Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. Fréttir________________________ Egilsstaðahreppur: Miklar framkvæmdir á árinu Aima Ingólfedóttir, DV, Egflsstöðum.' Miklar framkvæmdir hafa verið unnar á vegum Egilsstaðahrepps á þessu ári. Má þar nefrta m.a. vega- framkvæmdir, en lagðir hafa verið 800 lengdarmetrar af bundnu slitlagi á götur bæjarins og er þá 65-70% af gatnakerfi Egilsstaða með bundið slitlag. Ennfremur voru steyptir 1400 lm af gangstéttum í sumar. Þá var endumýjaður ruslabrennsluofti, en mikil þörf var á því. Byggingafram- kvæmdir eru einnig töluverðar. Fyrsta áfanga af þremur er lokið í byggingu dagvistar. Stefht er að því að hafist verði handa við byggingu sundlaugar innan tíðar, þar sem núverandi sundlaug er alltof lítil og búningsaðstaða léleg. Þá er byrjað i gangi Guðmundur Pálsson, tæknifræðing- ur hreppsins. Ófremdarástand í verktakastarfsemi: „Stefha Vegagerðar ríkisins óheilbrigðu Ama Ingölfedóttir, DV, Egilsstoöonu Bjöm Pálsson er stjómarmaður í Landssambandi vörubifreiðastjóra og þar af leiðandi öllum hnútum kunnug- ur í verktakastarfsemi. Hann var inntur eftir atvinnuástandi verktaka hér á Egilsstöðum. Hann kvað það afleitt að fyrirtæki utan fiórðungsins fengju stærstu verkefnin í vegagerð á Austurlandi á meðan margir bílstjórar og tækjaeigendur hér hafa lítið sem ekkert að gera. „Stefha Vegagerðar- innar í útboðsmálum finnst mér óheilbrigð og þessi frjálsa markaðs- hyggía veldur hruni á heilum byggðar- félögum sé ekkert gert. Vegagerð ríkisins er í rauninni ekkert annað en stjórhsýslutæki sem rekin eru af ráðu- neyti og virðast allar ákvarðanir varðandi Vegagerð ríkisins eiga sér stórpólitískan bakgrunn. Allar til- raunir til að fá hlutlausa úttekt á raunverulegum hagnaði af útboðum hafa mistekist og tillaga um það hefur ekki fengist afgreidd frá Alþingi. Fyrr en það hefur gerst getum við ekki metið það hvort réttlætanlegt sé að setja mörg byggðalög í útrýmingar- hættu, byggðaeyðingu," sagði Bjöm Pálsson. Bjöm Pálsson, stjórnarformaður í Landssambandi vörubifreiðastjóra. DV-mynd Anna. Bundið slitlag við Koltröð. DV-myndir Anna. að innrétta húsnæði fyrir æskulýðs- og félagsstarf en það er um 200 m2 og verður væntanlega tekið í notkun um næstu áramót. Mikið hefur verið unnið á opnum svæðum að fegrun og snyrtingu en að því unnu að mestu leyti unglingar í vinnuskóla Egilsstaða. Einnig var unnið að lei- kvelli við Egilsstaðaskóla og er þvi verki að ljúka. Það sem helst er á döfinni hjá hreppnum um þessar mundir er að taka á atvinnumálunum. Ríkir nú ófremdarástand í mörgum atvinnu- greinum á öllu Austurlandi og má þar sérstaklega nefna verktakastarf- semi hvers konar en það ástand sem ríkir nú er afleitt og hefur í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir byggðarlagið í heild. Verslun KHB við Norðurgötu, Seyðisfirði. DV-myndir Anna Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum: Aukin þjónusta Arma Ingólfed, DV, Egilsstöðum: Svo virðist sem aukin ferða- mannaþjónusta Kaupfélags Héraðs- búa hafi haft í för með sér að enn fleiri ferðamenn hafa gist tjaldstæði kaupfélagsins. Á hið nýbyggða þjón- ustuhús þar stóran þátt, svo og gróskumikill trjágróður sem gerir tjaldstæðið skjólgott og næðissamt. Má nefha að skráð tjöld á tjaldstæði KHB voru í sumar 1550 og skráðir tjaldgestir 3050 manns. Töluverð söluaukning hefur orðið þúsund fjár á þessu hausti. Gert er ráð fyrir að meðalvigt verði hærri á dilkum á ár, en í fyrra reyndist með- alvigt vera 13,26 kg. Á síðasta ári hóf KHB á Seyðis- firði framleiðslu á þorskkinnum og gellum í neytendaumbúðum. Hefur sala á afurðum þessum gengið mjög vel og á þessu ári hafa selst um 4 tonn. Mestur hluti framleiðslunnar er seldur til Reykjavikur og hafa úrbeinaðar kinnar notið sérstakra vinsælda enda nýjung á markaðn- um. Þjónustuhús á tjaldstæði KHB. í verslun KHB það sem af er árinu. Er það m.a. að þakka auknum ferða- mannastraumi í sumar. Ennfremur hefur fjölbreytni í matvöru, þá helst kjöt- og fiskmeti, átt sinn þátt í aukningunni. Hefur starfsfólk í mat- vörudeild sótt námskeið í meðferð og framreiðslu á kjötvöru og þar af leiðandi hefur framboð á kjöti verið margvíslegra. Þann 12. september hófet slátrun hjá KHB í þremur sláturhúsum; Egilsstöðum, Reyðarfirði og Fos- svöllum. Áætlað er að slátra um 58

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.