Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 18
18
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
TIL SÖLU BYGGINGAKRANI
af gerðinni Liebherr 22k/32 árg. 72. Upplýsingar eftir
kl. 19.00 í síma 98-2696 og 98-2448.
AUGLÝSING
Viöskiptaráðuneytið óskar að ráða ungling til sendils-
starfa nú þegar.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu Arnarhváli fyr-
ir 23. þ.m.
13. október 1986.
Viðskiptaráðuneytið.
VILTU SYIMGJA í KÓR
og öðlast þjálfun í nótnalestri og raddbeitingu? Ef svo
er vertu þá velkominn í Samkór Neskirkju, það kostar
ekkert.
Æfingar eru á þriðjud. og fimmtud. kl. 18.30-20.00.
Hvort þú vilt syngja á sunnud. kemur seinna í Ijós og
er samkomulagsatriði.
Hafið samband við söngstjórann, Reyni Jónasson, í
síma 25891 eða 16783.
Til sölu
notuð
skrifstofuhúsgögn:
skrifborð - stólar - fundaborð -
afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira.
I EINSTAKT
l TÆKIFÆRI
Opið í dag kl. 14-19,
laugardag kl. 14-16.
Komið í Síðumúla 12f 2. hæð.
Dagblaðið-Vísir
Við erum með hagstœðu
I . *
FIAT varohlutir
♦Alternatorar
ísendar
Spindllkúlur
Vatnsdœlur
Mlöstöðvar og mótorar
Ljós og perur
Hjá HÁBERGi fœrðu skjóta úrlausn,
eða faglega ábendingu um hvar
þú gerir hagkvœm innkaup
Póstkröfur afgreiddarsamdœgurs.
Sími 91-84788
Menniiig
Metróður í
verbðarbyrjun
Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i
Háskólabiói 9. október.
Stjómandi: Klauspeter Seibel.
Einleikari: Vovka Ashkenazy.
Etnisskrá: Woltgang Amadeus Mozart:
Forleikur aö Don Giovanni og Píanókon-
sert í D-dúr KV 537 (Krýningarkonsertinn);
Johannes Brahms: Sintónia nr. 1 i c-moll
op. 68.
Vetrarvertíð Sinfóníuhljómsveit-
arinnar okkar hófet rétt eftir að
fréttaheimurinn hafði staðið á önd-
inni yfir komu Reagans Bandaríkja-
forseta hingað til lands. Kannski var
það táknræn tilviljun að einleikari
kvöldsins skyldi vera ungur Islend-
ingur, fæddur í öðru stórveldanna,
hverra höfuðpaurar makka um
skiptingu valda í heiminum í
Reykjavík og heimurinn stendur svo
á öndinni yfir að jafnvel veðrið í
borginni er orðið fastur liður í frétt-
um flestra sjónvarpsstöðva erlendis.
Tákn um hugarfarsbreytingu
—til góðs
En það voru önnur tákn hjá hljóm-
sveitinni okkar sem mér þótti afar
vænt um að verða var við. Á femum
fyrstu tónleikum hennar em einleik-
aramir íslenskir, allt ungir og
mikilhæfir listamenn. Um orsakir
þeirrar hugarfarsbreytingár, sem val
þetta lýsir, gildir einu. Staðreyndin
er sú að við eigum orðið dágóðan
Kóp frambærilegra einleikara og
hljómsveitin okkar hefur skyldum
við þá að gegna, ekki síður en tón-
skáldin, áheyrenduma og tönlistina
Tónlist
Eyjólfur Melsted
sjálfa. Tónskáldin em svo kannski
ekki alveg jafnhrifin af sínum hlut
og ég af hlut einleikaranna okkar.
Sérstakt ástand
I upphafi tónleikanna var Jean-
Pierre Jacquillat minnst á látlausan
hátt með stuttu ávarpi og með því
að leika Pavaninn þann fræga eftir
Ravel, en á Ravel held ég að Jacqu-
illat hafi haft mestar mætur af öllum
tónskáldum. Blessuð sé hans minn-
ing og þökk fyrir það sem hann vann
gott með hljómsveitinni.
Það fer ekki á milli mála að hljóm-
sveitin okkar kemst í sérstakt ástand
þegar hún vinnur með Klauspeter
Seibel. Hún skilar einfaldlega sínu
besta og hér var engin undantekning
á því. Hreinn og tær Mozart
streymdi fram, bæði í Don Giovanni
forleiknum og í Krýningarkónsert-
inum. Og Stefán okkar Ashkenazy
lék hann líka mjög laglega þótt svo-
litlir hnökrar væm á, einkum í fyrsta
kaflanum.
Vel „brahmsað"
En það var lokaverkefrii tónleik-
anna sem endanlega skar úr um
hversu góðir, já feikngóðir, þeir
vom. Þetta var sko Brahms i lagi.
Kannski hefur hljómsveitin okkar
einhvem tíma spilað Brahms betur,
en varla miklu betur en þetta. Þegar
ég fór á sínum tíma að hlusta á sin-
fóníur Brahms fannst mér þær
líkastar hraunstraumi sem ylti fram.
Hér fann ég þessa gömlu tilfinningu
hreina og klára. Já, það var ekki
verið að sáldra, eða strá þessu yfir
mannskapinn, eins og stundum hef-
ur orðið, heldur velt yfir áheyrendur
með fullu afli. Þar var nú aldeilis
vel „brahmsað" og ekki ónýtt að fá
svona metróður í byrjun vertíðar.
EM
Vovka Ashkenazy.