Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 16. OK^ÓBER 1986.
33
Ólafsvík:
Ólöglegt
kapalkeifi
í fimm ár
Sgmján Egils9on, DV, Ólafevik
Nú eru liðin fimin ár frá fyrstu út-
sendingu Villa-videos í Ólafsvík.
Villa-video er kennt við Viihelm Áma-
son en Vilhelm er eins konar „guð-
faðir“ kapalkerfisins í Ólafsvik. DV
hitti Vilhelm að máli og spurði hann
fyrst hvemig Villa-video hefði byrjað.
„Það hófet þannig að ég og félagi
minn, Gautur Hansen, sáum grein í
Morgunblaðinu þar sem rætt var um
kapalkerfi. Sáum við strax að mögu-
leikar væm á að koma upp kapalkerfi
hér i Ólafevík. Þessi hugmynd okkar
fékk strax góðar viðtökur hjá íbúum
í Ólafevík. Við hugsuðum okkur upþ-
haflega að kapalkerfið yrði aðeins í
einni götu, Skipholti, en við Gautur
bjuggum þá báðir við Skipholt. Okkur
var bent á að tala við Örlyg Jónatans-
son hjá Heimilstækjum. Hann bað
okkur um teikningar af götunni og
kvaðst gera okkur síðan tilboð i verk-
ið. Fljótlega kom í ljós að íbúar við
aðrar götur í Ólafsvík höfðu mikinn
áhuga á að vera með í kapalkerfinu.
Úr varð að allur efri hluti Ólafevíkur-
bæjar tengdist kerfinu strax. Efnið í
kapalkerfið kom til Ólafevíkur á
fimmtudegi. Hafist var handa við lagn-
ingu þess á laugardagsmorgni og
lagningunni var lokið seinni part
sama dags. Kom þá Örlygur við annan
mann vestur og gengu þeir endanlega
fiá tengingu kerfisins. Fljótlega kom
í ljós áhugi íbúa í neðri hluta bæjarins
um að tengjast kerfinu. Það vom síðan
liðnir níu mánuðir, eða meðgöngu-
tími, frá fyrsto útsendingu þar til allir
íbúar Ólafevíkur höfðu möguleika á
að vera tengdir við Villa-video.“
-Dagskrá Villa-videos, hefur hún
aðallega byggst upp á kvikmynd-
um? Hvað sýnir þú þá margar
kvikmyndir í hverri viku?
„Já, dagskráin hefur að miklu leyti
verið byggð upp með kvikmyndum.
Það hafa verið sýndar u.þ.b. átta kvik-
myndir á viku, þ.e. ein á hverju kvöldi
nema tvær á fimmtudögum. Auk þess
er bamaefhi á fimmtudögum og
sunnudögum. Við höfum einnig gert
nokkuð af þáttum sjálfir hér heima.
Það hafa aðallega verið fréttaþættir.
Við höfum líka verið með spuminga-
þætti, skemmtiþætti, viðtalsþætti o.fl.
Við höfum einnig möguleika á beinum
útsendingum, bæði frá grunnskólan-
um og safnaðarheimilinu. I beinni
útsendingu höfum við haft bingó,
umræðuþætti o.fl. Við höfðum t.d.
okkar kosningasjónvarp í bæjar-
stjómarkosningunum. Þá var sýnt
beint frá talningu atkvæða. Sl. haust
var atvinnumálaráðstefha hér í Ólaf-
svík, frá henni sýndum við líka í beinni
útsendingu. Þar töluðu allir þingmenn
kjördæmisins og auk þeirra var Halld-
ór Ásgrfmsson sjávarútvegsráðherra."
- Það er ekkert launungarmál
að Villa-Video er ólöglegt, hefur
þú sótt um leyfi hjá útvarpsréttar-
nefnd?
„Já, ég sótti um leyfi í apríl í vor.
Það hefur ekkert svar borist ennþá.
Það komu hingað menn frá Pósti og
síma og tóku út kerfið hér. Eftir því
sem ég best veit fundu þeir ekkert at-
hugavert við það. En ég bíð eftir
afgreiðslu á umsókn minni. Þrátt fyrir
að kerfið hafi hingað til verið ólöglegt
hafa margir ráðamenn þjóðarinnar
komið ffarn í því. Ég nefiidi áðan beina
útsendingu fiá atvinnumálaráðstefhu
hér.“
- Vilhelm, nú sitjum við í húsi
sem Villa-video hefur nýlega
keypt. Hér fyrir framan okkur er
flókinn tæknibúnaður. Er Villa-
video vel í stakk búið til þáttagerð-
ar?
„Ég myndi telja það. Við höfum fest
kaup á fullkomnum tækjum til vinnslu
á eigin efiii. Þannig að ég tel að okkur
sé ekkert að vanbúnaði að gera góða
þætti hér heima fyrir."
- „Nú veit ég að Villa-video er
aðili að nýstofnuðum félagsskap
ÍSS, eða íslensku svæðasjónvarpi,
kemur aðild ykkar að ÍSS til með
að breyta einhveiju hjá Villa-vide-
oi?
„Já, það kemur margt til með að
breytast við stofhun ÍSS. Islenska
sjónvarpsfélagið er aðili að ÍSS. Við
munum kaupa dagskrá af ÍSF og þá
mun öll okkar dagskrá loks verða lög-
leg. TO að byfya með verðum við að
sætta okkur við að vera með dagskrá
ÍSF degi seinna en hún er sýnd í
Reykjavík. Nú hefur komið f ljós að
útsending ÍSF næst á Ingjaldshóli ofan
við Hellissand. Með litlum tilkostnaði
munum við geta beint þeirra sendingu
hingað til Ólafevíkur, þá verðum við
með dagskrána beint frá Reykjavík.
Villa-video mun hins vegar aldrei
hætta. Kapalkerfið okkar getur haft
tólf rásir. Þannig að við verðum með
Villa-video á sér rás. Þar munum við
sýna okkar þætti. Draumurinn er að
auglýsingar verði einnig á sér rás.“
- Nú þegar Villa-video hefur
starfað í fimm ár ert þú þá sáttur
við þá þróun sem verið hefur á hjá
Villa-videoi á þessum tíma?
„Já, nokkuð. Ég ætla að leggja meiri
áherslu á heimagerða þætti. Þegar við
förum að fá dagskrá frá Islenska sjón-
varpsfélaginu aukast möguleikar til
muna til að sinna heimaverkefninu.
Nú er svo komið að afar erfitt er að
útvega myndir til að sýna. Við þessar
breytingar verða þeir erfiðleikar að
baki og vinnst þá meiri tími til að
snúa sér að þáttagerð. Ég hlakka mik-
ið til að hafa okkar starfeemi innan
ramma laganna.
Vilhelm Árnason, „guðfaðir" kapalkerfisins I Ólafsvik. DV-mynd Ævar.
Fréttir
Ferðamiðstöð Austurlands:
Anton Antonsson, framkvæmdastjóri FAL, ásamt starfsstúlku.
DV-mynd Anna
Aukin þjónusta-fleirí ferðamenn
Arma fngálfedóttir, DV, Egflsstöðum:
Ferðamiðstöð Austurlands hefur
verið starfrækt í u.þ.b. átta ár og
hefúr þjónusta hennar við ferða-
menn, bæði innlenda og erlenda,
aukist jafht og þétt. Starfsemi FAL
skiptist í þrennt. I fyrsta lagi er reynt
að veita Austfirðingum sem besta
þjónustu. Þar má nefha mjög hag-
stæða ferðamöguleika, t.d. flug og
bíl með afelætti á hvoru tveggja og
eins flug og hótel. Gildir þetta bæði
fyrir einstaklinga og hópa. Anton
Antonsson framkvæmdastjóri sagði
að mikill misskilningur ríkti meðal
fólks varðandi kjör á fargjöldum og
gistingu. „Fólk heldur að það sé
ódýrara að panta t.d. gistingu og bíl
sjálft en það er ekki rétt. Sá pantað
hjá okkur þá erum við í þeirri að-
stöðu að fá afelátt á öllum „pakkan-
um“, sagði Anton. Auk margra
annarra ferða hefur FMA haft á
boðstólum ódýrar helgarferðir til
Færeyja, svo og vikuferðir á sumrin.
Hafa þær verið mikið keyptar. I öðru
lagi flytur FAL inn erlenda ferða-
menn og skipuleggur dvöl þein-a
hérlendis. Komu um 500 manns sl.
sumar, mest Frakkar. FAL sérhæfir
sig í vönduðum fámennum ferðum,
t.d. hestaferðum, göngu- og fjalla-
ferðum og hafa þær ferðir notið
sérstakra vinsælda erlendra gesta.
„Það hefúr líka komið í ljós að
flestir okkar gesta kæra sig ekkert
um að ferðast í 40 manna- rútum um
allt ísland, þeir vilja öðruvísi ferðir
og er það þess vegna sem við bjóðum
upp á svo mikið úrval annars konar
ferða. Má nefna að við erum að byrja
með 8 daga ferðir á snjóbíl yfir
Vatnajökul, í apríl og ágúst næsta
ár,“ sagði Anton. Samfara skipu-
lagningu ferðalaga má segja að
FMA sé upplýsingamiðstöð Austur-
lands. Þar eru allar almennar
upplýsingar veittar og nota íslend-
ingar ekki síður þessa þjónustu og
þá sérstaklega á sumrin.
EH AF OKKUE A ÞIG
Á Alþingi þarf einn af hverri tegund. Ásgeir Hannes Eiríks-
son kemur beint úr atvinnulífinu í hjarta Reykjavíkur. Fyrir
þannig mann er alltaf þörf á þingi. Prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins er 18. október næstkomandi.
Prófkjörsstofa er í Templarasundi 3,
3. hæð. Símar 28575 og 28644. Opið alla daga til kl. 22.00.