Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Síðasta færinu glatað Um langt skeið hefur atvinnuleysi í landinu numið innan við 1% af mannafla þjóðarinnar, en laus störf verið yfír 2% af mannafla. ísland er nánast einstakt samfélag í heiminum að þessu leyti. Annars staðar eru þessi hlutföll öfug, yfirleitt hastarlega öfug. Þetta þýðir auðvitað, að meira en nóg er að gera á íslandi. Þjóðin kemst ekki alveg yfir þau verkefni, sem hún hefur sett sér fyrir. Hún þarf því ekki að eyða orku sinni í dulbúið atvinnuleysi, heldur getur beint henni að arðbærum verkefnum. Ef hún raunverulega vill. Þetta er ákaflega jákvætt, en ekki eingöngu þó. Hin neikvæða hlið er þenslan, sem fylgir umframeftirspurn. Hún veldur launaskriði, sem eykur bil kauptaxta og greiddra launa. Um leið stuðlar hún að því, sem alvar- legra er, verðbólgu, einum höfuðóvina okkar. Þótt verðbólga sé ekki mikil um þessar mundir, blundar hún undir niðri og leitar færis til að ná sér upp á nýjan leik. Á þessu ári hefur nokkurn veginn tekizt að halda henni á hinum svonefndu rauðu strikum, sem samkomulag er um að ráði vinnufriði. Ríkisstjórnin á að leitast við að halda verðbólgunni í skefjum, um leið og hún notar tækifærið til að draga úr dulbúnu atvinnuleysi. Það getur hún með því að lækka ríkisútgjöld og forðast á þann hátt að magna umframeftirspurn þjóðfélagsins eftir starfskröftum. Fjárlögin eru tæki ríkisstjórnarinnar í þessari við- leitni. í fj árlagafrumvarpinu getur hún forðazt að styðja úrelta atvinnuvegi og forðazt að auka umsvif og fram- kvæmdir ríkisins. Þetta tæki notar hún alls ekki, heldur hefur hún þvert á móti slakað á aðhaldsklónni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 1987 er gert ráð fyrir, að framkvæmdir hins opinbera aukizt um 6% frá fyrra ári. Þetta er kúvending eftir þriggja ára tímabil samdráttar opinberra framkvæmda. Á þessu ári nam samdrátturinn til dæmis tæpum 9% frá árinu áður. Þetta þýðir, að á næsta ári hyggst ríkisstjórnin herða samkeppnina um starfskrafta landsmanna við atvinnu- lífið, sem á að standa undir þjóðartekjum og velmegun. Þetta þýðir, að hún leggur sitt lóð á vogarskál aukinn- ar þenslu og þar með nýrrar verðbólguhættu. Samkvæmt þessu sama fjárlagafrumvarpi er gert ráð ’fyrir, að 5% ríkisútgjaldanna eða rúmir tveir milljarðar króna verði notaðir til að halda uppi hinum hefðbundna landbúnaði. Þetta eru útflutningsuppbæturnar, niður- greiðslurnar og fjölmargir beinir styrkir. Þetta þýðir, að á næsta ári hyggst ríkisstjórnin hindra af sama krafti og áður, að dulbúið atvinnuleysi hins hefðbundna landbúnaðar breytist smám saman í arðbær störf, sem stuðla að hærri þjóðartekjum og aukinni velmegun. Fyrir þetta borgar hún tvo milljarða. Skynsamlegra hefði verið á þessum tímum rúmlega fullrar atvinnu í landinu að draga úr framkvæmdum hins opinbera og draga úr styrkjum til hins hefðbundna landbúnaðar. Það mundi stuðla að arðbærum verkefn- um, auknum þjóðartekjum og vaxandi velmegun. Um leið hefði ríkisstjórnin með þeim hætti getað komizt hjá 1600 milljón króna halla á íjárlagafrum- 'varpinu. Hún hefði getað lagt fram hallalaust fjárlaga- frumvarp. Þar með hefði hún líka dregið úr samkeppni . um fjármagnið í landinu og stuðlað að lægri vöxtum. Með fjárlagafrumvarpinu hefur ríkisstjórnin glatað síðasta tækifæri kjörtímabilsins til að beita ríkisfjár- málunum til aukinnar hagsældar þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson. „Menn komust miklu nær samkomulagi um eyðingu vitfirringarvopnanna eh nokkru sinni fyrr og ekki er ósenni- legt að fundurinn hér eigi eftir að hafa varanleg áhrif til góðs.“ Hvað nú? Þá er lífið að smáfærast aftur í gamlar og kunnuglegar skorður eftir að ísland hafði í rúma viku verið nafli alheimsins. Vægt er til orða tekið að þjóðfélagið hafi verið á öðr- um endanum þessa rysjóttu haust- daga, og margir voru þeir sem biðu milli vonar og ótta eftir því hvemig útlendingum litist á litla samfélagið okkar þessa daga og hvort nokkuð það myndi gerast sem varpaði var- anlegum skugga á okkur í augum umheimsins. Okkar hlutur framar vonum Satt best að segja stóðu þeir sem bám hitann og þungann af okkar hálfu sig frábærlega vel. íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þá. Skorpu-eðli íslendinga kom vel i ljós við þennan undirbúning. Ég hefi heyrt þá skoðun, að vísu meira í gamni en alvöru, að hefðum við haft tvo mánuði til undirbúnings hefði allt farið í handaskolum og mánaðarundirbúningur hefði verið mjög hæpinn. í báðum tilvikum hefðu silkihúfumar farið af stað til þess að skipta sér af öllum sköpuðum hlutum og gert allt óömggt og þunglamalegt. Hinn örstutti frestur varð hins vegar til þess að þær urðu skelfingu lostnar og létu þá um vinn- una sem vom hæfir til að leysa hana af hendi á þeim tíu dögum sem allir nema við vissu að var allt of stuttur tími! Þó þetta hafi verið í gamni sagt fylgir þó öllu gamni nokkur alvara, en víst er að okkar hlutur lá ekki eftir. Hið sama verður ekki sagt um leið- toga stórveldanna. Því miður urðu lyktir fundarins slíkar að nafn höf- uðborgar okkar og lands verður ekki skráð neinu gullnu letri í mannkyns- söguna. Að vísu gerðust hér heims- söguleg tíðindi. Menn komust miklu nær samkomulagi um eyðingu vit- firringarvopnanna en nokkm sinni fyrr og ekki er ósennilegt að fundur- inn hér eigi eftir að hafa varanleg áhrif til góðs. En það samkomulag, sem mun fá heimsbyggðina til að anda léttar, verður ekki hér gert, það verður nafh annarrar borgar sem tengist því. Hvað nú? Enginn vafi er á þvi að sú mikla frægð, er við nutum sem gestgjafar leiðtogafundarins, verður okkur notadrjúg í efiiahagslegu tilliti ef rétt er á haldið. Hún getur stóraukið ferðamannastrauminn og örvað alls kyns markaðssetningu á íslenskum vörum og hugviti. En við megum vara okkur á því að halda að ein- hverju lokatakmarki sé náð. Þessi fundur verður ekki til eilífðar á hvers manns vörum, síst eftir að ljóst er orðið að hann mislukkaðist. Mér dettur í þessu sambandi í hug sjónvarpsviðtal sem Ólafur Sigurðs- son fréttamaður átti við að mig KjáOarirm . á fimmtudegi Magnús Bjarnfreösson minnir sænskan félaga sinn þegar forseti íslands var i opinberri heim- sókn í Svíþjóð. Vigdís forseti fór á kostum, eins og hennar var von og vísa, og sænskir fjölmiðlar voru upp- fullir af fréttum um ísland og för forsetans. í miklu hófi, sem haldið var í tilefni af heimsókn hennar, gengu íslenskir aðilar um með doll- arablik í augum og þeir íslendingar, sem Ólafúr tók tali, voru á einu máli um að nú myndi opnast mikill markaður í Svíþjóð. En sænski firéttamaðurinn sagði að þetta væri gullið tækifæri og það færi eftir því hvemig menn nýttu sér það hver árangur yrði. Nú snerist allt um Is- land, en eftir nokkra daga kæmi nýr þjóðhöfðingi í heimsókn og þá sner- ist fjölmiðlunin um annað land og annan þjóðhöfðingja. Við yrðum og gætum hagnýtt okkur þann mikla byr sem heimsókn forsetans væri. Nú hefði hún gert sitt og aðrir yrðu að taka við og vinna skipulagða markaðsstarfsemi. Svipað er uppi á teningnum nú. Leiðtogar risaveldanna sáu til þess að við fengum landkynningu sem ekki á sér sinn líka. Okkar fólk hag- nýtti sér tækifærið með ótrúlega góðum árangri á meðan á fundinum stóð. En hætt er við að nú horfi margir í gaupnir sér og spyrji ráð- villtir: HYað nú? Það er nefnilega núna sem rtíýnir á okkur sjálf. Nú reynir á okkur að fylgja fundinum eftir. Ekki bara með því að ná í fleiri ferðamenn heldur að hagnýta tæki- færið til þess að afla markaða fyrir vörur okkar og um leið að sjá til þess að ekkert það fari í okkar nafni á markaði sem við getum ekki verið stolt af. Ef menn vinna eftir þessum línum getur leiðtogáfundurinn orðið framtíðarlyfitistöng fyrir okkur. Ef við ætlum hins vegar að lifa á frægð hans einni til frambúðar, þá mun sú frægð fallvölt. Aðrir heimsviðburðir munu þoka honum brott af forsíðum blaða, aðrar borgir og önnur lönd verða nafii alheimsins skamma stund. Áhríf á heimspólitík Þótt þessi mál skipti okkur miklu, þá eru þau samt smá við hlið hinna stærri mála. Til lítils mun öll mark- aðsstarfsemi koma í heimi surtar- loga og fimbulvetrar. Hver verða áhrif Reykjavíkurfundarins á mál málanna, friðarhorfúr i heiminum? Auðvitað getur vesalingur minn ekki dæmt í svo stóru máli, en ljóst er að heimsbyggðin hefúr orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ekki virðist vafi á því að Sovétmenn hafi unnið fyrstu lotu áróðursstríðsins í kring- um leiðtogafundinn, bæði hérlendis og erlendis. Sumir vilja ganga svo langt að segja að sunnudagurinn 12. október hafi verið dagurinn sem Bandarikin glötuðu Evrópu. Hvort sem það er rétt eða ekki þá er ljóst að hinn almenni borgari víða um heim kennir þrákelkni Bandaríkja- forseta fyrst og fremst um það hvemig fór. Hann virtist koma lítt fús til fundarins og lagði áherslu á það fyrirfram að hann yrði að litlu gagni. Kokhraustar yfirlýsingar hans eftir að fundurinn klúðraðist um að árangur hefði orðið framar vonum mega sín lítils. Það er ljóst að risaveldin ná aldrei því samkomulagi sem mannkyn þrá- ir nema með því að báðir aðilar slái mikið af kröfum sínum. Það sam- komulag næst hvorki með áróðurs- brellum né trúðleikmn. Það næst ekki nema eindreginn vilji liggi að baki og menn séu tilbúnir til þess að leggja mikið undir. Því miður báru fulltrúar risaveldanna ekki gæfu til þess nú. En það kemur dagur eftir þennan dag og fundur eftir þennan fund. Þar skulum við vona að landið rísi að nýju. Magnús Bjarnfreðsson „Enginn vafi er á því að sú mikla frægð, er við nutum sem gestgjafar leiðtogafund- arins, verður okkur notadrjúg í efnahags- legu tilliti ef rétt er á haldið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.