Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
21
Iþróttir
Bingham fékk stórtap gegn
Englendingum í brúðargjöf
- Gaiy Uneker skoraði tvrvegis þegar England vann N-írland 3-0 á Wembley
•Gary Lineker, sem leikur með Barcelona, sýndi snilldartilþrif á Wembley
i gærkvöldi og skoraöi tvívegis fyrir England.
Ra&i Raftissan, DV, Werríbley:
„Eftir að við höíðum náð forystunni
var ákaflega mikilvægt að okkur tæ-
kist að skora annað mark. Það kom á
réttum tíma og þá var' sigur okkar
tryggður. Síðari hálfleikurinn var mun
betri hjá mínum mörrnum og miðvall-
arleikmennimir léku mjög vel. Annað
markið hans Linekers var alveg sér-
staklega fallegt og ég vil nota þetta
tækifæri og óska honum innilega til
hamingju með að hafa skorað slíkt
mark hér á Wembley," sagði Bobby
Robson, landsliðseinvaldur Englands,
,' á fréttamannafundi í gærkvöldi eftir
að Englendingar höfðu unnið öruggan
sigur á Norður-Irum í leik þjóðanna í
undankeppni Evrópukeppni landsliða.
England sigraði, 3-0, og skoraði Gary
Lineker tvö markanna.
Leikurinn var ekki eins skemmtileg-
ur fyrir Billy Bingham, þjálfara
Norður-íra. Hann gekk í heilagt
hjónaband í gær en fékk þó ekki sigur
í brúðargjöf frá leikmönnum sínum.
Hann sagði eftir leikinn: „Ég hef lík-
lega aldrei verið svona ánægður eftir
0-3 tap. En í mínu liði eru ungir leik-
menn sem eiga framtíðina fyrir sér.
Við erum að byggja upp ungt lið sem
ætti að géta orðið á toppnum eftir
þijú til ijögur ár. Lineker lék mjög vel
í kvöld og hann á alla möguleika á
því að verða besti sóknarleikmaður
heims.“
Yfirburðir Englands
Það var aldrei spuming um það
hvort liðið væri betra heldur einungis
hve mörg mörk þeim tækist að skora.
Gary Lineker skoraði fyrsta mark
leiksins á 33. mínútu með góðu skoti
af tíu metra færi. Staðan í leikhléi var
1-0.
A 73. mínútu var Lineker aftur á
ferðinni og var annað mark hans og
Englands afar glæsilegt. Hann fékk
knöttinn fyrir framan mark Norður-
íra, sneri sér svo að segja á punktinum
og skaut óverjandi skoti efst í mark-
homið, algerlega óverjandi fyrir Phil
Hughes i markinu sem tók sæti Pat
Jennings. Chris Waddle skoraði síð-
asta mark leiksins tíu mínútum fyrir
leikslok og innsiglaði þar með stóran
sigur Englendinga. -SK
SÝNING A TRESMIÐAVELUM
KYNNUM NÝJU DÍLABORVÉLINA FM51B
MIKIÐ ÚRVAL AF NOTUÐUM TRÉSMÍÐAVÉLUM
OPIÐ LAUGARD. KL. 9-16 OG SUNNUD. 13-16.
IÐNVÉLAR & TÆKI, SMIDJUV. 28. S. 76100.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J
Nýtt M Islenskum getraumim:
Símaþjónusla
Nú er sama hvort þú býrð á Stór-Reykja-
víkursvæðinu eða úti á landi og það er
sama hvort úti er sól og blíða eða
stórbylur, nú þarft þú ekki lengur að
hafa áhyggjur af því að getraunaseðlarnir
þínir komist ekki til skila á réttum tíma.
Þú tekur bara upp símtólið og hringir f
okkur hjá íslenskum getraunum í síma
688-322, gefur okkur upp númerið á
greiðslukortinu þínu, hversu margar
raðir þú viljir hafa á opna kerfisseðlinum
þínum, hvernig þú vilt að þær séu fylltar
út og hvaða söluaðili fær sölulaunin.
Þessi þjónusta verður veitt alla
föstudaga fró kl. 9.00 til kl. 17.00 og á
laugardögum frá kl. 9.00 til kl. 13.30.
Það er von okkar hjá íslenskum
getraunum, að þessi nýjung mælist vel
fyrir og jafni aðstöðu hinna fjölmörgu
viðskiptavina okkar til að taka þátt f
leiknum, hvar sem þeir búa á landinu.
Taktu nú upp símtólið, við erum í síma
688-322 og við hlökkum til að heyra í þér!
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
Já, hann er opinn, því
þú ræður hversu margar
raðir þú kaupir. Lóg-
markið er 81 röð, há-
marldð er 10.368 raðir.
Hvaða leikir eru
í þessari viku?
Það getur þú séð
í dagblöðunum.
Hversu mörg merki?
Eins mörg og þú vilt;
eitt, tvö eða þrjú,
allt eftir því hve mikil
óvissa ríkir um úrslitin.