Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 16. OKTOBER 1986.
Fréttir
Sprengifundur hjá
Byggung í kvöld
íbúar neita að greiða bakreikninga
„Nei, takk! Þennan bakreikning
greiði ég aldrei. Ég er þegar búin
að borga meira fyrir þessa íbúð en
ég get selt hana á aftur,“ sagði íbúi
í Byggungblokk við Seilugranda í
samtali við DV. „Bakreikningurinn
minn hljóðar upp á 740 þúsund krón-
ur. Ég er búin að bíða i þrjú ár til
þess eins að fá ódýrari íbúð en ger-
ist og gengur og nú sit ég uppi með
þesi ósköp.“
Viðbrögð íbúa í 129 íbúðum við
Rekagranda og Seilugranda vegna
bakreikninga frá Byggung eru á
einn veg. íbúamir neita að borga og
krefjast þess í stað ranhsóknar á
bókhaldi byggingarsamvinnufélags-
ins. Sú krafa verður lögð fram á
fundi er Byggung heldur með íbúun-
um í KR-heimilinu í kvöld.
Húsfúndir hafa verið haldnir í öll-
um stigagöngum fjölbýlishúsanna
við Seilugranda og Rekagranda og
allir hafa þeir endað á sama veg:
„Húsfundimir hafa leyst upp í undr-
un. Það hefur aldrei komið fram
áður að Byggung væri á hvolfi. Nú
geta þeir ekki lokið við bílageymslur
héma fyrir utan því þeir eiga ekki
fyrir steypu," sagði íbúi. „Þótt við
greiddum þessa bakreikninga er
ekki þar með sagt að við fáum ekki
fleiri. Það má eiginlega segja að
flestir séu búnir að fá nóg.“
Bakreikningamir, sem Byggung
hefur sent íbúunum í fjölbýlishúsun-
um á Granda, nema frá 200 þúsund
krónum upp í rúma milljón. í nokkr-
um tilvikum er þar innifalinn
kostnaður við byggingu bíla-
geymsla, 258 þúsund krónur.
-EIR
jafhast
Viðskipti Islands viö önnur lönd
verða nánast í jafhvægi á næsta
ári. Spáð er þó lítils háttar halla,
um 700 milljónum króna, sem svar-
ar til 0,4% af landsframleiðslu.
Halli hefur verið á viðskiptum
íslensku þjóðarinnar við útlönd
allar götur frá árinu 1971, að und-
anskildu einu ári, 1978. Árið 1982
varð 9% viðskiptahalli. Á þessu
ári er spáð 1,5% halla. Afleiðing
þessarar þróunar hefur verið mikil
skuldasöfiiun erlendis.
Horfúr fyrir næsta ár fela þó í
sér að íslendingar selji vörur til
útlanda fyrir mun meira en þeir
kaupi inn í landið, eða rúmlega 3,5
milljörðum króna meira.
Gert er ráð fyrir 5% aukningu
útflutningsframleiðslu. Okkar
mikilvægasta grein, sjávarafúrða-
framleiðslan, aukist um 4-5% á
„Hef ekkert
að fela“
- segir framkvæmdastjóri Byggung
„Ég er nýr í þessu starfi, byijaði
um áramótin og hef ekkert að fela.
Ef félagsmenn vilja endurskoða og
rannsaka reikninga fyrirtækisins þá
er það sjálfsagt," sagði Guðmundur
Karlsson, framkvæmdastjóri bygg-
ingarsamvinnufélagsins Byggung.
„Við erum ekkert að verða gjald-
þrota, getum það reyndar ekki eðli
málsins samkvæmt. Til þess að svo
færi yrðu allir byggjendur okkar að
fara á hausinn."
Fyrir utan 129 íbúðir við Seilu-
granda og Rekagranda, sem Bygg-
ung er nú að afhenda eigendum
sínum, er félagið að byggja 270 íbúð-
ir í Selási og hefur þegar skilað 60
af sér. Á Austurströnd eru 150 íbúð-
ir í smíðum í háhýsum og gert ráð
fyrir að skila fyrstu 30 íbúðunum þar
eftir næstu mánaðamót. Þá er Bygg-
ung að reisa fjögur einbýlishús á
Grandasvæðinu.
„Allir félagsmenn hafa haft að-
gang að endurskoðuðum reikning-
um okkar en ef þeir vilja skipta um
endurskoðendur þá er það í lagi,“
sagði Guðmundur Karlsson.
Endurskoðandi Byggung hefur
frá upphafi verið Helgi Magnússon.
Hann hefúr nú sem kunnugt er-látið
af störfum sem slíkur í kjölfar Haf-
skipsmálsins og haf starfsmenn
endurskoðunarskrifstofti hans tekið
upp þráðinn. Sjá þeir nú um endur-
skoðun reikninga Byggung.
-EIR
Margrét Lilja með undirskriftarlista íbúa í Seilugranda þar sem krafist er
rannsóknar á bókhaldi Byggung. Margrét er aðeins eins árs og foreldrar
hennar neita að greiða 700 þúsund króna bakreikning. DV-mynd KAE.
Engin Qárveiting til framkvæmda við Háskólann á afmælisárinu:
„Þetta urðu mér
sár vonbrigði“
Þjóðhagsáætlun:
Verðbólgan
aðeins
4-5% á
næsta ári
„Ríkisstjómin telur að koms
megi verðbólgu niður í fjögur til
fimm prósent frá upphafi til loko
næsta árs og árshraði verðbreyt-
inga verði innan við fjögur prósenf
í árslok 1987.“
Svo segir í þjóðhagsáætlun fyrir
árið 1987 sem forsætisráðherra
hefúr lagt fram.
„Til samanburðar má nefiia að
meðalhækkun verðlags undanfar-
ín fimmtán ár hefur verið 42
prósent á ári. Hér er því stefnt að
gjörbreytingu árið 1987. Forsenda
þess að slíkur árangur náist er
annars vegar stöðugt gengi og
jafnvægi í ríkisfjármálum og hins
vegar að kjarasamningamir, sem
gerðir verða í vetur, geti samrýmst
þessari verðlagsþróun," segir í
þjóðhagsáætluninni.
-KMU
„Þetta em mér sár vonbrigði. I
nefndinni vom bæði formaður og
varaformaður fjárveitinganefndar sem
taka þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins.
Báðir vom þeir búnir að lýsa yfir
stuðningi við málið en svo gerist
þetta,“ sagði Sigmundur Guðbjama-
son háskólarektor í samtali við DV.
Menntamálaráðherra skipaði nefnd
í janúar 1985. Nefndin fjallaði um fjár-
laga- og þróunaráætlun fyrir Háskóla
íslands 1986 til 1989 og skilaði hún
áliti í júní síðastliðnum undir heitinu
Virkjun þekkingar. í nefhdinni áttu
- segir háskólarektor
meðal annarra sæti auk rektors Pálmi
Jónsson, formaður fjárveitinganefnd-
ar, og Guðmundur Bjamason, varafor-
maður hennar. Meðal annars
sarnþykkti nefndin að 120 milljóna rík-
isframlag á ári værí nauðsynlegt til
ffamkvæmda við Háskólann, eins og
húsbygginga. Síðan gerist það að á
fjárlögum fyrir næsta ár fáer Háskól-
inn enga fjárveitingu úr ríkissjóði til
þessa.
„Báðir þessir menn, svo og aðrir
nefndarmenn, vom búnir að skrifa
undir það að þessar 120 milljónir væm
nauðsynlegar og brýnar til að halda
við rekstri skólans. Ég get því ekki
neitað því að ég er mjög vonsvikinn
með þessa niðurstöðu."
- Hvemig ætlið þið að bregðast við?
„Við erum að íhuga málið. Ég reikna
með að við munum leita til Álþingis
og þjóðarinnar. Háskólinn hefúr setið
í sama farinu alltof lengi. Ég hafði því
gert mér vonir um breytingar á þessu
afmælisári," sagði Sigmundur Guð-
bjamason.
-KÞ
næsta ári.
Vaxtagreiðslur okkar til útlanda
em hins vegar miklu hærri en þeir
vextir sem útlendingar greiða okk-
ur. Munar þar hvorki meira né
minna en 5,9 milljörðum króna.
Hagstæður þjónustujöfnuður,
um 1,7 milljarðarkróna, gæti lagað
dæmið örlítið.
Að öllu samanlögðu má reikna
með að afgangur af vöm- og þjón-
ustuviðskiptum hrökkvi tæplega
til að standa úndir hinum þungu
vaxtagreiðslum. Því verði lítils
háttar viðskiptahalli. -KMU
Spáð að
hagur
þjóðarbúsins
vænkist enn
Áætlanir um efnahagshorfúr á
næsta ári benda til að hagur þjóð-
arinnar haldi áfram að vænkast
en þó mun minna en spáð er fyrir
þetta ár.
í þjóðhagsáætlun rfkisstjómar-
innar segir að á næsta ári séu
horfúr á að hagvöxtur verði um tvö
prósent á mælikvarða landsfram-
leiðslu en þjóðartekjur aukist um
þijú prósent.
Til samanburðar er því spáð að
á þessu ári verði hagvöxtur fimm
prósent en þjóðartekjur aukist
mun meira, eða um sjö prósent.
Horfúr em á þvi að kaupmáttur
atvinnutekna á mann aukist um
átta prósent á þessu ári. Tekjur
heimilanna em meiri en nokkm
sinni fyrr.
„Þjóðhagsáætlun ríkisstjómar-
innar fyrir árið 1987 byggist á því
að útgjöld þjóðarbúsins á næsta
ári aukist ekki um meira en tvö
prósent.
Til þess að þetta mark náist þarf
að halda aftur af útgjöldum hins
opinbera til fjárfestingar og sam-
neyslu. Ráðstöfúnartekjur heimil-
anna mega heldur ekki aukast í
heild umfram þetta mark nema
spamaður aukist verulega.
Æskilegt er að það svigrúm, sem
fyrir hendi er til að auka heildar-
tekjur, verði fyrst og fremst notað
til að bæta kjör þeirra sem lakast
em settir og dregist hafa aftur úr
í kjörum á síðustu árum og til að
lagfæra eftir föngum launakerfið á
vinnumarkaðnum."
í áætlun stjói narinnar segir enn-
fremur
„Takist að framfylgja þjóðhagsá-
ætlun ríkisstjómarinnar fyrir árið
1987 munu þjóðartekjur hafa váxið
um 17% samtals á árunum 1984 til
1987. Til samanburðar má nefiia
að erfiðleikaárin 1982 til 1983 dró-
gust þjóðartekjur saman um
rúmlega 5%.“ -KMU