Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. 5 Fréttir ^EG ÆTLA AÐ KAUPA EINA STÆÐU, HÚN KOSTAR EKKI NEMA 340 RÚBLUR (ISL kr.19.950.st.gr.) MEÐ SKÁP, HÁTÖLURUM OG ÖLLU SAMAN ÞETTA ÓVENJULEGA TILBOÐ GILDIR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Ráðherra lofar Stálvík 35 milljóna ríkisábyrgð Þorsteinn Pálsson fjármAlaráðherra hefur lýst sig reiðubúinn til að leita eftir heimild Alþingis fyrir ríkisábyrgð á 35 milljón króna láni til skipasmíða- stöðvarinnar Stálvíkur. Skilyrðin fyrir ríkisábyrgðinni eru þau að fyrirtækið tryggi sér aukið innborgað hlutafé, alls að upphæð 15-20 milljónir. Staða Stálvíkur hefur verið mjög ótrygg að undanfömu og lausaskuldir miklar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu ekki laun sín greidd í langan tíma og algjört ófremdarástand ríkti innan fyrirtækisins. Starfsmenn ann- aðhvort hættu störfum eða sátu án afkasta í vinnutímanum til að mót- mæla vangreiðslu launa. Stjóm fyrirtækisins hefur unnið að því að bæta þessa stöðu og að sögn Jóns Sveinssonar, forstjóra fyrirtækis- ins, er allt að komast í eðlilegt horf aftur. Utvegað var fjármagn til að greiða starfsmönnum og nú er búið að safria stórum hluta þess hlutafjár sem ríkið hefur gert að skilyrði fyrir ríkisábyrgð. „Skuldimar hlóðust upp þegar við vorum stöðvaðir við smíði nýrra skipa. Við höfum aðeins fengið viðgerðar- verkefni og höfum þess vegna þurft að standa í miklum fjárfestingum til þess að koma t.d. upp slipp. En okkar vandi ætti að leysast þegar við getum breytt lausaskuldum í föst lán,“ sagði Jón Sveinsson. -KB ----UM EITT ERU ÞEIR ÞÓ-- SAMMALA Bandarískir byssumenn eru á leið í islensku rjúpuna. Axarfjarðarheiði: Bandaríkja- menn á rjúpnaveiðar „Margir skotmenn skeyta hvorki um skömm né heiður og vaða inn á heið- ina án þess að fá leyfi. Staðreyndin er sú að stór hluti Axarfjíuðarheiði er í heimalandi jarða okkar,“ sagði Bjöm Benediktsson, hreppsstjóri og bóndi í Sandfellshaga II í Öxarfjarðarhreppi. „Við höfum verið að reyna að spyma við fótum og þvi bmgðið á það ráð að leigja Hótel Húsavík veiðirétt í heiðinni." Rjúpnaveiðitíminn hófst í gær og Hótel Húsavík er byrjað að auglýsa hópferðir fyrir skotmenn í rjúpuna á Axarfj arðarheiði: „Við erum aðallega að stíla upp á útlendinga og þá sérstaklega Banda- ríkjamenn og erum með heiðina á leigu í einn mánuð núna til að byrja með. Að ári setjum við kynningar- starfið í fullan gang og vonumst eftir góðum árangrisagði Pétur Snæ- bjömsson, hótelstjóri á Húsavík. „Tveggja daga ferðir með flugi og gist- ingu kosta tæpar 13 þúsund krónur ef einn er í bílaleiguhíl en rúmar 7 þúsund krónur ef þrír em saman í bíl.“ Bændurnir í Öxarfj arðarhreppi leigja 6 byssur á dag fyrir 700 krónur byssuna. Þá bjóða þeir fram leiðsögn fyrir ókunnuga og þá sérstaklega út- lendinga sem óvanir em rjúpnaveið- um. Veiðisvæðið á Axarfjarðarheiði er um 120 ferkílómetrar að stærð. Rjúpnaveiðitímanum lýkur 21. des- ember. -EIR Akureyri: Karlar éhressir Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; „Við erum að íhuga núna karlaferð. Það hafa karlmenn á Akureyri hringt og viljað fá slíka ferð og jafhframt lýst mikilli óánægju með að komast ekki í krúttmagaferðina,“ sagði Ásdís Ámadóttir hjá Samvinnuferðum- Landsýn á Akureyri. Alls halda 75 konur í fimm daga krúttmagaferð til Glasgow 19.-23. nóv- ember. „Hluti af hópnum er hinar svo- nefndu krúttmagakonur og þess vegna heitir ferðin krúttmagaferð. Við ætlum að skemmta okkur hressilega í Glas- gow, það mega karlmennimir vita,“ sagði Ásdís. 2 SJÓNVARPSBÚDIN HF. NÖFÐATÚNI 7 símí 677555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.