Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Síða 9
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. 9 Utlönd Hert inn- flytjendalög í Bretlandi Bresk innflytjendayfirvóld hafa hert mjög baráttu sína gegn ólög- legum innflytjendum til landsins að undanfómu og senda nú til baka hvem þann er sækir um land- vist án þess að hafa til þess tilskilin skjöl. Ásókn til búsetu í Bretlandi hef- ur verið mest frá ríkjum Asíu en ný lög um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í Bretlandi hefta mjög möguleika Asíubúa til búsetu á Bretlandseyjum. Nýju lögin krefj- ast þess nú meðal annars að ferðamenn frá ríkjum eins og Pa- kistan, Indlandi og Bangladesh verði sér úti um vegabréfsáritanir til Bretlands áður en haldið er af •stað en áður komust ferðamenn frá þessum ríkjum nánast óhindrað inn í landið. Starfsmaður breska útlendinga- eftirlitsins á Heathrow flugvelli fullyrti í gær að nýju lögin hefðu þegar sannað gildi sitt því eftir að þau tóku gildi hefði ferðamönnum án tilskilinna vegabréfsáritana til Bretlands fækkað til muna. Uppstoppaður sigurvegari í gæludýra- samkeppni Löngu dauður og uppstoppaður hamstur að nafni Gumble sigraði með glæsibrag í nýlegri gæludýra- samkeppni er haldin var í borginni Dawlish í Englandi. „Það var ekkert í reglunum er sagði að gæludýrin þyrftu að vera lifandi," sagði eigandi hamsturs- ins, sautján ára skólastúlka að naftii Jeanette Birch, er hún tók við verðlaununum. Lét Jeanette stoppa hamsturinn sinn upp eftir að hann drapst óvænt í sumar. „Ég gat hara ekki hugsað mér að verða aðskilin frá honum,“ sagði Jea- nette. Christopher Henwood, yfirdóm- ari í gæludýrakeppninni, lét hafa eftir sér eftir keppnina að sér hefði grunað að allt væri ekki með felldu áður en dómur var kveðinn upp. „Ég vissi að eitthvað var að er ég sá Gumble sitja rólegan sem mús í forkeppninni," sagði dómarinn. Yflignæfandi stuðningur JJa I skoðanakönnunum, er sex helstu fjölmiðlar í Bandarikjunum birtu i dag, kemur fram að Reagan Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta Bandarikjamanna vegna afstöðu sinnar í viðræðunum við Gorbatsjov á íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkja- manna styður afstöðu Reagans forseta í viðræðum hans við Gorbatsjov Sov- étleiðtoga í viðræðum þeirra í Reykja- vík, að þvi fram kemur í bandarískum skoðanakönnunum er birtar voru í gær. Kannanimar vom gerðar á vegum þriggja stærstu sjónvarpsstöðva Bandaríkjanna, NBC, ABC og CBS, auk þriggja stærri dagblaða, Was- hington Post, Wall Street Joumal og New York Times. Samkvæmt könnun- inni var stuðningur Bandaríkjamanna við tórseta smn á bilinu 71-16 prósent og 64-22 prósent sem er yfirgnæfandi meirihluti. Virðist sem stefnufesta forsetans í afstöðu hans til geimvamaáætlunar- innar ráði mestu um fylgi bandarískra kjósenda sem að meirihluta töldu að óbilgimi Gorbatsjovs ætti sök á því að viðræðumar á íslandi leystust upp. Meirihluti þátttakenda i könnun- inni telur að þrátt fyrir lítinn árangur á íslandi muni samskipti stórveldanna hvorki batna né versna í kjölfar Reykjavíkurfúndarins. PROFKJÖR SJALFSTÆÐISMANNA I REYKJAVIK laugardaginn 18. október Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aidri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar, þ.e. verða 18 ára 23. apríl 1987, og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa: Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi encianlegan framboðslista. Þannig skal talan 1 sett fyr- ir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslist- ans, talan 2 fyrir framan nafn þess fram- bjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi þriðja sæti framboðslistans o.s.frv. Kjósið í því hverfi sem þér hafið nú búsetu í Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1. des. 1985 og ætlið að gerast flokksbund- in, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. Kjörstaðir verða opnir sem hér segir Laugardaginn 18. október á 4 kjörstöðum í 5 kjörhverfum frá kl. 09-21. 1. kjörhverfi: Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjar- hverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrar- ht/orfi Öll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðarárstígs að Miklu- braut. Kjörstaður: Hótel Saga, nýja álman 2. kjörhverfi: Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi i vestur og suður, öll byggð vestan Kringlu- mýrarbrautar og norðan Suðurlandsbraut- ar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1 (Vestursalur 1. hæð) 3. kjörhverfi: Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1 (Austursalur 1. hæð) 4. kjörhverfi Árbæjar- og Seláshverfi, Ártúnsholt og Grafarvogur og byggð Reykjavíkur norðan Elliðaár. Kjörstaður: Hraunbær 102B (Suðurhlið) 5. kjörhverfi: Breiðholtshverfin. Öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Muniö, númera skal við fæst 8 ogflest 12 frambjóðendur ATKVÆÐASEÐILL i prófkjöri Sjálfstæðismanna 18. október 1986. Jón Magnússon, lögmaður, Malarási 3 Maria E. IngvadótUr, viöskiptafræðingur, Vallarbraut 20 Ragnhildur Helgadóttir, ráðherra, Stigahlíð 73 Rúnar Guðbjartsson, flugstjóri, Selvogsgrunni 7 Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur, Bjarmalandi 18 Vilhjálmur Egilsson, hagfræöingur^Sjólvallagötu 51 Albert Guðmundsson, ráöherp^^iríásvegi 68 Ásgeir Hannes Eiriksson.pV£rálanarmaöur, Klapparbergi 16 Bessí Jóhannsdótþhfg^hÍKvæmdastjóri, Hvassaleiti 93 Birgir (sl. Gunn<Sj§jion, alþingismaður, Fjölnisvegi 15 Esther Guömundsdóttir, markaðsstjóri, Kjalarlandi 5 Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, Brekkugerði 24 Friörik Sophusson, alþingismaöur, Skógargerði 6 Geir H. Haarde, hagfræðingur, Hraunbæ 78 Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Stigahliö 87 ATHUGIÐ: Kjósa skal fæst 8 frambjóöendur og flest 12. Skal þaö gert meö því aö setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóöenda í þeirri röö sem óskaö er aö þeir skipi endanlegan framboöslista. Þannig aö talán 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóöanda sem óskaö er aö skipi fyrsta sæti framboös- listans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóöanda sem óskaö er aö skipi annaö sæti framboöslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess sem óskaö er aö skipi þriöja sæti framboöslistans o. s. frv. FÆST 8 - FLEST 12 í TÖLURÖÐ Sérverslun með kven-náttfatnað, og sloppa. bamanáttföt undirkjóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.