Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR12. AGÚST1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Skiptinemar á íslenskunámskeiði „Góða kvöldið, nei ég meina góðan daginn,” sagði einn skiptineminn við blaðamenn og Ijósmyndara DV á íslensku þegar við komum í heimsókn á Holtaveginn, í hús KFUM og K. Þar bjuggu sl. hálfan mánuð 22 skipti- nemar á vegum Alþjóðlegu skipti- nemasamtakanna en nemarnir voru á námskeiði í íslensku auk þess sem þeir kynntust sögu okkar og ýmisss konar starfsemi sem hér fer fram. Á morgnana eru þeir í íslenskutím- um en um leið og þeim sleppir tekur enskan við því enn sem komiö er eru þeir ekki orðnir það góðir í málinu að þeir noti það þegar þeir tala saman. Skiptinemarnir eru flestir á aldrin- um 16—25 ára og koma víða að, t.d. frá Evrópu, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Ameríku. Þeir hafa ekki bara verið í kennslustundum síðan þeir komu því þeir fengu einnig að kynnast næturlíf- inu í henni Reykjavík og skruppu á Borgina og á pöbb. Kannski eiga þeir eftir að kynnast því betur því hér eiga þeir.eftir að vera í heilt ár. -SJ. „ífyrsta skiptiá ævinni á diskótek” John Myers er 19 ára gamaU og kemur frá Ohio i Bandarikjunum, hann sagðist aldrei hafa komið áður til Evrópu og því væri þetta mjög spennandi lífsreynsla fyrir sig. En hvernig gengur honum að læra íslensk- una? „Bara ágætlega, ég kann þýsku og þess vegna er málfræðin ykkar ekki svo erfið fyrir mig, svo finnst mér auðveldara að skilja máUö en að tala það.” John sagðist hafa lært mikiö á þessum tíma sem hann hefði verið á námskeiðinu og nú gæti hann haldið uppi samræðum á íslensku. T.d. sagð- ist hann hafa reynt íslenskuna í einum stórmarkaðnum og spurt: „Hvað kostar þetta?” „Konan skyldi spurninguna og ég var mjög ánægð- ur,”sagðihann. Skiptinemarnir hafa gert ýmislegt annað en að læra íslensku þennan hálfa mánuð sem þeir hafa verið hér, t.d. fóru þeir á diskótek eitt kvöldið og hvað fannst John um það? „Ja, ég hef reyndar engan samanburð því þar sem ég á heima, í Ohio, er ekkert diskótek og þetta var í fyrsta skipti sem ég kem inn á svona stað. Það var mjög gaman,” sagði John, sem var hálf- vandræðalegur yfir því hvað hann var óreyndur í skemmtanalífinu, en kannski rætist eitthvað úr því á meðan hann dvelst á Islandi. John sagðist ekki vita frekar en hinir í hópnum hvert hann myndi fara en Uk- lega færi hann upp í sveit og það væri hann ánægður með því hann átti lengi heima í sveit í Bandaríkjunum. John Myers skrifar heim en hann sagðist samt ekki þjást af mikilli heimþrá. ,,Ég skrifa bara nógu oft heim,” sagði hann. Dóra Pálsdóttir kennir skiptinemunum á islenskunámskeiðinu. Hér er hún ' að segja þeim hvernig á að segja bróðir minn heitir, systir mín heitir o.s.frv. DV-mynd VHV • Sari Hakuli, hress og kát, en hún sá um að sðpa þennan daginn. Vil f rekar vera f sveit Anneke Gisi er 16 ára gömul og kemur frá Sviss. Hún sagðist ekki hafa sett tsland á óskalista hjá sér en svo var það eini staðuiinn sem henni bauðst svo hún tók því. Og hvernig iíkar henni svo við það sem hún hefur kynnst af landinu hingað til? „Mér finnst Reykjavfk ekkert sérstök og ég held að borgin sé of stór fyrir mig. Ég vil frekar vera í sveit en búa í Reykjavfk,” sagði Anneke. Hún sagðist ekki vera komin með heimþrá ennþá enda veri bún bara búin að vera hér í tvœr vikur. Hvað með málið, fbinst þér það erfitt? „Já, það er svoUtið erfitt en ef maður hefur lært eitthvað f tungumálum, eins og t.d. þýsku, sem ég hef iært, þá held ég að það sé ekki svo erfitt að iæra isiensku,” sagði Anneke. Málfræðin er hræðilega erfið „Sérstæðast við ísland finnst mér hraunið og veðrið sem er betra en það hefur verið i Finnlandi i sumar,” sagði Sari Hakuli sem kemur frá Finnlandi. Hún sagðist bara kunna fá orð i íslensku ennþá en það væri svolítið erfitt að tala íslenskuna. Hún taldi að hún ætti þó líklega auðveldara með það en margir í hópnum vegna þess að hún kynni töluvert í sænsku. • Anneke Gisi er ein af þeim yngstu i hópnum, aðeins 16 ára gömul. DV-mynd VHV. ísland nútímalegra en við bjuggumst við „Já, já, nci, nei, hvar átt þú heima og hvað heitir þú?” svaraði Jay Hughes þegar við spurðum hann hvemig islcuskunámið gengi hjá honum. Félagar hans, Jose Luis Garcia og Bili Thomas, sýndu líka hæfni sina i íslenskri tungu með svipuðum spumingnm og Jay. i'eir vom sammála um að íslenskan væri svolítið erfið en Jose sagði að verst þætti sér að segja orð sem væm með þ-hljóði og ð. Bili sagði að flcstum gengi bara ágætlega enda væm margir í hópnum sem hefðu góða tungu- máiakunnáttu. Hvað fbmst ykkur svo um Island? „Ég heid að flestir haf i orðið hissa á að sjá hvað allt cr nútimalcgt hér. Félk virðist eiga néga peninga, allir era frekar f bit klæddir og keyra um á flottum bílum. Eitt fbmst mér samt skrftið, hvað vegimir era slæmb- fyrir utan borgina, þetta era hálfgerðir rally-cross vegb-,” sagði Bill. Jay vildi endilega bæta því við að það cina sem hann vissi um tsland áður en hann kom var að bér væra fallegar stelpur. „Ég hef svo sannariega ckki orðið fyrir von- brigðum með það,” sagði hann sæll á svip. Jose sagði að hann hefði vitað ýmislegt um land og þjóð og að hann hefði alis ekki viljað fara neitt annað en til Islands. „Fólkið heima skildi ails ekki hvað hafði elginlega hlaupið i mig þvi þar vita fáir að tsland er til.” Jose er frá Hondúras og hann er nýútskrifaður arkitekt. Jose Luis-Garcla frá Hondúras, Bill Thomas frá Bandaríkjunum og Jay Hughes frá Astralíu vildu sem minnst tjá sig á islensku cn sögðust vonast tU að eftir eitt ár hér yrðu þeir betur talandi á íslenska tungu. DV-mynd VHV. Hárgreiðslustofan KAMBUR Kambsvegi 18. Opið alla virka daga frá 9—18. Laugardaga 9—12. Tímapantanir í sima 31780. umboðið Biinkiistræti. Sími 27510. 10% afsláttur af öllum skemmturum. Mikið úrval. Verð frá kr. 2420,- VASA SJÁLFVELJARI Vasareiknir með 54 slmanúmera tónvalsminni. Sjálf- nema við hljóðnemann á símtölinu, síðan er ýtt andínn hefur og sýnír hann þá númeriðáskjánum'um leiðog hann sýnir hann tíma, mánuð og ár auk þess sem hann • '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.