Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
7
PV______________________Viðskipti
Sala innfluttra, notaðra bíla:
Viðskiptin blémstra
- algengur gróði 100-150 þúsund
Undanfarið hefur það færst mjög í
vöxt að bílasalar og aðrir sem bílavið-
skipti stunda kaupi nýlega notaða bíla
erlendis, t.d. í Þýskalandi eða Amer-
iku, flytji þá til landsins og selji hér
með góðum hagnaði. Eða eins og einn
bílasali í bænum sagði í samtali við
DV: „Það eru hinir og þessir að fara
út í svona „bisness". Þetta varð svo
hagstætt eftir að þeir lækkuðu tollinn
úr 70 í 10 prósent."
Mjög algengur gróði af svona við-
skiptum er frá 100 og upp í 150 þúsund
krónur á bíl. Og það er hægt að græða
meira.
Nýlegt dæmi af svona viðskiptum
er að keyptur var í Þýskalandi Ford
Escort árgerð 1981 á um 6000 mörk
eða um 120 þúsund krónur. Tollar og
annar kostnaður hér heima er um 80
þúsund krónur. Auglýst verð á bílnum
er hins vegar 380 þúsund þannig að
viðkomandi bílasali græðir um 180
þúsund á viðskiptunum.
Hjá bílasölu Alla Rúts fengust þær
upplýsingar að mest væri um innflutn-
ing á dýrari tegundum bíla. Mjög
algeng tegund væri Mercedes Benz,
oft yfirfamir nokkurra ára gamlir bíl-
ar. Bílasalinn sagði að einnig væm
dæmi til þess að bílasölur keyptu inn
bíla fyrir menn og tækju þá t.d. 25
þúsund krónur fyrir að sinna pappírs-
málum. Hins vegar gætu menn sjálfir
flutt inn bíla með þessum hætti því
ekkert mál væri að fá gjaldeyrisyfir-
færslur, menn þyftu einungis að varast
bílasalana í útlöndum. Þeir gætu
reynst hættulegir.
-KB
Til sölu nýinnfluttir bílar frá
Þýskalandi.
Til dæmis Volvo 240 GL 5 gíra með sóllúgu.
Litur grænsans.___
Nú þegar eru farnar að sjást augiýsingar í blöðum um sölu á nýlegum inn-
fluttum bilum.
HMBAmSMM m
M
MEIRIHATTAR MICHELIN MARKAÐUR
STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING
MPTOPPURINN I DflG, MICHELIN.
MICHELIN
FLESTAR STÆRÐIR
FYRIRLIGGJANDI.
HLJÓÐLÁT 0G
RASFÓST.
HALLANDI GRIPSKURÐIR.
VEL STAÐSETTIR SNJÓ-
NAGLAR.
MJÚKAR HLIÐAR, MEIRI
SVEIGJA.
ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT,
OPNARA GRIP.
ÖLL MICHELIN
ERU RADÍAL.
LAUSNARORÐIÐ
S-200.
MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN.
MICHELIN.
TVÖFÖLD ENDING.
MICHELIN
LANDSBYGGÐARÞJONUSTAN
Póstkröfur sendar samdægurs
HMLmmwm w
SKEIFUNNI 5. Símar 33804 og 68-75-17.
MICHELIN
■ðtsítokksins
jormaöur