Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
MINNISBLAÐ
Muna eftÍT
að fá mér
eintak af
Y salur
við öll tækifæri
Ænarmót Fermingar
Árshátíðir Fundir
Brúðkaup Starfsmanna-
Afmæli skemmtanir
Dansleikir o.fl.
Stórt sýningartjald fyrir
P.C. tölvur og V.H.S. hifi
video og gervihnattamót-
takari. Veitingar og veró
við allra hæfi. Yfirmat-
reiðslumeistari Stefán
Hjaltested.
Y salur
Smiðjuvegi 14D, Kópavogi,
sími 78630 og 72177.
BILALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:........... 93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303
irrterRerrt
Hirsthmann
Loftnet og loftnetskerfi.
Það besta er aldrei of gott.
'IBID'
lloftnet eru
heimsþekkt gæðavar
Hirsihmann
loftnet,
betri mynd,
betri ending.
Heiidsala, smá
sala.
Sendum í
póstkröfu.
Reynsla
gæðin.
Týsgötu 1 - símar 10450 og 20610.
Úflönd
Sprengjutilræði
við grátmúrinn
Einn lést og 69 særðust þegar arab-
ískir skæruliðar köstuðu hand-
sprengjum í gærkvöldi á hóp
ísraelskra hermanna og fjölskyldna
þeirra við grátmúrinn í Jerúsalem.
Hermennimir, sem voru nýliðar,
voru að koma firá hátíðlegri athöfri
þar sem þeir höfðu svarið hollustu-
eið. Tveir árásarmenn köstuðu þá
þrem handsprengjum á bílastæði við
hhð á borgarmúmum. Hermennimir
svöruðu með skothríð og flúðu árás-
armennimir í bíl.
Frelsissamtök Palestínumanna
hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum
sem talsmaður þeirra kallaði hetju-
dáð. Sagði hann að Yassir Arafat,
leiðtogi samtakanna, hafi tekið á-
kvörðun um að auka hemaðarlegar
aðgerðir í ísrael.
Er þessi árás sú alvarlegasta í
Jerúsalem frá því að sex ísraelsmenn
létu lífið í sprengjúárás í strætis-
vagni í desember 1983 en frelsissam-
tök Palestínumanna lýstu einnig yfir
ábyrgð á þeirri árás. '
Bráðabirgðaskýli hafa verið sett upp í San Salvador eftir jarðskjálftann sem
reið yfir höfuðborgina í síöustu viku. Um 200.000 manns misstu þá heimili sín.
Shultz í heimsókn
til B Salvador
Bókmenntaverð-
laununum úthlutað
til Afvíku?
Bókmenntaverðlaunum Nóbels
verður úthlutað í dag. Að þessu sinni
hafa þeir sem vanir em að fúllyrða
hver fær verðlaunin ekki haft eins
hátt um sig og venjulega.
Þeir sem þó em taldir koma til
greina em mexíkönsku skáldin
Octavio Paz og Carlos Fuentes og
Mario Vargas Llosa frá Perú. Doris
Lessing frá Bretlandi og Gúnther
Grass frá Vestur-Þýskalandi hafa
einnig verið nefiid auk svissnesku
leikritaskáldanna Max Frisch og Fri-
edrick Durrenmatt.
Síðast var verðlaununum úthlutað
til þriðja heimsins árið 1982, þegar rit-
höfiindurinn Gabriel Garcia Marquez
hlaut þau. Þrír meðlimir sænsku aka-
demíunnar hafa sagt opinberlega að á
þessu ári verði reynt að halda jafn-
væginu.
Hingað til hefúr enginn afrískur rit-
höfúndur hlotið verðlaunin þó að
leikritaskáldið Woley Soyinkahafi frá
Nígeríu hafi oft verið nefrit. Aðrir sem
til greina koma frá þeirri álfu em
Chinua Achebe frá Nígeríu og Ngugi
Wa Thiongs frá Kenýu.
Jacqueline Picasso
fannst látin í gær
Ekkja spænska málarans Pablo Pic-
asso, Jacqueline Picasso, svipti sig lífi
í gær á heimili sínu. Hafði hún þjáðst
af þunglyndi frá því að eiginmaður
hennar féll frá. Jacqueline eyddi miklu
af tíma sínum í að setja upp sýningar
á verkum hans. Hún kom tvívegis til
íslands vegna Picassosýningar sem
haldin var hér á Kjarvalsstöðum í
sumar. Við brottför sína gaf hún ís-
lensku þjóðinni verkið „Jacqueline".
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
George Shultz, er væntanlegur til E1
Salvador í dag til að skoða verks-
ummerki eftir jarðskjálftann. Mun
hann ræða við forseta landsins, Jose
Napoleon Duarte, um hvemig haga
eigi hjálparaðgerðum. Þeim hefúr að-
allega verið beint að þeim sem urðu
heimilislausir eftir jarðskjálftann.
Tala þeirra sem misstu heimili sín
er 200.000 og er skortur á viðunandi
bráðabirgðahúsnæði handa þeim aðal-
vandamálið. Auk þess er alvarlegur
skortur á mat og lyfjum.
Jarðskriður vegna nýrra skjálfta og
rigninga eyðilögðu skýli þeirra sem
flúið hafa undan stríðinu en þeir hafa
hafst við í gljúfrum að sögn embættis-
manna kirkjunnar í gærkvöldi.
Hemaðaryfirvöld hafa tilkynnt að
skæruliðar haldi ekki loforð sitt um
vopnahlé eftir jarðskjálftann og hafa
þeir drepið tvo hermenn er þeir réðust
á eftirlitssveit úr launsátri.
"
, 4 * ,Ȏl WVW:
Elísabet Englandsdrottnmg í Kína
Elísabet Englandsdrottning er nú í
opinberri heimsókn í Kínverska al-
þýðulýðveldinu. Hóíst heimsókn
drottningar á sunnudag og stendur
hún fram að helgi. Hefur Elísabet að
undanfömu skoðað sögufrægar minjar
í alþýðulýðveldinu, auk þess sem hún
hefúr átt viðræður við kínverska emb-
ættismenn í Peking.
Elísabet er íyrsta höfuð bresku kon-
ungsfjölskyldunnar er fer í opinbera
heimsókn til Kína. Á myndinni sést
Bretadrottning kanna heiðursvörð á
Pekingflugvelli við komuna til borgar-
innar fyrir skömmu, ásamt formlegum
gestgjafa sínum, Li Xianniah, forseta
Kínverska alþýðulýðveldisins.
DV
Sakar Banda-
ríkfn og Nató
um morðiðá
OlofPalme
Ounrílaugur A. Jímæan, DV, Lundi
Sænski þingmaðurinn Jöm
Svenson úr vinstri flokknUm -
kommúnistunum heldur því fram
að Bandaríkjamenn og Nató hafi
staðið á bakvið morðið á- Olof
Palme.
„Starf Olofe Palme að afvopnun-
armálum ógnaði vígbúnaðaráætl-
un Bandaríkjanna og Nató,“ segir'
Svenson í fyrirspum til Sten Wick-'
bomds dómsmálaráðherra. í fyrir-
spuminni óskar Svenson eftir
umræðum í þinginu Um þær pólit-
ísku ástæður er kunna að hafa
legið að baki morðinu á Palme og
um rannsókn yfirvalda á morðinu.
Svenson segir augljóst að morðið
hafi ekki verið framið af einstakl-
ingi í stundarbijálæði. þvert á
móti hafi morðið augljóslega verið
framið í ákveðnum tilgangi „Allar
aðstæður benda til að morðið á
Olof Palme hafi að minnsta kosti
að hluta til verið skipulagt af vest-
rænni leyniþjónustu," segir
Svenson.
Dómsmálaráðherrann hefiir nú
fjórar vikur til að íhuga svar við
hinni óvæntu ósk þingmannsins.
Leif Haldberg, talsmaður lög-
regluhópsins, er vinnur að lausn
Palmemorösins, bar í gær til baka
fullyrðingar ýmissa íjölmiðla um
að rannsókn lögreglunnar á
Palmemorðinu heföi nú strandað.
Þvert á móti sagðist hann giska á
að rannsóknin heföi leitt til áþreif-
anlegs árangurs fyrir áramót.
Norðmenn standa
á óndínni
af spenningi
Björg Eva Eriendsdóair, DV. CWó:
Hver fær að halda vetrarólymp-
íuleikana 1992? Þessa viku standa
Norðmenn á öndinni af spenningi.
Enn hafa þeir von um að Lille-
hammer verði fyrir valinu.
I dag verður umsókn Lilleham-
mer rækilega kynnt fyrir alþjóð-
legu ólympíunefridinni. Þessa viku
eru allir umsækjendumir saman
komnir í Lausanne í Frakklandi
til þess að sýna hvað þeir hafa fram
að færa og reynir hver um sig að
skarta sínu fegursta.
Norðmenn eru afar stoltir af
smábænum Lillehammer. Þar er
fyrsta flokks skíðaland og allar
keppnisgreinar geta farið fram á
sama svæðinu en ekki dreift hing-
að og þangað. Þetta er mesti
styrkur Norðmannanna saman-
borið við hina umsækjenduma.
Og Noregur tjaldar þvi sem til
er á öllum sviðum. Hefur meðal
annars sjálfan krónprins Harald í
rauðum jakka með sér í kynning-
arförinni. Krónprinsinn hefúr
sjálfur þrisvar sinnum tekið þátt í
vetrarólympíuleikum og segir
nefndin það vera mikinn stuðning
að hafa hann með í Frakklands-
förinni.
Grethe Waitz, hlaupadrottningin
fræga, er líka með í förinni ásamt
fleiri norskum stórstjömum en
samt getur enginn spáð fyrir um
úrslitin. Ólympíunefndin lætur
ekkert í ljós, hvorki lof né last,
fyrr en á föstudaginn þegar úrslitin
verða kynnt.
Ýmsir hafa spáð því að Alpabær-
inn Albertville sé sigurstrangleg-
astur en hér í Noregi vilja menn
meina að Falun í Svíþjóð og sérs-
taklega Lillehammer séu að
minnsta kosti jafngóðir kostir.
Umsjón:
Hannes
og
Ingibjörg