Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Síða 15
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
15
Enginn vill lifa
verðbólguárin
að nýju
„Formaður Sjálfstæöisflokksins, Þorsteinn Pálsson, tók að sér það erfiða
hlutverk að setjast í émbætti fjármálaráðherra en við það skapaðist meiri
trunaður milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins en áður hafði verið.“
Við því er að búast að meiri harka
færist í þjóðmálin nú þegar Alþingi
hefur verið sett og kosningar eru á
næsta leiti. Stjómarandstaðan er að
þreifa fyrir sér hvar húnt telji að
ríkisstjómin sé veikust fyrir. Á hinn
bóginn munu stjómarflokkamir tí-
unda þann bata sem nrðið hefur í
efnahags- og atvinnumálum.
10% verðbólga, einstæður
árangur
Við sjálfstæðismenn lögðum á það
höfuðáherslu fyrir síðustu kosningar
að við myndum ekki standa að
neinni þeirri ríkisstjóm sem ekki
tækist á við verðbólguvandann,
minnugir þeirra orða Ólafs Thors
að öll stjómmálabarátta væri til
einskis nema tækist að vinna bug á
verðbólgunni. í stórum dráttum hef-
ur tekist að ná þessu markmiði. Eins
og nú horfir er jafhvel við því að
búast að verðbólgan frá upphafi til
loka árs verði um 10%, sem er ein-
stæður árangur, h'ka þótt tillit sé til
þess tekið að við höfum nú um sinn
búið við góðæri bæði inn á við og
út á við.
Ég er ekki í vafa um að samning-
amir á sl. vetri skiptu sköpum.
Sömuleiðis verður ekki í efa dregið
að það sem gerði þá mögulega var
sú breyting sem varð á ríkisstjóm-
inni. Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Þorsteinn Pálsson, tók að sér það
erfiða hlutverk að setjast í embætti
fjármálaráðherra en við það skapað-
KjaUarLnn
Halldór
Blöndal
þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
ist meiri trúnaðui' milli stjómvalda
og aðila vinnumarkaðarins en áður
hafði verið. Nú skiptir mestu við
samningsgerðina eftir áramótin að
áfram verði haldið á sömu braut við
gerð kjarasamninga þannig að sá
bati, sem orðið hefur í efhahagslíf-
inu, haldist og takist að koma á
jafnvægi inn á við sem út á við.
Skapast hefur heilbrigður
rekstrargrundvöllur
Auðvitað var við því að búast að
þau löngu og ströngu verðbólguár
hefðu skekkt gmnn efnahagslífsins
svo að nokkum tíma tæki að jafna
sig. Þannig blasir við að einstök fyr-
irtæki í hinum ýmsu atvinnugrein-
um eiga nú við erfiðleika að etja sem
þau verða að vinna sig út úr. Hitt
er auðvitað þyngra á metunum að
tekist hefur að skapa almennt heil-
brigðan rekstrargmndvöll vel
rekinna og efnahagslega sjálfstæðra
fyrirtækja. Ef stöðugleikinn helst
mun sú aukna áhersla, sem stjóm-
endur fyrirtækja nú leggja á hvers
konar hagræðingu og endurskipu-
lagningu, skila sér í aukinni fram-
leiðni og þar með bættum lífskjörum
öllum til handa.
Með sama hætti hafa augu manna
nú opnast fyrir þvf að launakjörum
í landinu er meira misskipt en menn
vildu viðurkenna meðan verðbólgan
glapti þeim sýn. Það verður eitt van-
dasamasta og þýðingarmesta verkef-
nið í næstu kjarasamningum að
koma þar leiðréttingu á þannig að
allir megi njóta góðærisins og batans
í efnahagslífinu.
Tíml gefst til umbóta
Auðvitað em efnahagsmálin stöð-
ugt verkefhi stjómvalda en mikli
munurinn nú og áður er hins vegar
sá að eftir að tekist hefur að hreinsa
til, - moka fjósið, - gefst meiri tími
en ella til margvíslegra umbóta, jafnt
í ríkisfjármálum sem peningamálum
þjóðarinnar yfirhöfuð að tala. Auk-
inn innlendur spamaður vekur vonir
um að á næstu misserum muni okk-
ur takast að höggva vemlega í þann
erlenda skuldabagga sem hlaðist
hefur upp og haldið lífskjörum niðri
um sinn. Nú hafa í þeim efhum orð-
ið þau kapítulaskipti að hvort
tveggja gerist í senn að ráðstöfunar-
tekjur heimilanna em sennilega
meiri en nokkm sinni fyrr að mati
Þjóðhagsstofhunar og afborganir og
vextir af erlendum lánum minnkandi
hluti landsframleiðslu. I nýju fjár-
lagafrumvarpi eru boðaðar um-
fangsmiklar breytingar á tekjuöfl-
unarkerfi ríkisins og meira
frjálsræði ríkir í peningamálum en
áður. Loks hefur tekist, í góðri sam-
vinnu við aðila vinnumarkaðarins,
að finna þá lausn á húsnæðismálun-
um sem viðunandi er og nauðsynlegt
að reynsla komist á áður en fitjað
er upp á öðm nýju.
Ég hef hér í fáum orðum gert grein
fyrir þeirri miklu breytingu sem orð-
ið hefur í íslensku þjóðfélagi. Mér
er nær að halda að hún sé svo mikil
að menn eigi örðugt með að hugsa
sér hvemig þeir gátu komist af í
fyrra ástandi, þegar vömverð
kannske tvöfaldaðist á nokkurra
mánaða fresti og fjárskuldbindingar
uxu mönnum yfir höfuð. Enginn vill
hverfa aftur til þeirra daga. Það er
besti mælikvarðinn á hvort þessi rík-
isstjórn hafi haft erindi sem erfiði.
Halldór Blöndal
„Nú skiptir mestu við samningsgerðina
eftir áramótin að áfram verði haldið á
sömu braut við gerð kjarasamninga þann-
ig að sá bati, sem orðið hefur í efnahagslíf-
inu, haldist og takist að koma á jafnvægi
inn á við sem út á við.“
Stjómmál em lífið í kringum okkur
Stjómmál em enginn sérstakur
málaflokkur sem fáeinir menn ræða
á Alþingi eða á bakvið lokaðar dyr
í ráðuneytum. Stjómmál em heldur
ekki þurrir dagskrárliðir á lands-
fundum stjómmálaflokka. Stjómmál
em alls engin einkamál sem almenn-
ingur hefur ekki aðgang að.
Stjómmál em allt annað og meira.
Þau em einfaldlega mál fólksins í
landinu. Þau em efnahagur heimil-
anna og efhahagur fyrirtækjanna.
Þau em daglega lífið í kringum okk-
ur. Það em stjómmál.
Deyfðin
Síðustu vikumar hef ég tekið þátt
í prófkjörsslag í fyrsta skipti á
ævinni. Ég hef bæði talað við fólk í
síma og lagt land undir fót að hitta
kjósendur. Heimsótt félög og hópa
KjaUarinn
Ásgeir Hannes
Eiríksson
verslunarmaður
„Stjórnmál eru allt annað og meira. Þau
eru einfaldlega mál fólksins í landinu. Þau
eru efnahagur heimilanna og efnahagur
fyrirtækjanna. Þau eru daglega lífið í
kringum okkur.“
og farið á vinnustaði. Hvarvetna vel
tekið. Margir nýir félagar hafa í leið-
inni gengið í Sjálfstæðisflokkinn.
Flestir sem ég hitti spurðu mig
spjömnum úr og ég spurði marga.
Hjá nokkrum talaði ég fyrir daufum
eyrum og einn og einn hafði allt á
homum sér. Það gerir ekkert til.
En að öllu samanlögðu er það
einkum eitt mál sem hrellir mig nú
í lok minnar prófkjörssóknar. Það
er deyfðin i kringum pólitíska starfið
í borginni. Það er eins og fólkið
hafi engan áhuga lengur. Það er
vont mál. Ekki bara fyrir stjóm-
málaflokkana heldur aðallega fyrir
fólkið sjálft.
Tökin
Því þegar fólkið hefur misst áhug-
ann fyrir daglegu lífi sínu er voðinn
vís. Þar tekur kerfið við. Þegar fólk-
ið linar tökin á umhverfinu herðir
kerfið tökin á móti. Það er lögmálið.
Og þetta lögmál lætur ekki að sér
hæða. Einn góðan veðurdag getum
við vaknað við vondan draum og þá
er orðið um seinan.
Mér stendur sjálfum nokk á sama
um aðra flokka en Sjálfstæðisflokk-
inn. Þeir mega mín vegna leggja upp
laupana í einfaldri röð. En aflið i
Sjálfstæðisflokknum er of veigamik-
ið fyrir fólkið í landinu að við svo
búiö megi una. Því það er aflið í
Sjálfstæðisflokknum sem hefur fest
kjölinn á þjóðfélaginu hin síðari ár.
Það má ekki dvína.
Sóknin
En nú ber vel í veiði fyrir þá sem
em á sama máli og ég. Sjálfstæðis-
flokkurinn efhir til prófkjörsfundar
á laugardaginn kemur. Þar gefst
flokksmönnum kostur á að velja
frambjóðendur á lista flokksins í
næstu alþingiskosningum. Óflokks-
bundið fólk getur gengið í flokkinn
þar og notað atkvæðisréttinn strax.
Þetta prófkjör mega flokksmenn
ekki láta fram hjá sér fara. Heldur
herða sóknina. Sjálfstæðisflokkur-
inn þarf á glæsilegu prófkjöri að
halda á laugardaginn. Vilji flokkur-
inn ná til fjöldans verður fiöldinn
að velja sér fulltrúa á lista flokksins.
Eftir helgina er það um seinan.
Ásgeir Hannes Eiríksson.
„Þvi þegar fólkið hefur misst áhugann fyrir daglegu lifi sinu er voðinn vis. Þar tekur kerfið við. Þegar fólkið linar
tökin á umhverfinu herðir kerfiö tökin á móti. Það er lögmálið."