Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. Slátur Sláturtíðin í hámarki. Þú færö 5 slátur í kassaáaöeins .890.- Rúgmjöl 3 kg. af rúgmjöli í sláturgerðina á frábæru veröi kr. 58.50 Austurlenskur pottréttun SjóÖandi heiturtílbúinn á boróiö. , 150. Salatbarinn stórkostlegi. Þú velur úr völdu grænmeti. TilbúiÖ á borðið. Heitar stórsteikur. Fyrirföstudagskvöld og laugardag. Frönsk smábrauð frá Myllunni. Ljúffengu smábrauðin sem eru ómissandi með hverri máltíð fös.M. 15-20, lau. kl. 10-16 Ferskirávextir holliroggóðir. Veislukjúklingur frá ísfugli. Nú verður kjúklingaveisla fös. kl. 13-20, lau. kl. 11-16. Lága verðið í algleymingi: FIJ\KE komflögur............kr. 158.00 TOWN HOUSE rúsínur, 425 gr.kr. 74.00 ÞRIÞÞS bjór, 1/2 lítri......kr. 37.75 SPAR bleiur, 36 stk. í pakka.. kr. 498.00 FERN eldhúsrúllur, 2 í pakka . kr. 59.90 FERN w.c. rúllur, 2 í pakka ... kr. 29.90 VEX þvottaefni, 3 kg. í pakka . kr. 235.00 TUSTELLOS morgunmatur frá SAFEWAY..................kr. 118.00 Okaui staður / MJÓDD Utlönd Sovéskt geimvamakerfi í notkun fyrir lok áratugarins? Ólaíur Amaraan, DV, New Yoric Það var þungbúið hér í stórborginni eftir helgina. Sama var uppi á teningn- um í hugum fólks. Leiðtogafundurinn í Reykjavík, sem eina stundina virtist ætla að verða tímamótaáfangi í sam- skiptum austurs og vesturs, hafði mistekist. Svo nærri en samt svo fjarri. Það voru og eru enn mjög skiptar skoðanir á meðal frammámanna í bandarískum stjómmálum um niður- stöðumar og fer það mjög eftir því hvar í flokki menn standa. Repúblik- anar standa almennt með sínum manni en demókratar em mun gagn- rýnni. Samt þora þeir í fæstum tilvik- um að gagnrýna Reagan afdráttar- laust, svona rétt fyrir kosningar, en Reagan er sem kunnugt er geysilega vinsæll meðal bandarísku þjóðarinnar og hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar snúið þjóðinni á sveif með Richard Nixon, fyrrum Bandarikjafor- sefi, er æ oftar kvaddur til ráðgjafar í málefnum er snerta samskiptin við Sovétmenn að undanförnu. Reagan forseti ráðgaðist til að mynda við Nix- on í síma í tvær klukkustundir á laugardagsmorgun, á fyrri viðræðu- degi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. sér er hann hefur sætt gagnrýni frá pólitískum andstæðingum. Gagnkvæm hagnýting stjörnu- striðsáætlunar Reagan flutti sjónvarpsávarp til þjóðarinnar á mánudagkvöld þar sem hann skýrði frá niðurstöðum Reykja- víkurfundarins. í ávarpi sínu var forsetinn mun bjartsýnni á framhaldið en Shultz utanríkisráðherra var í Reykjavík á sunnudaginn. Reagan sagði að hann hefði lagt til að stór- veldin eyddu öllum kjamorkuvopna- birgðum sínum á næsta áratug og bauðst til að bíða með geimvama- áætlun Bandaríkjanna í jafnlangan tíma. Að þeim tíma liðnum myndu Bandaríkjamenn bjóða Sovétmönnum aðgang að tækni þeirri er liggur til grundvallar geimvamaáætluninni. Þannig myndu bæði stórveldin eiga þess kost að hagnýta sér geimvama- áætlunina í sameiningu. Reagan sagði að reynslan af eíhdum Sovétríkjanna af fyrri afvopnunar- samningum væri slík að geimvama- áætlunin væri nauðsynleg trygging Bandaríkjanna í framtíðinni. Það hef- ur og einnig komið fram hér vestra að Bandaríkjam'enn telja sig hafa al- gera vissu fyrir því að Sovétmenn hafi í fjölda ára gert tilraunir með geislavopn úti í geimnum. í Saryshagan í Kasakhstan í Sovét- ríkjunum segja Bandaríkjamenn að Sovétmenn hafi komið upp gríðarlega mikilli leysigeislabyssu sem nú þegar á að geta skotið niður gervihnetti og gæti framtíðinni verið virkur hlekkur í geimvamakerfi Sovétmanna. Bandaríkjamenn telja að í lok þessa áratugar muni Sovétmenn hafa komið upp nothæfu geimvamakerfi. Það kerfi yrði að öllum líkindum ekki tæknilega samkeppnishæft við geim- vamakerfi það er Bandaríkjamenn hyggjast koma á laggimar og nefnt hefur verið stjömustríðsáætlun. Tefja Sovétmenn nú timann? Sérfræðingar hér vestra telja að Sov- étmenn vilji nú reyna að tefja tímann og reyna á meðan að komast jafiifætis Bandaríkjamönnum tæknilega. Það virðist sem gamalgróin tortryggni hafi ráðið úrslitum í Reykjavík, eins og svo oft áður. Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta á fundinum í Reykjavík mun hafa verið enginn annar en Richard Nixon, fyrr- um Bandaríkjaforseti, en hann er sá forseti sem mesta reynslu hefur af samskiptum við Sovétmenn. Nixon var vissulega ekki á Islandi en Reagan ræddi við hann í tvær klukkustundir snemma á laugardagsmorgun. Á Nixon að hafa varað Reagan við þvi að samþykkja tilboð frá Gor- batsjov, sem virtist of gott til að geta verið satt, og Bandaríkjaforseti virðist hafa tekið hann á orðinu. Nixon skip- ar nú æ meiri sess sem ráðgjafi Reaganstjómarinnar í utanríkismál- um og er óhætt að fullyrða að vegur hans og virðing fer ört vaxandi á nýj- an leik. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvert framhaldið verður í samskiptum stórveldanna nú að loknum Reykja- víkurfundi. I lok ávarps síns til bandarísku þjóðarinnar á mánudags- kvöld sagðist Reagan vera bjartsýnn á framtíðina og sagði árangur íslands- fundarins hafa verið mikinn. Sagði Reagan að dymar væm enn opnar og Bandaríkjamenn myndu ekki taka neitt tilboða sinna frá Reykjavík til baka. Hér í Bandaríkjunum em menn að velta fyrir sér hverjar verði afleiðingar fundarins um ókomna framtíð og kem- ur mönnum þá fyrst i hug geimvamaá- ætlun Reagans. Menn rekur minni til þess að það var geimvamaáætlunin er fékk Sovétmenn aftur að samninga- borðinu eftir að þeir höfðu farið í fussi. Reagan forseti hefur lagt áherslu á þetta atriði og segir að geimvamaá- ætlunin muni duga til að fá Gorbatsjov til að fallast á útrýmingu allra kjam- orkuvopna stórveldanna. Þúsund milljarðar dollara Það er ekki ólíklegt að niðurstöður fundarins í Reykjavík verði til þess að aukinn stuðnigur fáist við geim- vamaáætlun Reagans og að þing- menn, er hingað til hafa verið andsnúnir frekari fjárframlögum til rannsókna á sviði geimvamaáætlun- arinnar, muni nú gefa eftir og sam- þykkja rúmlega þúsund milljarða Bandaríkjadollara til verkefhisins á næstu árum og áratugum. Talið er fullvíst að þingkosningamar í næsta mánuði ráði úrslitum um nán- ustu framtíð geimvamaáætlunarinn- ar. Telja menn fullvíst að ef repúblik- anar halda meirihluta sínum í öldungadeildinni komi Gorbatsjov aft- ur að samningaborði innan skamms og reyni að semja vió Reagan meðan hann situr enn við völd. Ef hins vegar demókratar fara með sigur af hólmi í þingkosningunum telja menn að Gor- batsjov muni bíða þar til Reagan lætur af forsetaembætti og treysti á það að demókrötum vaxi ásmegin í banda- rískum stjómmálum, því það sé mun þægilegra að semja við þá og þeir séu mun eftirgefanlegri við samninga- borðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.