Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. 31 i>v Sandkom Ásgeir Hannes Eiriksson. Okkar maður Prófkjörsslagurinn í Sjálf- stæðisflokknum er nú mjög tekinn að æsast. Frambjóð- endurnir auglýsa sig flestir upp á hvem dag í Mogganum. Sumir stefna f ákveðin sæti, en aðrir vilja bara komast sem lengst. Sá nýliðinn sem sagður er hafa komið mest á óvart f upp- hafi baráttunnar er Ásgeir Hannes Eiríksson, oft nefndur pulsusali. Hann hefur í aug- lýsingum minnt á sig undir slagorðinu „Einn af okkur á þing“ og kveður þar við annan tón en tiðkast hefur í Sjálf- stæðisflokknum til þessa. Að því er heyrist á Ásgeir Eyjólfur Konráð Jónsson. Hannes vaxandi fylgi að fagna. Munu margir fýsandi þess að fá „einn af okkur“ á þing. Þetta hefur orðið til þess að aðrir frambj óðendur, j afnvel úr eldri deildinni, hafa fetað í fótspor hans til að freista þess að hræra hjartastrengi kjós- enda. Til að mynda auglýsti Eyjólfur Konráð Jónsson sig nú í vikunni undir slagorðinu „Okkar maður í Reykjavik'1. Og í Mogganum í gær stóð þetta: „Sólveig Pétursdóttir er okkar kona." Léku á aðstoð- arfólkiö Alltaf öðru hvoru heyrum við skondnar sögur af Islend- ingmn í útlöndum: 1 sumar komu til Mallorca þrír kallar, 86,88 og 92ja ára. Þeir hófu þegar að lifa lifmu, fengu sér vel í staupinu á hveijum degi og vom hinir sprækustu í alla staði. Konur þær, sem voru þessum hópi eldri borgara til aðstoðar á ferðalaginu, reyndu hvað þær gátu að hafa hemil á galskap kallanna en án mikils árang- urs. Svo var það einn daginn að farið var með hópinn í skoð- unarferð um sveitahérað í nágrenninu. Þar gaf meðal annars að líta geysimikla ólífuakra. Fararstjórinn fræddi ferðafólkið á því að ólífur væru afskaplega hollar. Þær væm afar vítamínauðug- ar óg ykju þar að auki kynhvötina. Var nú allt með kyrrum kjörum þar til daginn eftir. Þá mætti ein aðstoðarkvenn- anna gömlu köllunum þar sem þeir voru að staulast kampa- kátir upp í herbergin sín með ginflösku og fullan poka af ólífum. Að vísu reyndist vera pikkles í pokanum, þegar að var gáð, en hver er sæll í sinni trú. Aðstoðarkonan bað kallana lengstra orða að opna nú ekki flöskuna heldur láta sér nægja ólífurnar. Lofuðu þeir því há- tíðlega. En seinna um daginn vom þeir engu að síður orðnir sætkenndir. Aðstoðarkonan fór þá upp í herbergið þeirra og spurði þá hvað í ósköpun- um þetta væri eiginlega, hvort þeir hefðu ekki Iofað að opna ekki flöskuna? „Við stóðum alveg við það, eins og þú sérð,“ svaraði þá sá 92ja ára og benti á óupp- tekna ginflösku á borðinu „Við keyptum bara aðra.“ Steingrimur Hermannsson. Vestfirðing- ar svekktir Vestfirðingar eru svekktir og sárir út í Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra. Ástæðan er sú að hann sneri við þeim baki en gefur kost á sér í Reykjaneskjördæmi í komandi alþingiskosningum. Orðrómur þess efnis að Steingrímur ætlaði að flytja sig milli fjórðunga hefur verið á kreiki að undanfömu. Tóku Vestfirðingar því strax illa og töldu það svik af hans hálfu, eins og fram kom í greinar- komi í Vestfirska fréttablað- inu fyrir helgi: Fyrirsögnin var: „Svíkur Steingrímur Vestfirðinga?" Greinin sjálf hefst þannig: „Við ólíklegustu tækifæri þef- ur forsætisráðherra Stein- grímur Hermannsson lýst því yfir að hann muni hvergi ann- ars staðar verða í framboði heldur en hér á Vestfjörðum í komandi kosningum vilji Vestfirðingar á annað borð hafa hann. Nú virðast ein- hverjar vöflur á ráðherran- um... Forystumenn Fram- sóknar á V estfjörðum vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið, þeir hafa aldrei, að því er þeir segja, staðið Steingrím að því að segja ósatt, en nú virðist hann samt geta hugsað. sér að ganga á bak orða sinna...“ Þessi ádrepa er undirrituð: „Framsóknarmaður." Ruglaðir afruglarar Þeir sem hafa keypt sér af- ruglara eða lykla að Stöð 2 hafa átt í mesta basli við að stilla þá til þess að fá mynd á tæki sín. Hefur þetta gengið svo brösótt að ekki hefur verið hægt að trufla útsendingar á Stöð 2 fram til þessa nema að litluleyti. 1 fyrrakvöld aðstoðuðu menn frá Heimilistækjum fólk við að stilla lyklana, og var auglýstur símatími í verslun- inni til miðnættis í þessu skyni. Var örtröðin slík, að allar línur voru rauðglóandi framyfirmiðnætti. Náðufærri en vildu sambandi svo í gær sátu einhverjir eftir með sárt ennið og snarruglaða af- ruglara. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Siglingamálastofnun: Neyðaráætlun verði til í hverju fiskiskipi „Við höfum ákveðið að gera kröfu til þess að í hverju íslensku fiskiskipi sé til neyðaróætlun ef óhapp ber að höndum. Við höfum þegar fengið reglugerð um málið og því er það að- eins spuming um aðlögunartíma fyrir skipin. Ég gæti hugsað mér svona 3-4 mánuði. Eftir það yrði neyðaráætlunin að vera fyrir hendi í skipunum," sagði Magnús Jóhannsson siglingamála- stjóri í samtali við DV. í neyðaráætluninni er gert ráð fyrir að hver skipveiji hafi ákveðnu hlut- verki að gegna ef eldur kemur upp um borð, ef skip strandar eða ef skip er að sökkva. I reglugerðinni verður gert ráð fyrir að skipverjum á öllum fiski- skipum sé skylt að læra neyðaráætl- unina og eiga skipstjórar að sjólfeögðu að sjá til þess að þeir geri það. í fyrradag kallaði Magnús Jóhanns- son siglingamálastjóri hagsmunaaðila í þessu máli á sinn fund til að kynna þeim málið. Ekki er ólíklegt að þetta muni tengjast þeim öryggisnámskeið- um sem SVFÍ mun gangast fyrir um borð í varðskipinu Þór í framtíðinni. -S.dór. Nissan Bluebird árgerð 1986. Ath., ekinn aðeins 2 þús. km, 3ja dyra, 5 gíra, litur hvítur, sem nýr, ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 490 þús. Mitsubishi Pajero, lengri gerð, bensín, árgerð 1984. Ekinn 65 þús. km, útvarp/segulband, vökvastýri. Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 750 þús. Subaru 1800 station 4x4 árgerð 1985. Ekinn aðeins 14 þús. km, 5 gíra, vökvastýri, centrallæsingar, litur silfur, ath. skipti á ódýrari bif- reið.Höfum allar árgerðir Subaru bifreiða á söluskrá, það styttist í vetrarfærðina. Nissan Patrol diesel High Roof, lengri gerð, upphækkaður, á nýj- um dekkjum, ekinn aðeins 23 þús. km, útvarp, 5 gíra, vökva- stýri, 40 rása talstöð, ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 970 þús. Höfum úrval nýlegra bifreiða á söluskrá. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ. Accord Charade Cherry Citroen Visa GTI Civic Colt Cordia Corolla 1300 Corolla Twin C. Bluebird dísil Escort 1300/1600 Galant Lancer Honda Prelude Mazda 626 Nissan Sunny Golf GL Bluebird 1600 86 85-86 86 85-86 86 85-86 84- 85 85- 86 85-86 84 86 KENNSLA í VIÐSKIPTAGREINUM Menntaskólann í Kópavogi vantar kennara í viöskipta- greinum 12 stundir í viku. Upplýsingar í síma 43861. Skólameistari. Opið á laugardögum PANTANIR SÍMI13010 [E, KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Við erum með hagstœðu L. i-. ifv.T-- f 1 i r~ m ■ { FIAT varahlutírj I j ^AIternatorar Startarar Nýtr og'eðo v*rkimlðjuuppg#röv ótol garðlr og Mheyrandl vo«ahþji> Kúplingsdiskar! og pressur . • ettifiakM to*»bo* og ^rn^Tv^*> Amornka ~ Enska Franaka — itaiaka T*vJ. Pyzka 4^ ^ SCAHtA - VOLVO SpennustiLU^ npi Glóöarl í úrvali fyrir TOYOTA ISUZU DATSUN MERCEDES BENZ O.FL. Olíusíur Spissadisur Fœðidœlur Auk þess meðal annars; Stýrisendar Splndilkúlur Vatnsdœlur Mlðstöðvar og mótorar Ljós og perur Hjá HABERGi fœrðu skjóta úrlausn, eða faglega ábendingu um hvar þú gerir hagkvœm innkaup Póstkröfur afgreiddarsamdœgurs. Sími 91-84788 ■ i VELKOMIN ÍVfPIGERPI í VÍÐIDAL miðja vegu milli Brúar og Blönduóss, við þjóðveginn RJÚPNAVEIÐIMENN Nú er rjúpnaveiðitíminn að byrja. Seljum veiði- leyfi. Bjóðum upp á pakka. Gisting 2 nætur, morgunverður, nestispakki Bifreiðaverkstæðið veitir alhliða bifreiða- og hjólbarða- þjónustu. Nýr og endurbættur veitingaskáli býður upp á Ijúffengar veitingar. Opið alla daga kl. 9:00 til 23:30 Seljum veiðileyfi í Hóp, Vestur-Hóp og fleiri staði VÍÐIBERÐI? . Simi 95-1592 Viðidal - V.-Hún. -------------- | a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.