Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 34
34
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
Andlát
Jóhann J. E. Kúld lést 7. október
sl. Hann var fæddur á Ökrum í
Hraunhreppi á Mýrum 31. desember
1902. Foreldrar hans voru hjónin
Eiríkur Kúld og Sigríður Jóhanns-
dóttir. Jóhann lærði ungur bókband
í Reykjavík en hóf að því loknu störf
við fiskvinnslu og sjómennsku. Árið
1950 hóf hann störf við fiskmat og
fékkst að mestu við fiskmats- og eft-
irlitsstörf á annan áratug. Hann var
fiskvinnsluleiðbeinandi á vegum
sjávarútvegsráðuríeytisins á árunum
1958-60 og fulltrúi við Fiskmat ríkis-
ins frá árinu 1971 til ársloka 1974 en
lét þá að mestu af störfum sökum
aldurs. Eftirlifandi eiginkona hans
er Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld.
Þeim hjónum varð tveggja sona auð-
ið. Útför Jóhanns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Björn Þorsteinsson prófessor lést
6. október sl. Hann fæddist 20. mars
1918 á Þjótanda í Flóa. Foreldrar
hans voru Þorsteinn Bjömsson og
Þuríður Þorvaldsdóttir. Björn lauk
stúdentsprófi 1941 og cand. mag.
prófi í íslenskum fræðum við Há-
skóla íslands árið 1947. Árin 1966-71
var hann kennari í sögu við Mennta-
skólann við Hamrahlíð, sem þá var
nýstofnaður. 1971 varð hann prófess-
or í sögu við Háskóla íslands og
gegndi því starfi meðan heilsan
leyfði. Samhliða kennslustörfum
stundaði hann tímafrekar rannsókn-
ir, bæði hér heima og erlendis. Þá
fékkst hann einnig mikið við félags-
mál. Eftirlifandi eiginkona hans er
Guðrún Guðmundsdóttur. Þau hjón-
in eignuðust eina dóttur. Útför
Bjöms verður gerð frá Dómkirkjunni
i dag kl. 13.30.
Sigríður Lilja Ámundadóttir
bókavörður, Eiríksgötu 35, andaðist
í Landspítalanum þriðjudaginn 14.
október.
Sigríður Kristinsdóttir frá Hellis-
sandi, síðast Bröttukinn 27, lést á
Sólvangi, Hafnarfirði, 14. október.
Jónína S. Guðmundsdóttir
Waage, Réttarholtsvegi 41, Reykja-
vík, lést að morgni þriðjudagsins 14.
október í Landspítalanum.
Útför Stefaníu Valdimarsdóttur,
Múla, Biskupstungum, fer fram frá
Skálholtskirkju laugardaginn 18.
október kl. 14. Jarðsett verður í
Haukadal.
Laufey Guðjónsdóttir, Safamýri
34, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 17. okt kl. 15.
María Guðrún Árnadóttir frá
Lambhaga, Hrísey, Gilsbakkavegi
11, Akureyri, verður jarðsungin frá
Hríseyjarkirkju laugardaginn 18.
október kl. 14. Minningarathöfn
verður frá Akureyrarkirkju að
morgni sama dags kl. 9.30.
Útför Páls Baldurssonar, húsa-
smiðs, Hrafnhólum 6, fer fram frá
Dómkirkjunni i Reykjavík föstudag-
inn 17. okt. kl. 13.30.
Kveðjuathöfn um Karl Guðmunds-
son frá Ólafsvík, Holtsgötu 41,
Reykjavík, verður gerð frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 17. október kl.
10.30. Jarðsett verður í Ólafsvík
laugardaginn 18. október.
Útför Sophusar S. Magnússonar
frá Drangsnesi, verður gerð frá Kap-
ellunni á Drangsnesi laugardaginn
18. október kl. 13. Ferð verður frá
Umferðarmiðstöðinni föstudaginn
17. október kl. 10.
Tilkyimingar
Tvær kvikmyndir
um Grænland
sýndar í Norræna húsinu
í tilefni af minningarhátíð um Grænlands-
trúboðann Hans Egede verða sýndar tvær
kvikmyndir er fjalla um Grænland í Norr-
æna húsinu í kvöld, fímmtudag, kl. 20.30.
Fyrri -myndin, Knud, lýsir lífi og ferðum
Knud Rasmussens og er byggð á myndum
og filmubútum, sem Knud Rasmussen tók
sjálfur. Myndin er gerð 1965 og leikstjóri
er Jorgen Roos. Síðari myndin er alveg
ný og fjallar um Grænland - stærsta þjóð-
garð veraldar. 1974 var allur norð-austur
hluti Grænlands gerður að þjóðgarði með
hafinu umhverfis og innlandsísnum.
Myndin sýnir hina stórbrotnu og ósnortu
náttúru Grænlands og dýralíf. Aðgangur
að kvikmyndasýningunni er ókeypis og
öllum heimil aðgangur. Á föstudaginn 17.
okt. kl. 20.30 heldur Haraldur Ólafsson
dósent erindi um Grænland í dag. Á eftir
erindinu verður sýnd kvikmynd um græn-
lenskt þjóðfélag eins og það er nú. Myndin
nefnist „Nágranni norðurpólsins“ og tek-
ur um 40 mín. í sýningu.
Happdrætti íþróttafélags
Kópavogs.
íþróttafélag Kópavogs gengst fyrir happ-
drætti í tilefni af 100 ára afmæli félagsins
sem er þann 23. október. Aðeins 1000 mið-
ar eru gefnir út og kostar hver miði 1000
krónur. Vinningur er glæsileg bifreið,
Toyota Corolla Liftback, að verðmæti
485.000 krónur. Dregið verður mánudag-
inn 20. október, aðeins úr seldum miðum.
Bifreiðin verður afhent á afmælishátíð ÍK
í Digranesi laugardaginn 25. október.
Nánari upplýsingar veita Magnús í síma
43313 og Jón í síma 40903.
Málþing um tóbaksnautn
og reykingavarnir
Föstudaginn 17. október nk. gangast G.
Ólafsson hf. og AB LEO í Svíðþjóð fyrir
málþingi á Hótel Sögu um tóbaksnautn
og reykingavarnir undir yfirskriftinni
„Tobacco dependence and its treatment".
Frummælendur eru Sveinn Magnússon
heimilislæknir. sem fjallar um skaðsemi
reykinga, Karl Olaf Fagerström dósent
fjailar um tóbak sem ávanaefni, Ásgeir
Helgason, fræðslufulltrúi Krabbameins-
félags Reykjavíkur, fjallar um uppbygg-
ingu og árangur námskeiða í reykbindindi
og-Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir lungna-
og berklarannsóknardeildar Landspítal-
ans, sem kynnir tóbaksvarnarnámskeið
sem hugmyndin er að verði haldin á
heilsugæslustöðvum úti á landi. 1 lokin
verða almennar umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri verður Ólafur ðlafsson land-
læknir.
Pétur Jónasson gítarleikari
á ferð og flugi
Næstu daga mun Pétur Jónasson gítar-
leikari ferðast um landið og halda tón-
leika. Fyrsti áfangastaður er í Keflavík í
dag 16. október og mun hann spila fyrir
nemendur Tónlistarskólans og um kvöldið
kl. 20.30 verða tónleikar í Glóðinni á veg-
um Tónlistarfélagsins. Mánudaginn 20.
október heldur hann til Blönduóss og mun
halda þrenna tónleika í skólum þar á
staðnum. Síðustu tónleikarnir verða á
Akureyri miðvikudaginn 22. október kl.
20.30 og verða þeir haldnir í einu elsta
húsinu á Akureyri, Gamla lundi við Eiðs-
völl. Húsið hefur verið gert upp sem
sýninga- og tónleikasalur og verða tón-
leikar Péturs þeir fyrstu sem eru haldnir
þar. Á efnisskránni eru verk eftir spönsku
tónskáldin Tarrega og Moreno-Torroba
og mexíkanska tónskáldið Manuel M.
Ponce og Five Studies on „Jakob’s ladd-
er“ eftir Hafliða Hallgrímsson.
í gærkvöldi
Bjargey Ólafsdóttir nemi:
Tónlist af myndböndum
í staðinn fyrir klukkuna
Prúðuleikaramir voru góðir.
Sjúkrahúsið í Svartaskógi var líka
ágætt. Ég horfði aðeins á Dallas í
Stöð 2 og fannst það ekkert sér-
stakt. Mér þykir yfirleitt leiðinlegt
að horfa á mikið af framhaldsþáttum
þar sem maður má helst ekki missa
einn þátt úr. Ég reyni yfirleitt að
horfa á það sem mér þykir skemmti-
legt eins og til dæmis Fyrirmyndar-
föður, skemmtilegar bíómyndir og
svo fylgist ég með sakamálaþættin-
um Vitni deyr. Það er mjög góður
þáttur.
Mér finnst að það mætti vera
meira um nýtt popp á myndböndum
í RÚV sjónvarpinu. Það mætti til
dæmis vera á undan fréttum í stað-
inn fyrir þessa klukku sem allir eru
orðnir hundleiðir á, hún mætti alveg
missa sín. Annars þykir mér æðislegt
að það eru komnar tvær sjónvarps-
stöðvar. Gamla sjónvarpsstöðin
hefur strax batnað mikið við sam-
keppnina. Þannig að þetta hefur
verið til góðs.
Ég hlusta oftast á Bylgjuna þegar
ég hlusta á útvarp. Poppið á sunnu-
dögum er ógeðslega gott, Vilborg
Halldórsdóttir líka, hún er svo frum-
leg. Stundum hlusta ég á rás 2. I
sumar hlustaði ég til dæmis alltaf á
morgunþáttinn en er hætt því síðan
ég byrjaði í skólanum.
Aðalfundur Foreldra- og
kennarafélags Hagaskóla
verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 16.
október, kl. 20.30 í Hagaskóla. Venjuleg
aðalfundarstörf, kjör nýrra stjórnarmanna
og Björn Jónsson skólastjóri segir frá nýj-
ungum í skólastarfinu.
Glímudeild KR
Æfingar í glímu hefjast þriðjudaginn 21.
október og verða þær í vetur á þriðjudög-
um og föstudögum frá kl. 19-21.30 í
íþróttahúsi Melaskóla. Nánari upplýsing-
ar gefa Ásgeir Víglundsson í síma 15287
og Ólafur Haukur Ólafsson í síma 19438.
Ricard’os Jazzmenn
á Borginni.
Ricard’os Jazzmenn er ein af elstu jazz-
hljómsveitum í Danmörku. Þeir byrjuðu
fyrst að spila 1955 í Cap Horn klúbbnum
í Nyhavn. Frá 1966 til 1972 spiluðu þeir
fast í veitingahúsinu Vingarden. Frá 1972
til 1980 léku þeir félagar í þeim þekkta
klúbb „De tre musketerer“ í Kaupmanna-
höfn. Þeir hafa einnig ferðast um
Danmörku og troðið upp í öllum helstu
jassklúbbum Danaveldis. Ricard’os Jazz-
menn munu leika á Hótel Borg í kvöld.
Tíu ára afmælisþing Þroska-
hjálpar
Næstkomandi föstudag og laugardag verð-
ur haldið að Hótel Loftleiðum afmælisþing
Landssamtakanna Þroskahjálpar en í dag
eru liðin tíu ár frá stofnun samtakanna.
Félögin sem stóðu að stofnun Þroska-
hjálpar á sínum tíma voru 13 talsins og
markmiðið var að sameina í eina heild þau
félög sem unnu að málefnum fatlaðra,
ekki síst barna og ungmenna, í því skyni
að tryggja þeim fullt jafnrétti og sambæri-
leg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna.
I lögum samtakanna segir að þeim beri
að koma fram sem leiðandi aðili gagnvart
stjómvöldum í málefnum fatlaðra, bæði
sem samstarfsaðili og baráttuaðili fyrir
rétti þeirra. Afrakstur þess starfs er ótví-
ræður og ekki síst hefur lagaleg staða
fatlaðra gjörbreyst og leitt til afgerandi
stefnubreytingar í uppbyggingu þjónustu
víða um land. Því er hins vegar ekki að
leyna að enn á íslenskt þjóðfélag talsvert
langt í land með að tryggja fötluðu fólki
fullkomna þátttöku og jafnrétti í raun. Á
það við bæði á sviði menntunar, atvinnu-
og húsnæðismála og því er þörfin fyrir
samtök á borð við Þroskahjálp enn sem
fyrr brýn.
Nú eru aðildarfélög Þroskahjálpar
helmingi fleiri en í upphafi eða 26 talsins
og em þau fyrst og fremst foreldra- og
styrktarfélög þeirra sem ekki geta barist
fyrir hagsmunum sínum sjálfir, sem og
fagfélög fóks sem hefur sérhæft sig í þjálf-
un og kennslu fatlaðra. Félagar eru um
6500 um land allt.
Amælisþingið verður sett í Kristalssal
Hótel Loftleiða föstudaginn 17. október
kl. 13.30. Þema þess er: Hvað hefur áunn-
ist? Hvað er framundan? Framsögumenn
munu íjalla um efnið, auk þess sem kynnt-
ar verða niðurstöður könnunar sem unnin
hefur verið á vegum Þroskahjálpar og
íjallar um þróun vistunar- og húsnæðis-
mála þroskaheftra undangenginn áratug,
fjárframlög hins opinbera og mat á fram-
tíðarþörf í þessum efnum.
Þingslit eru áætluð um kl. 15.30 laugar-
daginn 18. október.
Þingið er opið öllum áhugamönnum um
málefni fatlaðra.
Árbæjarsókn
Hafin er leikfimi fyrir eldra fólk í safnað-
arheimilinu á þriðjudögum kl. 14. Leik-
fimin kostar ekkert. Kennari er Halldóra
Friðriksdóttir leikfimikennari. Upplýsing-
ar um fótsnyrtinguna eru hjá Svövu
Bjarnadóttur í síma 84002.
Húnvetningafélagið
Spiluð verður félagsvist laugardaginn 18.
október kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni
17. Allir velkomnir.
SPRON styrkir meistaralið
Gróttu
Þriðjudaginn 30. september sl. voru þrjú
ár liðin frá því að Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis opnaði sitt fyrsta útibú að
Austurströnd 3, Seltjarnarnesi.
Frá upphafi hafa Seltirningar tekið
sparisjóðnum vel og hefur hann á þessum
starfstíma dafnað, vaxið og öðlast traust
bæjarbúa. Þessi þrjú ár hefur SPRON Sel-
tjarnarnesi reynt að styðja æsku bæjarins
með ýmsu móti eins og smágjöfum eða
styrkjum til íþróttaiðkana o.fl. og reynt
þannig að stuðla að heilbrigðara og betra
lffi.
Nú vill SPRON Seltjarnamesi gera enn
betur og hefur ákveðið að styrkja meist-
aralið Gróttu í handbolta karla þetta
keppnistímabil, sem nú er að hefjast. 1 lið-
inu eru ungir og efnilegir menn sem munu
spila í 2. deild í vetur og hefur Guðmund-
ur Magnússon verið ráðinn þjálfari liðs-
ins. Meistaraflokkur Gróttu í handbolta
spilar nú í nýjum búningum sem merktir
em SPRON Seltjarnarnesi og vom bún-
ingarnir formlega teknir í notkun á
afmælisdegi útibúsins.
Meðfylgjandi mynd var tekin við það
tækifæri er meistaraflokkurinn og stjórn
handknattleiksdeildar Gróttu þágu veit-
ingarstarfsmanna SPRON Seltjarnarnesi.
Ný kiljuútgáfa af skáldsögu
Einars Kárasonar.
Mál og menning hefur sent frá sér nýja
kiljuútgáfu af skáldsögu Einars Kárason-
ar, Þar sem Djöflaeyjan ris. Þessi bók kom
fyrst út haustið 1983 og hlaut þá góðar
viðtökur. I fyrra var hún endurútgefin sem
kilja og er sú útgáfa uppseld. Þriðja út-
gáfa bókarinnar er gerð í tíu þúsund
eintökum, sem líklega er eitt stærsta upp-
lag sem prentað hefur verið í einu af
íslenskri skáldsögu. Helmingur upplagsins
er ætlaður Uglunni - íslenska kiljuklúbb-
num, þar sem hún verður aukabók með
þriðja pakka klúbbsins en afgangur upp-
lagsins er ætlaður-skólum og til sölu á
almennum markaði. Sögusvið Djöflaeyj-
unnar er Reykjavík sjötta áratugarins,
með „Thulekampinn" og skrautlega íbúa
hans í miðdepli. Sú nýbreytni var tekin
upp við þessa útgáfu að í hana var aukið
16 blaðsíðum af ljósmyndum frá Reykjavík
sögutímans og eru það flest myndir frá
braggahverfum sem nú eru horfin með
öllu. Þar sem Djöflaeyjan rís er 224 blað-
síður að stærð í kiljubroti og prentuð í
Danmörku. Kápu gerði Guðjón Ketilsson.