Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986.
19
pv__________________________________________Menning
Bréfkom til Braga
í tilefni af Stóru noirænu myndlistarbókinni
Forsíða „Northem Poles“, hönnuð at Dieter og Bimi Roth.
Kæri Bragi.
Þar sem ég veit af þungbærri reynslu
að þér er illa við að fá einkabréf frá
mér, leyfi ég mér að senda þér línu
hér á menningarsíðunni. Tilefnið er
að sjálfsögðu umsögn þín um þátt
minn í Miklu norrænu myndlistarbók-
inni, öðru nafni Northem Poles (Útg.
Torsten Blöndal, Köbenhavn, 1986),
sem birtist í Mbl. þann 7. október sl.
Þá á augljóslega ekki fyrir mér að
liggja að gleðja þig, hvorki í ræðu né
riti. Sama hvað ég reyni. I umræddri
grein minni, sem er tihaun til að
marka fyrir meginlínum í þróun ís-
lenskrar myndlistar á ámnum eftir
1960, er ég með heilar þrettán línur
um þín verk, sem em mun fleiri línur
en allur Septem-hópurinn fær. En þér
finnst sem þú verðskuldir fleiri línur.
Það er alveg augljóst á því sem þú
skrifar.
í alvöm talað. Hver sá sem tekur
áð sér að fjalla um nýjungírr í ís-
lenskri myndlist á árunum 1960-85,
eins og mér var uppálagt að gera, get-
ur ekki horft framhjá þvi að þessar
nýjungar birtust aðallega í formi
popplistar og þeirra hreyfinga sem
fylgdu i kjölfarið, flúxus-listar, ljóð-
rænnar hugmyndalistar, gjöminga og
loks nýmálverks.
Það er líka ómögulegt að draga fjöð-
ur yfir þá staðreynd að framan af vom
það hinir ýmsu meðlimir SÚM, sem
kynntu þessar nýjungar og þróuðu
þær í íslensku samhengi, með örfáum
undantekningum þó.
Langsnið eða þversnið
Ég get líka fullvissað þig um það að
ég er ekki að „lyfta undir áhrif ‘ Diet-
ers Roth í ritgerð minni, heldur að
reyna að koma til skila niðurstöðum
fjögurra ára rahnsókna á vem hans á
Islandi. Þær háfa leitt í ljós að áhrif
hans vom miklum mun meiri en
marga hefði grunað. Vonast ég til þess
að geta birt þær í heild sinni einhvem
tímann á næstú misserum.
Þessar forsendur em undirbygging
þess langsniðs, sem ritgerð mín er. En
vitanlega er hægt að hugsa sér aðrar
áherslur og forsendur, önnur þversnið,
ef svo má segja. Ritgerð um þróun ís-
lenskrar afstraktlistar á þessu tímabili
mundi líta allt öðmvísi út og taka til
annarra listamanna en þeirra sem
nefndir em til minnar sögu. Þar mund-
ir þú líklega fá nokkur prik í viðbót,
sömuleiðis vinur minn, Öm Þorsteins-
son.
Einnig mætti hugsa sér annað þver-
snið um íslenska landslagshefð í nútið
eða þá um uppgang íslenskrar grafík-
ur, sem þýddi enn fleiri prik fyrir þig,
svo og aðra ónefnda listamenn.
En þetta vom ekki þær forsendur
sem mér var ætlað að vinna eftir og
því er ekki hægt að álasa mér fyrir
að minnast ekki á fjöldamarga af-
straktmálara, landslagsmálara eða
grafíkera.
Sérskoðanir eða nefndarálit
Sem minnir mig á „sérskoðanir".
Þær em sem eitur í þínum beinum.
Mínar „sérskoðanir" em auðvitað
galli á bókartetrinu. Þú hefur einneg-
in áhyggjur af því að „sérskoðanir"
annarra höfunda hennar hafi útilokað
fjöldamarga listamenn, sem ekki em
á „sömu línu“ og þeir.
En einstaklingur skrifar ekki eins
og nefnd. Hann hlýtur að hafa „sér-
skoðanir". Heldur þú virkilega að
hægt sé að leggja hlutlægt, algilt og
almennt viðurkennt mat á íslenska
myndlist 1960-85?
Ertu ekki bara að taka feil á nor-
rænu bókinni og uppsláttarbók?
Ég ætla sannarlega að vona að þú
farir ekki i felur með „sérskoðanir"
þinar þegar þú skrifar bókina þína um
Munch, sem þú byrjaðir á fyrir tæpum
áratug. Það em þessar sömu „sérskoð-
anir“ sem gera pistla þína svo læsilega.
Ég er þeim ekki alltaf sammála, en
ekki vildi ég skipta á þeim og nefhd-
aráliti.
Vík ég nú að nokkrum öðrum að-
finnslum þínum. „Þá er ekki skipulega
sagt frá þróuninni og sum listhugtök
hreinlega ranglega skilin...auk þess
hefur höfundur á köflum orðið að
styðjast við munnlegar heimildir, þar
sem óskhyggja viðmælandans og
þröngur áróður hefur drjúgum ráðið
ferðinni."
Þama fremst em á ferðinni algjör-
lega rakalausar athugasemdir og því
ekki svaraverðar. Á niðurlaginu má
einnig skilja að þér þyki eitthvað
ámælisvert við að nota munnlegar
heimildir. Það þarf varla að taka fram
að alls staðar, þar sem munnlegar
heimildir em notaðar, em þær studdar
öðrum heimildum. Þar sem engar rit-
aðar heimildir em fyrir hendi er sagt
frá skoðunum tiltekinna listamanna.
Tíminn og frekari rannsóknir munu
síðan skera úr um vægi þeirra.
Módernisminn
Næsta athugasemd þín er á einhvers
konar misskilningi byggð. Þegar ég
segi að módemisminn hafi haldið inn-
reið sína í íslenska málaralist á
ámnum um og eftir síðara stríð, þá á
ég akkúrat ekki við óhlutlæga list,
eins og þú getur um í umsögninni,
heldur hálf-fígúratífa arfleifð lista-
manna á borð við Píkassó, Braque,
Léger og Kóbra/Art Bmt hópana.
Þetta er rækilega tekið fram í text-
anum.
Þú segir það einnig rangt að íslensk-
ir listamenn hafi hópast til Parísar og
New York í kjölfar styrjaldarinnar og
þannig hafi íslensk myndlist losnað
undan áhrifum norrænna akademía.
íslendingar vom nefnilega aldrei
fleiri við listnám í Kaupmannahöfh
en á ámnum 1946-50, segir þú. Má
vera. En ég held því hvergi fram að
Islendingar hafi steinhætt að fara til
Hafhar á þessu tímabili.
„Það em ekki mennirnir í lífi mínu
sem máli skipta," sagði sú ágæta Mae
West einu sinni, „heldur hve líflegir
mennimir em.“
Sama er uppi á teningnum með lista-
mennina. Þótt fjöldi íslenskra lista-
manna hafi verið í Kjöben á þeim tíma
sem þú nefhir, þá hafa margir þeir sem
fóm til Ameríku og Parísar óneitan-
lega markað dýpri spor í islenska
myndlist: Nína Tryggvadóttir, Kristj-
án Davíðsson, Louisa Matthíasdóttir,
Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pét-
ursson, Gerður Helgadóttir, Karl
Kvaran, Eiríkur Smith, Benedikt
Gunnarsson, Hörður Ágústsson o.fl.
Útlensk áhrif
Þessar listaspírur vom síðan bakk-
aðar upp af listamönnum. sem lengi
höfðu verið með fingur á púlsi evr-
ópskrar samtímalistar, Þorvaldi
Skúlasyni og Svavari Guðnasyni.
En til að hafa allt á hreinu tek ég
fram að þetta er „sérskoðun", ekki
staðreynd.
Fyrst við erum að tala um erlend
áhrif og annað í þá vem, hnaut ég um
þversögn í umsögn þinni. Annars veg-
ar segir þú „Það er dálítið furðulegt
til frásagnar, að mörgum listsagnfræð-
ingum norrænum þykir fæst umtal-
svert, ef ekki er hægt að tengja
viðleitni listamanna þjóða þeirra til
útlenskra áhrifa..“. Rétt á undan vilt
þú „minna á, að ég hélt þrjár stórar
einkasýningar á ámnum 1966-69, þar
sem komu fram ýmis áhrif frá pop-list,
sem ég hafði kynnst glóðvolgri í New
York vorið 1965 eða á sama tíma og
Súmarar héldu sína fyrstu samsýn-
ingu“.
Við þetta get ég öngvu bætt. í fram-
hjáhlaupi legg ég samt til að við
hættum öllu popi og tölum framvegis
um popp.
Aukinheldur segi ég hvergi í textan-
um að íslenskir myndlistamemar á
Norðurlöndum hafi ekki notið góðs
af viðkynnum við þá lifandi list sem í
kringum þá var. En þeir höfðu líka
gott af því að losna við norrænu aka-
demiurnar, sem nær öllum ber saman
um að hafi frekar stundað það að
kæfa sköpunargáfur manna en að
leysa þær úr læðingi.
Ekki á færibandi
Örfá atriði í viðbót. Ég get ekki
poppsýningarinnar í Listasafhinu
1976, enda ástæðulaust vegna þess að
þá er popp-bylgjan löngu gengin yfir.
Ég segi hvergi að „módemistarnir ís-
lensku hafi komist vel af og selt list
sína á færibandi“, eins og þú leyfir þér
að orða það. Orðrétt segi ég: „Þeir
gátu selt verk sín reglulega og fengu
góðar viðtökur erlendis, og þá helst á
hinum Norðurlöndunum." Má vera að
ég geri lítið úr „harðfylgi, ósérhlífni,
vinnusemi og dugnaði" þeirra, sem var
alls ekki ætlunin. En bót er í máli að
þeir eru sjálfir iðnir við að minna
okkur yngra fólkið á þrengingar sínar
hér fyrr á árum.
En ég hef alltaf vitað að þú ert í
eðli þínu sannleikselskandi séntilmað-
ur. Það sannar þú með jákvæðum
ummælum þínum um Northem Poles
og framlag mitt til hennar. Bókin er
„vegleg“, prentunin „skýr og góð“,
bandið „vandað, svo og allur frágang-
ur“, útgáfan „þarfasta verk og góð
heimild um margt, sem fram hefur
komið á Norðurlöndum i framsækinni
list á áratugnum“. Og svo er „allt það,
sem vel og skilmerkilega er áréttað í
grein Aðalsteins, en þar er samankom-
inn heilmikill fróðleikur, sem hægt er
að vinna úr í framtíðinni".
Öllu þessu er ég auðvitað sammála.
Þó vil ég geta þess að nú, tveimur
árum eftir ritun þessa bókarkafla
míns, mundi ég sennilega breyta
áherslum í honum, snurfusa hann og
lagfæra nokkra hnökra sem á honum
eru.
Auk þess mundi ég standa öðruvísi
að vali mynda, væri ég einráður um
það, sem ég var ekki í þessu tilfelli.
Með starfsbróðurlegri kveðju,
þinn einlægur,
-ai
SJÁLFSTÆÐISMENN
Veljum
Guðmund H.
Garðarsson
í sæti
Kosningaskrifstofan er á jarðhæð Húss
verslunarinnar, gengið inn Miklubraut-
ar megin.
Skrifstofan er opin frá 9.00-22.00 og
símar eru 681841 og 681845.
Stuðningsmenn.