Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR12. AGUST1985. Útgáfufé'ag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og litgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verð i' lausasölu 35 kr. Helgarblað40kr. Verkaövinna Byrjað er að undirbúa fjárlög fyrir næsta ár. Því er ekki seinna vænna að brýna stjórnvöld til að halda ótrauð áfram þeim umbótum í skattamálum sem hafnar voru í fyrra. Alþingi samþykkti fyrir rúmu ári samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, að hafizt skyldi handa um afnám tekjuskatts ,,á almennar launatekjur” strax haustið 1984. Síðar var lýst yfir, að tekjuskattur á slíkar tekjur skyldi afnuminn á næstu þremur árum. Fyrsta skrefið er stigið nú í ár. Víst munu margir bera sig illa yfir tekjuskattinum, sem þeir fengu að vita um fyrir fáum vikum. Tekjuskatturinn er ranglátastur skatta. Hann er launþegaskatturinn, sem ákveðinn hópur landsmanna ber. Aðrir fara létt frá þessum skatti, sumir þeirra með „breiöust bökin”. Því var réttmætt að sam- þykkja tillöguna um afnám tekjuskatts á almennar launatekjur, og hefði átt aö gerast miklu fyrr. Meðallækkun á álögöum tekjuskatti í ár, samkvæmt fyrirheitum stjórnvalda, á að vera 17—18 prósent. Síöan er ætlunin að halda áfram á sömu braut, þannig að hinn almenni tekjuskattur verði afnuminn við skatt- lagningu fyrir árið 1988. Auðvitað er ekki nógu langt gengið með þessum að- gerðum. Enn mun ætlunin, að einhverjir þeir, sem hafa meira en „almennar launatekjur” beri tekjuskatt eftir þann tíma. Jafnrétti fæst ekki, fyrr en tekjuskatturinn hefur verið með öllu afnuminn. Það er mikilvægt, að afnámi tekjuskattsins verði mætt með niðurskurði ríkisútgjalda, eins og framast er kostur. Að öðru leyti er þó réttlætanlegt að færa skattinn yfir í eyðsluskatta, því að í eyðslunni kemur fram, hvaða tekjur menn raunverulega hafa. Þessi skattabreyting eykur einnig sparnað, eins og brýna nauðsyn ber til. Brátt kemur í ljós, hvort Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og ráðgjafar hans hyggjast standa við fyrirheitin um aö vinda áfram stórlega ofan af tekjuskatt- inum á fjárlögum fyrir næsta ár. Þá kemur einnig í ljós, að hve miklu leyti ætlunin er að standa við fyrirheitin, sem húsbyggjendum hafa verið gefin um mikinn skattfrádrátt á næsta ári. „Greiðslu- jöfnunin”, sem samþykkt var á Alþingi, nær skammt til að bæta hag húsbyggjenda og húskaupenda. Hún nær enn ekki til lífeyrissjóða nema að hluta, hvað þá til hins al- menna bankakerfis. Stjórnvöld fóru síðastliðið haust af stað með réttarbót til handa þeim hjónum, þar sem annað hjóna vinnur fyrir mestum eða öllum tekjunum. Enn gildir þó það óréttlæti, að hjón greiða miklu meiri skatta af sömu f járhæð, þegar aðeins annað þeirra aflar teknanna heldur en er, þegar bæði afla þeirra. Réttmætt er að rétta enn hlut „hinnar heimavinnandi húsmóður” meö því að halda áfram þeirri leiðréttingu, sem byrjað var á í f járlögum fyrir yfirstand- andi ár. Loks ber að þakka þá réttarbót, sem tók gildi við skatt- lagningu í ár. Þar sem aldraðir, sem hætta störfum, fá skattlausar tekjur sínar fyrir síðustu tólf mánuði, sem þeir unnu. Fylgjast verður grannt með því, sem fjármála- ráðherra gerir nú í skattamálum. Þar er mikið óunnið. Haukur Helgason. Um fisksölu erlendis Undanfarnar vikur hefur ekki annaö fréttaefni veriö meira áber- andi en sölur á íslenskum fiski í Bret- landi. Sölur þessar hafa verið á vegum einstakra útgeröarmanna eöa fiskvinnslufyrirtækja. Hér er í gangi starfsemi sem hlýtur aö orka mjög tvímælis. Flutt er út óunniö hráefni í mjög stórum stíl. Því hefur verið um kennt aö ekki væru möguleikar á aö vinna þetta hráefni hér á landi vegna manneklu. þegar stefnt er aö því aö klára veiöi- kvótann fyrir veturnætur. Þjóöartekjur okkar fslendinga byggjast á fiskveiöum. Til þess aö þær geti oröið sem mestar er nauösynlegt að fá sem mest út úr aflanum. Þaö verður aðeins gert meö því aö fullvinna hann í landi. Til aö annast þá vinnu er til nægur mannafli. Þaö þarf hins vegar aö bæta kjör þessa fólks og gefa því kost KÁRI ARNÓRSSON, SKÓLASTJÓRI w „Þessi óstjórn í markaðsmálum veldur miklum skaða og gengur gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að efla verðmætasköpun innanlands og gegn því að auka atvinnuöryggi fisk- vinnslufólks.” Kvótinn að klárast Rétt er aö skoöa þetta dæmi örlítiö nánar. Um veiðar íslenska flotans gilda ákveönar reglur, svokallaö kvótakerfi. Með því er sett ákveðið hámark fyrir hvert skip. Nú mun svo komiö að mörg skip eru langt komin meö sinn kvóta og sjáanlegt aö hrá- efni kemur til meö aö skorta víöa um land er liöa tekur á haustiö. Viö höfum stært okkur af því aö við gætum stjórnaö fiskveiðum viö landið og með þeim hætti verndaö fiskstofnana. Nú hljóta menn aö spyrja sig að því hvort þaö sé skynsamleg stjórnun aö veiða svo til allt þaö magn sem leyfilegt er á nokkrum mánuðum. Heföi ekki verið skynsamlegra aö fara hægar í sakirnar og veiöa ekki mikiö umfram það sem hægt er aö vinna í landi? Við hefðum þá ekki tapaö þeim verömætum sem vinnslan gefur út úr landinu eins og viö erum aö gera nú. Mannekla Því hefur veriö um kennt að mannekla sé svo mikil í fisk- vinnslunni aö engin leiö sé til aö vinna þennan afla. Viö þessa kenningu er ýmislegt aö athuga. I fyrsta lagi er rétt aö benda á það meginatriði hve fiskvinnslufólki er illa greitt fyrir störf sín. I ööru lagi er engin þörf á því aö ausa hráefninu upp í svona stórum stíl á skömmum tíma. Þaö hefur verið mikið talaö um atvinnuöryggi í fiskvinnu. Nú er aug- ljóst aö þaö atriöi er einskis metiö á aukinni menntun. Einnig þarf aö stýra veiðum þannig aö hráefnis- öflun dreifist sem mest yfir allt áriö. Fjárhagslegt tjón Ohemjulegur auglýsingaáróöur hefur veriö í gangi í sambandi viö fisksöluna í Bretlandi. Sífellt hefur veriö hvatt til aukins útflutnings. Þegar athugað er það verö sem verið hefur í boöi kemur í ljós aö þar er ekki feitan gölt að flá borið saman viö verð hér heima. Miðað viö meðalveröiö síðustu vikurnar (þá er átt viö verö þegar öll gjöld hafa verið greidd) fær útgerðin heldur lakara verö en hér heima. Sjómenn fá hins vegar mjög svipað. Þá vantar á þau ca 15% sem vinnslan gefur í verðmætaaukningu og svo allan þann hag sem hafa má af veltu fjármunanna ef þessu heföi veriö landaö heima og unnið þar. Hér er því um verulega fjárhagslegan skaöa aö ræða fyrir þjóöarbúið. Þeir einu sem hagnast á þessu eru umboðssalarnir í Bretlandi enda viröast þeir vera í sérlega góöu sambandi við fréttamenn og dug- legir aö koma sér á framfæri. Vitaö er aö mikiö af þeim afla sem seldur er í Bretlandi fer í vinnslu þar. Þann hagnaö hiröa Bretarnir. Þannig mun sá aðili þar sem kaupir saltfisk héöan ekki þurfa á því aö halda sem eftir lifir ársins því hann hefur getaö keypt nógan fisk til að salta sjálfur. Þessi óstjórn í markaösmálum veldur miklum skaöa og gengur gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að efla verömætasköpun innanlands og gegn því aö auka atvinnuöryggi fisk- vinnslufólks. Kári Arnórsson. I grein í DV 8. þessa mánaðar gerði ég grein fyrir andláti sjálfseignar- stefnunnar í húsnæðismálum, á- stæðum þess og afleiðingum. Þá geröi ég einnig aö umtalsefni þróun gjald- eyrismála og lánskjara hér á landi á undangengnum sex árum. Fleiri og fróölegar hliðar eru á þeim málum sem vert er að skoða. Gróði af erlendum lánum Þaö setti aö mér óhug sl. vetur þegar forsætisráöherra upplýsti aö meira en helmingur af veltufé bankanna væri erlendir peningar. Meö öörum orðum hafa bankarnir tekiö fé aö láni erlendis til aö endurlána hér. Þótt þetta sé ekki gæfulegt fyrir þjóöina í heild er þetta gullnáma bankanna. Aö taka fé aö láni í evrópskum gjaldmiðli og lána síðan á lánskjaravísitölu skilar góöum arði. Ef t.d. banki heföi tekiö þýskt lán að andvirði 630 millj. (núvirði) áriö 1979 til 6 ára meö 8% vöxtum og endurlánaö þessa fjárhæð hér heima á lánskjara- vísitölu meö 5% raunvöxtum væri hagnaður bankans af þessu eina láni 360 milljónir, eöa eitt stykki Seðla- banki. Þannig hafa hundruö ef ekki þúsundir milljóna verið mjólkaöar út úr íslenskum fyrirtækjum (enda flest rekin með tapi) og nokkur þúsund Islendingum sem hafa verið aö eignast þak yfir höfuöiö undanfarin 6 ár. Suður á Italíu er sérstök sveit manna aö glíma viö fjárglæpamenn mafíunnar á Sikiley. Mér sýnist ekki vanþörf á því að fá þessa sveit í heimsókn á okkar eyju þegar aðgeröum lýkur þar syðra. MAGNÚS JÓNSSON VEDURFRÆÐINGUR Að skilja og að þora Fyrir mig sem sjálfstæðismann hefur það veriö dapurlegt, svo ekki sé meira sagt, aö horfa upp á flokks- forystuna láta þaö afskiptalaust aö einn af hornsteinum sjálfstæðisstefn- unnar sé malaöur mélinu smærra. En sumir þeirra eiga sér málsbætúr. Mér hefur nefnilega fundist þeir skiptast í þrjá nokkuð jafnstóra hópa í afstööu sinni til þessara mála. I fyrsta lagi hópinn sem ekki skilur, í öðru lagi hópinn sem vill ekki skilja og í þriðja lagi hópinn sem skilur en þorir eöa vill ekki tala um þaö! Sá fyrstnefndi á sér málsbætur, aörir ekki. I lok síöasta þings var samþykkt frumvarp um aö hækka eignaskatt á stóreignir. Fjármálaráðherra neitaði að styðja frumvarpið vegna þeirrar eignaupptöku sem í því fólst. Viö sama tón kvað hjá bæjarstjórnarmanni á Akureyri í Islendingi fyrir nokkru. Þá 0 „Fyrir mig sem sjálfstæðismann hefur það verið dapurlegt, svo ekki sé meira sagt, að horfa upp á flokksfor- ystuna láta það afskiptalaust að einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar sé malaður mélinu smærra.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.