gufudalsáin var vatns-
lítil, Þorskafjarðaráin aö þorna,
Laxá og Bæjará vatnslitlar, Hvolsá
og Staðarhólsá vatnslitlar, svo litlar
að löxunum er ekiö upp í árnar,
Fáskrúö vatnslítil, Laxá í Dölum
rann, Miðá í Dölum rann, Laxá á
Skógarströnd rann varla og Blankur
rann ekki lengur, Álftá á Mýrum
rann ennþá, Urriðaá að þorna upp,
Laxá í Leirársveit rennur, Leirá
þornar óöum upp, Laxá í Kjós oft
verið stærri, Leirvogsá rennur og
Korpa (Úlfarsá) er að þorna upp. Og
hvað biðja veiðimenn um annað en
regn þessa dagana? Það veit ég ekki.
Eða eins og Jón bóndi á Bæ í Reyk-
hólasveit sagði. „Þaö hefur varla
rigntíalltsumar.”
Ólafur Örn Ólafsson gengur til
veiða I Fjarðarhornsó og œtlar að
renna i Brúarstreng, veiddi þar
nokkrar fallegar bleikjur.
DV-mynd G. Bender.
Bleikjurnar hafa veiðst á víð og dreif
í ánni, mest þó í Brúarstreng,
Bleikjufljóti og uppi í Gljúfrum.
Torfa var af bleikju í Brúarstreng og
veiddust þar síðustu daga um 50
bleikjur og var tignarlegt að sjá
bleikjuna raöa sér í hylinn sem ekki
er nú stór, þær stærstu voru um 3
pund og tóku flestar maök.
Þegar við komum að Fjarðar-
horni blasti við einkennileg sjón,
hópur íslendinga á öllum aldri stóð
uppi á brúnni og niðri við
besta hylinn og kastaði stórgrýti út í
ána. Erfitt var að fá liðið til að hætta
þessari iðju sinni, já, misjafnt
hafast menn aö þessa dagana.
Þegar við yfirgáfum Fjarðarhom,
gott veiðihús þeirra vestanmanna,
var norðanbál og ekki hægt að koma
færi út í Fjarðarhornsá sem seitlaði
áfram til sjávar, vatnslítil, blessuð,
og að þorna upp nema rigni.
G. Bender.
Skúli Kristinsson með þann stóra
úr Laxá i Reykhólasveit, 13 punda
fisk. DV-mynd G. Bender.
•f
Á einum og sama staðnum fáið þið
fallegan og vandaðan búnað í húsið.
NÝKOMIÐ GOTT ÚRVAL AF VESTUR-
ÞÝSKUM LEÐURSÓFASETTUM.
mmm
EEESMII^^'
— í eldhús, bað og þvottahús.
— í svefnherbergi, anddyri og jafnvel í bílskúrinn.
— frá BLOMBERG, hvort sem er eldavél, ísskápur, þvottavél,
vaskar eða annað.
— spónlagðar, málaðar eöa ómálaðar, sléttar eða fulningahurðir
geysilegt úrval.
— þessar sem vindast ekki og þola raunverulega íslenska
veðráttu
— í úrvali frá Káhrs og Junckers sem hafa verið í fararbroddi
í iðnaðinum um áratugaskeið
— í eldhús, stofu og raunar allt húsið.
BÚSTOFN
Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
V '