Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
Fréttír
Stríðið um Sjallann:
Máttlaus
flugeldasýning?
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
Stríðið um Sjallann milli stjómar
Akurs hf. sem rekur veitingastaðinn
og kjúklingamannanna svonefndu,
eigenda kjúklingastaðarins Crown
Chicken, er nú í algleymingi, aðeins
einum degi áður en Sjallinn verður
boðinn upp. Lögffóðir menn hafa
sagt við DV að þetta stríð sé mátt-
laus flugeldasýning, aðalmálið sé
nauðungaruppboðið sem auglýst
hefur verið á föstudaginn og fer fram
kl. 17.15. Aðalkröfuhafi er Iðnaðar-
banki Islands.
Stríðið um Sjallann snýst um hvort
eigendur kjúklingastaðarins Crown
Chicken, Þeir Jón Rafh Högnason
og Helgi Helgason hafi keypt hluta-
bréf þeirra Jóns Kr. Sólnes, Aðal-
geirs Finnssonar og Þórðar
Gunnarssonar þann 15. apríl sl., alls
tæplega 82% af hlutafé Sjallans.
Kjúklingamenn eru með kaup-
leigusamning við Sjallamenn.
Spumingin er hvort hann er í gildi
eða ekki, hvort honum var rift eða
ekki. Kjúklingamenn telja samning-
inn vera í gildi en Sjallamenn ekki.
Sjallamenn segja að aðeins hafi ve-
rið um viljayfirlýsingu að ræða, um
að þeir þremenningar vildu semja.
Samningurinn var lagður fyrir fóg-
etarétt á Akureyri í sumar. Kröfum
kjúklingamannanna um að fá afhent
hlutabréf stjómar Sjallans var hafn-
að. Ástæðan var sú að ekki ætti að
bera samninginn undir fógetarétt og
því brysti réttarfarsskilyrði fyrir
innsetningargerð afhendingu
skuldabréfanna.
„Við teljum að þessi úrskurður
héraðsdómara sé ábending um að
við förum aðrar leiðir fyrir dómstól-
um, sem og við ætlum að gera,“ sagði
Helgi Helgason, annar eigenda
Crown Chicken, við DV þann 29.
júlí sl.
Aðalgeir Finnsson sagði í sömu
frétt DV þann 29. júlí: „Af okkar
hálfú var ekki um samning að ræða
Skyldi verða dansað í Sjallartum
þessa dagana.
heldur aðeins viljayfirlýsingu um að
semja.“
Og Aðalgeir bætti við:„Við fengum
ekki það sem við vildum og það var
skýrt og skilmerkilegt hjá okkur að
samningaviðræðum væri lokið. Eins
fengum við ekki þær tryggingar hjá
þeim sem við vildum."
Það sem næst gerðist var að kjúkl-
ingamenn lögðu 19. september sl.
fram kröfu um lögbann við því að
fram færi fyrirhuguð aukning á
hlutafé í Akri á meðan óútkljáður
væri ágreiningur um fyrmefridan
kaupleigusamning.
Þann 3. október átti að taka kröf-
una um lögbannið fyrir en þvi var
þá frestað. Málið var svo flutt sl.
föstudag fyrir fógetarétti og þá fór
lögfræðingur þeirra stjómarmanna
í Akri fram á 40 milljóna króna
tryggingu sem kjúklingamenn ættu
að leggja fram áður en ákvörðun um
lögbann yrði tekin.
Tryggingin var tilkomin fyrir
skaðabótakröfú vegna hugsanlegs
tjóns hlutafélagsins og hlutaðeig-
andi einstaklinga, vegna lögbanns-
ins þ.e.a.s. ef lögbannið reynist ekki
á rökum reist þegar til kemur.
Krafan var byggð á lögum um kyrr-
setningu og lögbann.
um næstu helgi? spyrja Akureyringar.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðs-
dómari hefur nú til úrskurðar hvort
og þá hversu háa tryggingu þurfi að
leggja firam til þess að krafan um
lögbannið fari til úrskurðar.
En sagan var ekki öll sl. föstudag.
Eftir lokun hjá bæjarfógetaembætt-
inu lagði Haraldur Blöndal hrl. ffarn
kröfú um kyrrsetningu allra eigna
kjúklingamannanna, þeirra Jóns og
Fréttaljós
Jón. G. Hauksson
Helga. Kröfúmar voru hvor að upp-
hæð 6 milljónir króna.
Önnur krafan var frá Akri hf„ hin
frá þrem stærstu hluthöfunum, þeim
Jóni Kr. Sólnes, Aðalgeiri Finnssyni
og Þórði Gunnarssyni. Eftir að
bankatrygging að upphæð 3 milljón-
ir króna var lögð fram fór kyrrsetn-
ing fram en hin var dregin til baka
þegar ljóst var að eignir kjúklinga-
mannanna dygðu ekki til.
„Ég get staðfest að þeir komu
hingað til embættisins eftir lokun.
Þeir sóttu málið mjög hart og eftir
að gögn vom lögð fram og banka-
tryggingin kom afgreiddi ég málið,"
sagði Amar Sigfússon, fulltrúi bæj-
arfógeta, við DV í gær.
Amar sagði ennfremur að í 10.
grein laga um kyrrsetningu og lög-
bann væri gert ráð fyrir því sem
meginreglu að gerðarþolar væm
ekki látnir vita af kyrrsetningu fyr-
irfram.
Sú staða er því komin upp að fyrst
kjúklingamenn áttu ekki eignir fyrir
öllum kröfum er í rauninni kominn
gmndvöllur fyrir beiðni um gjald-
þrot hjá þeim því kyrrsetning, sem
er árangurslaus að hluta, getur verið
gmndvöllur fyrir slíku.
„Þetta þýðir með öðrum orðum að
með kyrrsetningunni geta kjúkl-
ingamenn ekki ráðstafað eignum
sínum og ef einhver þriðji aðili á
kröfur á hendur þeim getur hann
krafist þess að þeir verði lýstir gjald-
þrota. Vægast sagt óvænt staða fyrir
kjúklingamenn.
Staðan nú er því sú að ekki hefur
verið sett lögbann á hlutafjárútboð
Akurs hf. og eftir á að staðfesta kyrr-
setningu eigna kjúklingamannanna
fyrir héraðsdómi. Og enn hefúr það
ekki verið lagt fram fyrir héraðsdóm
hvort umræddur kaupsamningur
kjúklingamannanna á hlutabréfum
stjómarmanna Sjallans er í gildi eða
ekki.
Lögfiróðir menn, sem DV hefúr
rætt við og standa utan við þessa
deilu, hafa lýst þessum síðustu at-
burðum sem máttlausri flugeldasýn-
ingu. Aðalmálið sé auðvitað
nauðungaruppboðið, sem fara á fram
á Sjallanum á föstudag, en það er
annað og síðasta uppboðið. Hver á
Sjallann eftir það skiptir öllu máli
því við þann aðila verður að semja.
En Sjallamenn telja nú sem sagt að
kjúklingamenn hafi svert orð þeirra,
þeir hafi ekki getað aukið hlutafé
sitt um 40 milljónir eins og ætlunin
var. Akureyringar sjálfir spyija sig
þó nú reyndar mest um hvort Sjall-
inn verði opinn nú um helgina eða
ekki.
Skákmönnum
fjölgar
á launaskrá
Fjárlagaliðurinn „stórmeistarar
í skák“ þrefaldast á milli ára vegna
fjölgunar stórmeistara þjóðarinn-
ar.
í fjárlagafrumvarpinu fyrir
næsta ár er gert ráð fyrir 2,2 millj-
ónum króna í laun til stórmeistara.
í frumvarpinu í fyrra var þessi
upphæð 700 þúsund krónur.
Hver stórmeistari fær laun frá
ríkinu sem miðast við laun
menntaskólakennara. -KMU
Sjónvarp í Eyjafiröi:
Mikið spurt um lykla
Ján G. Haukssan, DV, Akureyii
Mikill áhugi virðist nú á efni
Stöðvar 2 sem Eyfirska sjónvarps-
félagið ætlar að hefja sýningar á á
Akureyri og í nágrenni í nóvember
næstkomandi. Mikið er spurt um
lyklana í versluninni Akurvík og
í fyrradag voru þar pantaðir 60
lyklar á skömmum tíma. Akurvík
er eina verslunin á Akureyri sem
selur lyklana.
Auk þeirra, sem pantað hafa
lykla, hafa mjög margir spurt um
þá. Lykillinn kostar 11.200. Hægt
er að fá hann með greiðsluskilmál-
um, borga 2500 krónur út og
eftirstöðvamar á tíu mánuðum, en
þannig hækkar lykillinn í 11.800
krónur.
Sumarhús enn
í rannsókn
Mál Páls Jónssonar, er kærður
var fyrir að selja íslendingum sum-
arhús á Spáni sem í raun og veru
voru ekki til, er enn í rannsókn
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Að sögn Erlu Jónsdóttur hjá RLR
er óvist hvenær línur skýrast í
málinu,
Verksmiðjustjóri á Raufarhöfn
kærði Pál fyrir að standa ekki skil
á 700 þúsund krónum sem var út-
borgun í sumarhús og átti að fara
til spænskra seljenda. Við yfir-
heyrslur játaði Páll stuldinn og var
settur í farbann.
Fjölmargir aðrir einstaklingar
og félagasamtök hafa tapað fé í
viðskiptum sínum við Pál Jónsson
en ekki kært hann. Lögfræðingur
þeirra hefúr unnið að því að koma
ábyrgðinni yfir á spænska aðila
sem Páll var umboðsmaður fyrir.
-EIR
I dag mælir Dagfari
Fækkum fötum
Þegar leiðtogafundurinn stóð yfir
og fréttaleysið var í algleymingi var
tekið til þess ráðs að kalla í Hólm-
fríði Karlsdóttur heim frá útlöndum
til að skemmta erlendu fréttmönn-
unum. Þetta var að vísu mesti óþarfi
því hér heima var nóg af fallegu
kvenfólki fyrir sem beið á veitinga-
stöðunum með óþreyju eftir að hafa
ofan af fyrir útlendingunum. Sú
þjónusta fór að mestu fyrir ofan garð
og neðan vegna þess að erlendu
fréttamennimir vom komnir hingað
til lands til að vinna en ekki til að
sækja skemmtistaðina og brast út
mikil reiði meðal heimamanna þegar
þetta kom í ljós. íslendingar, sem
sendir em erlendis á ráðstefnur, em
nefnilega vanastir því að sækja
skemmtistaðina betur heldur en
fundina og skildu þess vegna ekki
vinnugleði útlendinganna. En það
er nú önnur Ella eins og kerlingin
sagði.
Hófí kom sem sagt heim eins og
þjóðrækinni fegurðardrottningu
sæmir og vakti að sjálfsögðu verð-
skuldaða athygli. Einhverjir frétta-
menn töldu hins vegar eðlilegt að
Hófí sýndi sig á sundbol óg færi úr,
eins og fegurðardrottninga er siður
þegar þær láta kjósa sig. Þetta tók
Hófí hins vegar ekki í mál og neit-
aði alfarið að fækka klæðum. Olli
þetta nokkrum vonbrigðum um
stund eða þangað til að Steingrímur
forsætisráðherra sá sitt óvænna og
henti sér til sunds í skýlunni einni
saman frammi fyrir sjónvsupsvélun-
um. Sagt er að sá atburður hafi vakið
hvað mesta athygli af því sem hér
var til sýnis á meðan á fundinum
stóð, enda ekki á hverjum degi sem
svo valdamikill maður afklæðir sig
í þágu lands og þjóðar.
Steingrímur var sýndur ber og
nakinn í fjölmörgum þjóðlöndum og
hafði það mikið auglýsingagildi fyrir
Islendinga eins og gefur að skilja.
Fyrir nú utan það hvað Steingrímur
græðir á þessu sjálfur þegar kemur
að kosningum og sagt var að hann
hefði stungið sér tuttugu sinnum til
sunds svo öruggt væri að vaxtarlag-
ið sæist. Þetta eru menn sem kunna
sig í pólitíkinni.
Það fór lfka eftir. Nú standa fyrir
dyrum prófkosningar hjá íhaldinu
og þess sjást þegar merki að það eru
fleiri pólitíkusar sem skilja þýðingu
þess að fækka fötum til að ná kjöri.
Þeir ætla ekki að láta Steingrím ein-
an um að slá sig til riddara með því
að fara úr.
Á mynd af Eyjólfi Konráð Jóns-
syni, sem birst hefur í Mogganum,
má sjá að Eyjólfúr hefur farið úr
jakkanum og stendur þar á skyrt-
unni með uppbrettar ermar. Eyjólfur
hefúr hingað til ávallt verið fúll-
klæddur fyrir norðan enda skilst
manni að hvorki Húnvetningar né
Skagfirðingar séu mikið gefnir fyrir
nakta alþingismenn. En nú er Eykon
kominn í framboð í Reykjavík og þar
gilda önnur og nútímalegri lögmál
sem sannast á því að Denni sást aldr-
ei ber meðan hann var í framboði
fyrir vestan. Sterkast væri auðvitað
að fara úr öllu og kemur vonandi
að því. Eyjólfúr Konráð er á leiðinni
úr eftir að hann kom suður og nær
því kannske að hátta sig meira áður
en kosningaslagurinn er allur.
Þetta hafa fleiri frambjóðendur
gert sér ljóst. Einn þefrra, Guðmund-
ur H Garðarsson, mikill ágætismað-
ur og virðulegur í allri framgöngu,
hefúr boðið sig oft og margsinnis
fram í Reykjavík en með misjöfnum
árangri. Nú er Guðmundur hins veg-
ar búinn að uppgötva að leiðin til
framans liggur í því að fara úr eins
og hinir. Guðmundur er kominn úr
jakkanum. Að vísu ekki með upp-
brettar ermar og ennþá í skyrtunni
en það er greinilegt af þessum aug-
lýsingamyndum af þeim Eykon og
Guðmundi að þeir eru báðir í því
að hátta sig og tilbúnir til að stinga
sér til sunds á skýlunni ef um það
er beðið.
Alveg er Dagfari hissa á því að
fleiri frambjóðendur skuli ekki átta
sig á þessu. Til dæmis konumar í
framboðinu. Einkum þar sem vitað
er að konur hafa meira aðdráttaraíl
heldur en karlar, þegar þær em
komnar úr. Þær eiga ekki að taka
mark á stífninni í Hófí. Hófí var ein-
mitt kosin þegar hún var á sund-
bolnum og þetta em bara stælar í
henni núna af því að hún ætlar ekki
aftur í fegurðarsamkeppni. Fram-
bjóðendumir hjá íhaldinu em aftur
á móti allir í fegurðarsamkeppni og
þeir sækjast eftir kosningu. Hver sá
sem vill ná kjöri verður að fara úr.
Dagfari