Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Side 37
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. 37. Sviðsljós Höfuðpaurarnir í Höfða. Þeir sneru hálfri heimsbyggð- inni á annan endann í helgarreisu til íslands. Nóbelshjónin á Gljúfrasteini. Landslið karla í óperusöng - Stefán íslandi, Kristján Jóhannsson og Guðmundur Jónsson. Þeir hafa allir slegið í gegn i Tosca en á mismunandi tímum. Æskublóminn íslenski flykktist kringum kyndilinn. Frumsýning Tosca Puccinis drukknaði í öllum æðibunuganginum. Yrkisefn- ið er reyndar svipað og helst var á döfinni þessa helgina og hér eru leikstjóri, hljómsveitarstjóri og aðalsöngvarar í lok sýningarinnar: Malcolm Arnold, Paul Ross, Maurizio Barbacini, Elísabet F. Eiriksdóttir og Kristján Jóhannsson. Jón Páll fékk ekki að lyfta leiðtogunum og varð að láta sér nægja tvö stykki fréttamenn í staðinn. Ólyginn sagði... Larry Hagman hljóðaði af lilatri í miðri upp- töku fyrir skömmu, þannig að endurtaka þurfti atriðið aftur. Hann átti að leika ást- arsenu á móti Deborah Shelton - nektaratriði þar sem hún var íklædd húðlit- um og níðþröngum sokka- buxnagalla sem náði frá hálsi og niður á tær. Utan yfir var svo kjóll sem hún svipti frá sé með miklum til- þrifum og horfði um leið tælandi á Larry. Inn í húð- gallann hafði hún svo troðið alls kyns púðurkvöstum, bréfaþurrkum og bómullar- hnoðrum þannig að hún leit út eins og hrúga af útbelgd- um seríoshringjum. Hlát- urskast hins bíðandi elskhuga kostaði fyrirtækið allnokkur útgjöld en þar sem leikstjórinn og kvikmynda- tökumaðurinn voru óvirkir líka og í svipuðu ástandi hafði atvikið engin eftirmæli. Deborah var þó beðin um að tæla kappann með hefð- bundnari aðferðum í næstu töku. m Don Johnson lagðist til svefns fyrir litlar tíu J- milljónir króna um daginn. Fyrirtæki í Bandaríkjunum fékk þá ágætu hugmynd að setja á markað rúmlök sem hefðu áprentaða mynd af hinum sexaða skrokki goðs- ins - að sjálfsögðu í réttri líkamsstærð. Hann tók boð- inu og nú geta menn legið á Don karlinum - lon og don. Bette Davis er með gersamlega brostið hjarta því glæponar brutust inn í glæsivilluna hennar í Hollívúdd og hirtu með sér silfurborðbúnað sem hefur verið í eigu Davisættarinnar ekki styttra en eina öld. Þetta er svo sem nógu slæmt af- spurnar en enn verra er þó að þeir litu ekki við óskörun- um hennar sem stóðu þarna _ uppi á hillu fyrir allra augum. Glampandi málmkallarnir tveir virtust ekki vera ómaks- ins virði að hirða þá með í ráninu og flissar nú almenn- ingur óspart að atvikinu. Hressir gæjar með hárfínan smekk segja menn milli hlát- urskviðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.