Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. Fréttir Gert ráð fyrir þaki á námslán - í tillögum nefndar stjómarflokkanna Samkvæmt því sem lagt er til í niðurstöðum nefhdar stjómarflokk- anna, sem skipuð var til þess að samræma sjónarmið flokkanna varðandi málefni LÍN, þá verður sett þak á námslán við 1100 til 1200 þúsund krónur sem endurgreidd em með óbreyttum kjörum. Nefndin skilaði tillögum sínum til mennta- málaráðherra í síðustu viku. Það sem námsmenn fá lánað fram yfir ættu þeir að greiða á 15 árum með almennum útlánsvöxtum banka. Lántöku- og innheimtugjöld Ennfremur er lagt til að tekið verði 1% lántökugjald og innheimtugjöld, sem stjóm sjóðsins ákveður, af al- mennum lánum. Hvað varðar viðbótarlánin er lagt til að það verði í höndum stjómar sjóðsins að ákveða lántökugjald, innheimtu- gjöld og aðra þóknun af viðbótarlán- um. Námsstyrkjanefnd Lagt er til að stofhuð verði náms- styrkjanefhd sem veiti styrki til doktors- og mastersnáms sem og ef ekki er hægt að stunda sambærilegt nám hér á landi. Gert er ráð fyrir að nefhdin fái sérstaka fjárveitingu á íjárlögum og falli hún ekki beinlín- is undir lánasjóðinn, en námsmenn yrðu að sækja sérstaklega um styrki til nefhdarinnar. Samstaða í nefndinni Tillögumar hafa ekki verið kynnt- ar þingflokkum stjómarflokkanna en þær eru nú til umfjöllunar hjá námsmannahreyfingunum. En sam- staða mun hafa verið í nefndinni um tillögumar. -SJ VIKAN-VIKAN NÝ OG FERSK VIKA - VIKULEGA HEIMSVIÐBUTtÐUR Á ÍSLÆNDI 16 síðna biaðauki um iGiðtogafimdirm H0LLYW00D - STIRNI - SEINNI HLUTI KYNNINGAR Á H0LLYW00D-STJÖRNUM. Bókakynning VIKUNNAR. Ástarbréf til Ara. „Samviskubit er tímasóun" segir Don Johnson í Vikunni. Bjarni Tryggvason trúbador segir frá ferli sínum á tónlistarsviðinu. Hakkréttur í eldhúsinu, drengjapeysur í handa- vinnuþættinum, sakamálasaga, stjörnuspá, krossgátur, videoþáttur og fleira. í strætó í Amsterdam - Aþenu - Búdapest - Jerúsalem - Kaíró - Stuttgart og Reykjavík. Sérstök ökuferð. 16 síðna blaðauki um leiðtogafundinn. HEIMSVIÐBURÐUR Á ÍSLANDI. ELÍSABET F. EIRÍKSDÓTTIR - T0SCA í VIKUVIÐTALINU. ÁST, HATUR, AFBRÝÐI = LJÚFFENGUR KÖKUBITI. Eyjólfur Sveinsson: „List illa á tillögumar við fyrstu sýn“ „Mér líst illa á tillögumar við fyrstu sýn. Ég tel að þar sé varpað fyrir róða grundvallarforsendum sem mennta- kerfið byggir á, þ.e. að fólk eigi að geta stundað nám óháð fjárhag, búsetu og kyni,“ sagði Eyjólfur Sveinsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla fs- lands, þegar DV innti hann álits á tillögum nefndar stjómarflokkanna um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hann taldi að þakið sem væri gert ráð fyrir hefði það í för með sér að t.d. fólk með böm og fólk utan af landi kæmist mun fyrr að þessu hámarki en aðrir og því hefði það fólk i raun styttri tíma til að ljúka náminu. „Ég tel vera mikla mótsögn í því að hafa félagslegar forsendur í úthlutun- arreglunum en setja svo þak á lánin sem gerir það að verkum að fólki er alvarlega mismunað," sagði Eyjólfur. Námsmannahreyfingamar fjórar, SHÍ, SÍNE, BÍSN og ISNÍ, vinna sam- an við að yfirfara tillögumar og átti Eyjólfur von á þó nokkrum athuga- semdum frá þeim. -SJ Finnur Ingótfsson: Á móti lán- tökugjald- inu en styð- ur tillögumar „Það bar mikið á milli í upphafi inn- an nefiidarinnar. Það má t.d. benda á að aðeins eitt atriði, sem kom fram í skýrslu menntamálaráðherra í vor, er inni í þessum tillögum og það er lán- tökugjaldið sem ég er á móti þó svo að ég styðji tillögumar enda náðist samstaða innan nefndarinnar um þær,“ sagði Finnur Ingólfsson í sam- tali við DV í gær en hann sat í nefnd stjómarflokkanna um LÍN sem einn af fulltrúum Framsóknarflokksins. -SJ ^ Notar þú Gold Sonne/RS WOLFF SYSTEM Það gera vandlátir. BEIUC0, s. (91)-21945._

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.