Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 48
FRÉTT ASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiö- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FrjáJst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1985. Söfnun Reynis göngumanns: HÁnÁ > SJÖTTU MILUÓN SAFNAST „Fyrir síðustu mánaðamót höfðu safnast um 5 milljónir í peningum og svo hafði okkur verið gefið bygging- arefni fyrir andvirði hálfrar milljón- ar,” sagði Olafur Mogensen, aðstoö- arforstöðumaður á Sólheimum, þeg- ar hann var inntur eftir útkomunni af söfnuninni í tengslum við göngu Reynis Péturs Ingvarssonar hring- veginn. Olafur sagði að peningar væru enn m- aö berast og hann reiknaði með að þeir bærust fram á haust. „Ennþá höfum við ekki sent út gíróseðla fyrir öllum áheitunum, en við hyggjumst gera lokaátak í því efni í ágúst. Loka- niðurstöðu af söfnuninni má því vænta í lok september.” Bygging íþróttaleikhússins á Sól- heimum hefur gengið vel og er nú bú- ið að steypa plötuna. I næstu viku á að hefjast handa við að slá upp fyrir útveggjum en menn reikna með að húsiö verði folkhelt í byrjun desemb- ^ er. Aætlað kostnaðarverð þess var upphaflega 14. milljónir en Olafur sagði að sú áætlun væri of há. „Við erum himinlifandi yfir út- komu söfnunarinnar,” sagði Olafur. JKH Hallbjörn a leið suður - tekur með sér hattinn „Ef Reykvíkingar taka vel á móti mér er ég að hugsa um aö halda áfram á sömu braut. Reisa Kántrý- bæ í höfuöborginni og syngja og skemmta,” sagði Hallbjörn Hjartar- son, kántrýsöngvari á Skagaströnd, í samtaliviðDV. „Eg á að vísu eftir að ganga frá öll- um mínum málum hér fyrir norðah, en ef guð lofar þá flyt ég á mölina,” sagðiHallbjöm. Kántrýsöngvarinn góðkunni mun taka með sér konu og þrjú böm ef af flutningunum verður og ný plata er væntanleg á markaðinn í október. -EIR. ómissandi Þá mun kántrýið væntan- lega skipa heiðurssess á næstu listahátíð í Reykja- víkl Ágúst Guðmundsson í samningaviðræðum við Dumbarton-Films í London: Gerir kvikmynd fyrir 120 milljónir króna „Eg er þessa dagana aö ræða möguleikana við forráðamenn Dumbarton-Films um gerð kvik- myndar hér í Englandi. Þetta er kvikmynd sem byggir á minni eigin hugmynd en ég er bundinn þagnar- eiði og má ekki tjá mig frekar um innihaldið,” sagði Agúst Guðmunds- son kvikmyndagerðarmaður í sam- tali við DV í gær. Dumbarton-Films hét áður Video- Art og sérhæföi sig í gerð sjónvarps- mynda. Núna framleiðir það aftur á móti 3 kvikmyndir á ári, stórmyndir á íslenskan mælikvaröa,...alla vega veit ég að myndin má ekki kosta meira en 120 milljónir íslenskra króna ef af verður”, sagði Ágúst Guðmundsson. „Eg lít á þetta sem árangur af því að halda sig við efnið í gegnum árin. Forráðamenn Dumbarton-Films hafa fylgst með mér, séð þær kvik- myndir sem ég hef gert og telja nú þess virði að reyna mig. En allt er þettaáfrumstigi.” Enn er ekki farið að velja í hlut- verk í stórmynd þessa en hún verður að öllu leyti tekin í Englandi. -EIR. • Þassa dagana er unnifl afl lagfæringum ó gluggum á suflurhlifl Alþingishússins. Skipt er um gler og gluggagrindur. Er víst afl alþingismenn þurfa ekki að kippa sér upp vifl þafl þó geri sunnan sudda i vetur. DV-mynd VHV. Hrogn grafin í sand í Miðf jarðará: Betrí útkoma en h já laxinum úti í náttúrunni „Við grófum hrogn á ólaxgengu svæði hér í fyrra og mér sýnist að 30 til 40% þeirra sé núna orðin 4 sm laxaseiði. Þetta er mun betri útkoma en gerist hjá laxinum úti í náttúrunni og miklu betri en við áttum von á,” sagði Tumi Tómasson, fiskifræðingur hjá Veiðimála- stofnun, en hann er staddur þessa dagana við Miðfjarðará í Vestur- Húnavatnssýslu þar sem þessar tilraunir hafa farið fram. Síðastliðið haust voru teknar hrygnur úr Miðfjarðará, hrognin kreist úr þeim, og grafin með malar- skóflu í árbotninn. Undanfarið hefur Tumi kannað hve stór hluti þeirra klaktist út og komst á legg og segir hann að það séu 30 til 40% hrognanna. Hjá laxinum úti í nátt- úrunni er sambærileg tala 10 til 20%. Tumi sagði að skýringar á þessu gætu verið tvíþættar. I fyrsta lagi kemur laxinn aldrei öllum sínum hrognum í möl, hluti þeirra skolast í burtu með straumi árinnar og í öðru lagi voru umrædd hrogn grafin á svæði þar sem engin eldri seiði voru fyrir. Samkeppni var því lítil sem engin. Laxaseiði kosta um 10 krónur stykkið en hrognið um krónu. Kostnaðurinn við þessi seiði sem klöktust út í Miðfjarðará er því nálægt þremur krónum á stykkið þannig að um mikinn fjárhagslegan ávinning er aö ræða. Þessi aðferð við að ala upp seiðí hefur áður verið reynd hér á landi en þetta er í fyrsta skipti sem fylgst er gaumgæfilega með árangri hennar. „Eg reikna með því að menn velti þessari aðferð fyrir sér á fleiri stöðum,” sagði Tumi Tómasson. „Þetta gæti verið mjög ódýr leið til að nýta ólaxgeng svæði.” -JKH. Kom lekinn úr ríkis- stjórninni? Vakið hefur furðu að efnisatriði í tilboöi Birkis Baldvinssonar í hluta- bréf rikissjóðs í Flugleiðum skyldu hafa lekið út. Það kom Flugleiöa- mönnum vel því að með upplýsingun- um gátu þeir boðiö örlítiö betur og fengið bréfin. „Það lak hvorki frá mér né Fjár- festingarfélaginu,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. „Einu aðilamir sem ég hafði kynnt boðið var ríkisstjómin. Og þú veist að ríkisstjómin lekur aldrei.” — Menn virðast getað efast um þaö. „Jó, það er annað mál. Eg segi bara þetta og svo geta menn skilið það. Einu aðilarnir sem ég kynnti þetta var rikisstjórnin.” — Lá svona mflrið á að selja bréfin strax á föstudagskvöld? „Bréfin voru til sölu eins og hver önnur vara í verslun. Það var búið aö bjóða þau út áður. Þá voru tilboð opnuð á hefðbundinn hátt en engu var tekið. Eg lét meta bréfin og til- kynnti hvernig matið kom út. Það er billegt að koma eftir á og segja: Eg ætlaði að bjóöa meira. Það hafði ekk- ert verið betur augiýst heldur en það aö ég ætlaði aö taka ákvörðun þegar tilboð Birkis rann út til að sitja ekki uppi með Birki farinn út úr myndinni og ekkert tilboð,” sagði Albert. -KMU. • Friflardögunum lauk mefl svo- kallaflrl Hafnarfjarflargöngu ó laugardag. Var gengið fró Thors- plani i Hafnarfirfli ó Lækjartorg. Var talsvert f jölmenni i göngunni. Flutt voru óvörp, sungifl og lesin kvæfli. Þó spiluflu ýmsar rokk- hljómsveitir ó Lækjartorgi gegn her og kjarnorkuvopnum. -KÞ/DV-mynd VHV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.