Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
íþróttir
Olsen-málið vekur mikla athygli í Englandi:
Hvem
andskotann ertu
að gera,
fíflið þitt“
- sagði Remi
Moses við Jesper
Olsen áður en
hann sló
hann niður
• Jesper Clsen eftir að búið var að
sauma hann með ellefu sporum.
„Ég vil ekki sjá myndir eða frásagnir af þess-
um atburði í neinu blaði. Ef ég sé það þá eruð
þið ekki velkomnir aftur á Old Trafford," sagði
Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Manchester
United, við danskan blaðamann og ljósmyndara
sem urðu vitni að því þegar Remi Moses réðst
fólskulega á Jesper Olsen. Eins og fram hefur
komið í DV þá varð að sauma ellefu spor í
augabrún Olsens til að loka ljótu svöðusári sem
hann fékk.
Það var greinilegt að Atkinson ætlaði að fela
þetta atvik fyrir fjölmiðlum. Olsen sagði ekki
frá þessu strax en hann gat ekki þagað eftir
að danski blaðamaðurinn Jörgen Pihl og ljós-
myndarinn Palle Hedemann, sem starfa hjá BT,
voru ákveðnir í að verða ekki við ósk Atkinson
um að segja ekki frá atvikinu.
„Jú, það er rétt. Moses sló mig í andlitið,"
sagði Ólsen og hann sagði vini sínum frá því
að Moses hefði áður sagt við hann: „Hvem
andskotann ert þú að gera, fíflið þitt.“ Olsen
sagðist ekki hafa vitað hvað Moses meinti með
þessum orðum en sfðan hefði hann slegið sig.
Það var eftir að þeir Olsen og Moses höfðu
barist um knöttinn.
Sló Olsen tvisvar
„Ég sá Moses slá Olsen tvisvar sinnum. í
seinna skiptið féll Olsen vankaður niður á völl-
inn, alblóðugur í andliti," sagði blaðamaðurinn
Jörgen Pihl um atvikið. Það var farið með 01-
sen inn í búningsklefa og síðan ók Gordon
Strachan honum á sjúkrahús í bíl sínum.
Manchester United hefúr ekki gengið sem
best að undanfömu. Þessi atburður, sem átti
sér stað á Littleton Road - æfingasvæði United
í Salford - sýnir að það er eitthvað meira en
lítið að hjá United. Það er ekki allt með felldu
þegar leikmenn ganga í skrokk á félögum sínum
þannig að það stórsjái á þeim. Þá er framkoma
Atkinsons óskiljanleg. Menn bfða nú eftir þvf
hvemig Atkinson refsi Olsen fyrir að verða
fyrir hægri hendi Moses á æfingu. Þær sögur
ganga nú í Manchester að Olsen verði settur
á sölulista fljótlega. -SOS
’í-o-ST"
Bori aasúót' .
*£$$*•*
Smolarek
fiskaðí
tværvrta-
spymur
- og PóKeijar lögöu Grikki
Pólverjar fengu tvær vítaspymur
og skomðu úr þeim báðum þegar
þeir lögðu Grikki að velli, 2-1, í
Evrópukeppni landsliða í gær-
kvöldi. 30 þús. áhorfendur sáu
ieikinn sem fór fram í Poznan. Það
var Smolarek, sem leikur með
Frankfurt, sem fiskaði báðar víta-
spymur Pólverja - fyrri eflir
aðeins fimm mínútur og seinni rétt
fyrir leikhlé. Dziekanowski skor-
aði úr báðum vítaspymunum.
Mark Grikkja skoraði Ana-
stopulos á 13. mínútu. Það vom
Pólverjar sem réðu gangi leiksins.
Þeir sóttu stfft að marki Grikkja
frá fyrstu mínútu. Pólverjar léku
með þijá sóknarleikmenn, fjóra
miðvallarspilara og þrjá vamar-
menn. Þeir hægðu á sér f seinni
'hálfleik eftir að Dziekanowski
varð að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla á ökkla og þegar Smolarek
fór af leikvelli þegar 25. mín. vom
til leiksloka, komu Grikkir meira
inn í leikinn. Pólverjar vörðast þá
vel og sigurinn var þeirra.
-sos
• Ruud Gullit átti snilldarleik með Hollendingum.
Hollendingar
fóru á kostum
í Búdapest
- þar sem þeir lögðu Ungverja að velli, 1-0
Hollendingar komu, sáu og sigmðu
í Búdapest þar sem þeir léku sér að
Ungverjum í Evrópukeppni landsliða
en urðu að sætta sig við aðeins 1-0
sigur. Hollendingar mættu ákveðnir
til leiks, náði Frank Rijkaard góðum
tökum á miðjunni og stjómaði leik
Hollands ásamt Ruud Gullit, Marco
van Basten og gamla brýninu Simon
Tamahata sem fór á kostum. „Ég er
mjög ánægður með leik minna manna
og sigurinn. Við gátum hæglega skor-
að fleiri mörk,“ sagði Rinus Michels,
þjálfari Hollands.
Það var van Basten sem skoraði
mark Hollendinga á 68. mínútu eftir
að Gullit, sem hefur oft verið kallaður
„Maradona Hollands", hafði sundrað
vöm Ungveija. Gullit lék skemmtilega
á Joszef Kardos, beið síðan eftir því
að Joszef Szendrai markvörður kast-
aði sér. Þá renndi Gullit knettinum
vinalega til van Basten sem skoraði
auðveldlega af tveggja metra færi.
Hollendingar skomðu löglegt mark
á 44. mínútu sem hinn svissneski dóm-
ari leiksins dæmdi ekki mark. Van
Basten átti þá þrumuskot sem skall á
þverslánni og fór þaðan niður. Dómar-
inn sagði að knötturinn hefði ekki
farið inn fyrir marklínu. Atvikið var
síðan sýnt í ungverska sjónvarpinu.
Þar kom í ljós að knötturinn fór inn
fyrir marklínuna.
Það er greinilegt að Hollendingar
em að koma upp með skemmtilegt lið
þar sem margir snjallir leikmenn em
á ferðinni. -SOS
Stórsigur Austurríkis
Austurríkismenn unnu ömggan sigur, 3-0, yfir Albönum í Evrópu-
keppninni í gærkvöldi. Leikurinn fór fram i Graz að viðstöddum 8 þús.
áhorfendum. Þetta var annar leikurinn í riðlinum. Áður höfðu Rúmenar
unnið Austurríkismenn stórt, 4-0. Spánveijar leika einnig í riðlinum.