Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Side 23
/ FIMMTUDAGUR 16. OKTÖBER 1986. 2í . Skotar eru sparir á að skora mörk - gerðu jafntefli, 0-0, gegn ímm í Dublin í gær • Steindór Gunnarsson, þjálfari Selfyssinga. íþróttir SeKýssingar vinna tvo stórsigra Sveinn Á. Sigurðssan, DV, Selfossi; Selfyssingar undir stjóm Steindórs Gunnarssonar, fyrrum landsliðsmanns úr Val, hafa byrjað vel í 3. deildar keppninni í handknattleik. Leikið tvo leiki og unriið þá báða með miklum mun. Fyrst IS,. 23-14, bg í gærkvöldi skelltu þeir ÍH, 25-16, hér á Selfossi. Hinn ungi Einar Guðmundsson hef- ur staðið sig vel í þessum báðum leikjum. Skorað fimm mörk í þeim i báðum. „Við stefnum á að tryggja okkur sæti í 2. deild næsta keppnis- j tímabil. Lið okkar er mjög ungt óg það < er mikill hugur í mönnum,“ sagði Steindór eftir leikinn • í gærkvöldi. 1 Meðalaldur Selfossliðsins er aðeins i um 19 ár. -sos Það er greinilegt aðSkotar em mjög sparir á að skora mörk þessa dagana. Þeir gerðu sitt þriðja markalausa jafn- tefli í röð í Dublin þar sem þeir mættu írum í Evrópukeppni landsliða í gær. 48.000 áhorfendur sáu leikinn og einn- ig mjög fá marktækifæri. Skotar hafa skorað aðeins tvö mörk i síðustu sjö landsleikjum sínum. GordonStrachan, sem skoraði síðast fyrir þá gegn V- Þjóðveijum í HM i Mexíkó, var nær búinn að skora í gær. Hann átti skalla rétt fram hjá marki íra rétt fyrir leik- hlé. írar fengu fleiri marktækifæri. Ann- ars einkenndist leikuiinn af því að 22 leikmenn af þeim 23 sem léku í Dublin koma frá skoskum og enskum félags- liðum. Þeir gjörþekkja hver annan og vom fljótir að sjá út hvemig sóknar- lotur vom byggðar upp. Leikinn var sterkur vamarleikur og það eina sem gladdi augu áhorfenda var þegar Liam Brady, sem leikur á Italíu, tók nokkra skemmtilega spretti. írar vildu fá vítaspymu á 60. mínútu þegar Murdo McLeod felldi John Ardridge. Norski dómarinn Einar Halla var ekki á því að dæma víta- spymu. Staðan er nú þessi í sjöunda riðli EM eftir leikinn: Belgíumenn em efstir á blaði með þrjú stig eftir tvo leiki. Þá koma írar og Skotar með tvö stig eftir tvo leiki. Búlgarar em með eitt stig eftir einn leik og Lúxemborgarmenn ekkert eftir eirrn leik. -sos • Liam Brady var sá eini sem sýndi skemmtilega takta. Finnar léku aðeins tíu í 50 mínútur Tékkar unnu sigur yfir Finnum, 3-0, í Evrópukeppni landsliða í gær í Bmo í Tékkóslóvakíu. Finnar léku aðeins tíu í 50 mínútur. Gríski dómarinn Germakos rak Finnann Ari Valvee af leikvelli eftir að hann hafði brotið tví- vegis á einum Tékka. 28 þús. áhorfend- ur sáu Peta Janecka (37 mín.), Ivo Knoflicek (43) og Karel Kula (67) skora mörkin. Tékkar em með tvö stig í sjötta riðli EM, Wales og Finnland eitt. Danir hafa ekki leikið enn í riðlinum. -sos frófkjör fstæöisflokk Þegar menntun, reynsla og þekking á þjóðmálum fara sam þá er auðvelt að velia A.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.