Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Kerfisbreytingar þörf
Almenningur hefur tilhneigingu til að líta á það
kerfi, sem gildir, eins og óbreytanlega staðreynd. Þó
mun nú orðinn talsverður skilningur á því, að afskipti
hins opinbera eru gjarnan til hins verra. Vissulega þarf
að hjálpa þeim, sem aftur úr dragast, til dæmis með
félagslegum stuðningi. En afskipti hins opinbera af
ýmsum efnum, stórum og smáum, eru einkenni þessa
lands. Færa má rök að því, að oft veldur þetta minni
tekjum þjóðarinnar, svo að úr minna er að spila en ella.
Afskipti ríkisins hafa hindrað, að jafnvægi næðist, og
með því skert lífskjör okkar.
Dæmin eru mörg. Hér verða nokkur tekin. Rúmlega
þriðjungi framleiðslu þjóðarinnar er ráðstafað af hinu
opinbera. Þetta hlutfall hefur farið stöðugt vaxandi á
síðustu áratugum. En ríkið kemur miklu víðar við.
Þannig tíðkaðist, að stjórnvöld ákvæðu vexti og
hvernig fé hefur verið varið. Nú hefur vaxtafrelsi verið
innleitt. Það er framfaraskref og mun leiða til meira
jafnvægis. En ríkið hefur enn of mikil áhrif á markaðn-
um, til dæmis vegna fj árfestingasj óða og með miklum
eigin slætti, sem skerðir það fjármagn, sem almennir
borgarar eiga kost á.
Verzlunarráð segir réttilega, að við munum bjóða
heim enn sem fyrr óarðbærum fjárfestingum, meðan
stór hluti fjárfestinga er fjármagnaður af opinberu fjár-
festingasjóðakerfi. Þetta kerfi er mikið til háð framlög-
um og afskiptum stjórnvalda og rígbundið tilteknum
atvinnugreinum eða verkefnum. Þannig þarf að stíga
fleiri skref í framhaldi aukins vaxtafrelsis. Vinda verð-
ur ofan af þessu kerfi. Það segir sig sjálft, að ráðstöfun
fjármagnsins verður ekki með eðlilegum hætti, fyrr en
frjáls markaður ræður henni. Þá fyrst mun fjármagnið
ganga til þeirra verkefna, sem eru arðvænlegust frá
sjónarmmiði heildarinnar. Þá fyrst munu lífskjör batna
eins og þörf er.
Skyld þessu eru afskipti ríkisvaldsins af ákvörðun
fiskverðs og búvöruverðs.
Fiskverð er ákveðið af fulltrúum fiskseljenda og fisk-
kaupenda. Þó svo, að náist ekki samkomulag, kemur
til sögu fulltrúi ríkisins, sem hefur oddaaðstöðu og
ræður því verðinu í reynd. Fulltrúa ríkisins er falið að
taka mið af ýmsum þáttum, sem oftar en ekki eru ósætt-
anlegir. Miðstýrð ákvörðun verðsins hefur valdið því,
að veiðar og vinnsla fá ekki að þróast með eðlilegum
hætti. Eitt dæmi um það hefur verið offjárfesting í fiski-
skipum, sem athygli er enn beint að nú síðustu daga.
Þá vita allir, að yfirleitt hefur ákvörðun fiskverðs verið
fylgt eftir með gengislækkunum. Þetta kerfi við ákvörð-
un fiskverðs hefur stórlega skaðað landsmenn, þar sem
fjármagnið hefur ekki skilað nauðsynlegum arði. Nú
eru vonir til, að opinn fiskmarkaður taki við. Verðið
verði ákveðið á grundvelli framboðs og eftirspurnar.
Loðnuverð hefur verið frjálst. Allt fiskverð þarf að gefa
frjálst. Þá fyrst munu landsmenn bera það úr býtum,
sem þörf er á.
Á sama hátt hafa afskipti hins opinbera af búvöru-
verði verið af hinu illa í tengslum við innflutningsbann
á búvörum. Ákvörðun búvöruverðs, þar sem hið opin-
bera kemur við sögu, veldur útflutningsuppbótum og
niðurgreiðslum. Þetta er greitt af hinu opinbera, það
er skattgreiðendum. Miðstýrða verðákvörðunin ýtir
undir óhagkvæman búrekstur. Almenningur borgar.
Haukur Helgason.
Skeltt í lás?
Breski rithöfundurinn George Or-
well var að vísu sósíalisti, en hann
var alltaf tilbúinn til þess að taka
sannleikann fram yfir sósíalismann,
þegar hann sá þetta rekast á. Með
sama hætti verðum við frjálshyggju-
menn undantekningarlaust að láta
sérhagsmuni víkja fyrir almanna-
hagsmunum, þótt þar eigi hlut að
máli menn eða hópar, sem við metum
mikils. Við megum aldrei breyta
hugsjónum okkar í skiptimynt á
markaðstorgi stjómmálanna. Þetta
segi ég eftir lestur greinar eftir Pál
Torfa Önundarson um fyrirsjáanlegt
oöfamboð á læknum í Morgunblaó-
inu hinn 30. október síðast liðinn,
en svo þótti blaðinu til um boðskap
hans, að það sló upp frétt um málið
með stóru letri á baksíðu sama dag.
Hér ætla ég að fara nokkrum orðum
um þennan boðskap og reyna að
draga fram í dagsljósið nokkur at-
riði, sem sumum lesendum þessarar
greinar kann ella að sjást yfir.
Boðskapur Páls Torfa Önund-
arsonar
Páll Torfi Önundarson (sem lýkur
að sögn Morgunblaðsins sémámi í
lyflækningum í Bandaríkjunum vor-
ið 1987) segir í grein sinni, að
atvinnuhorfur íslenskra lækna fram
til ársins 2010 séu síður en svo góð-
ar. Hér á íslandi starfi nú um 700
læknar. Erlendis stundi hins vegar
um 290 læknar sémám, og ekki séu
miklar líkur á þvi, að næstu 5-6 árin
losni hér 300 störf fyrir þá. Enn-
ffemur megi gera ráð fyrir, að um
360 íslenskir læknar útskrifist næsta
áratuginn og um 150 þeirra haldi út
í sémám. Stórkostlegt offramboð sé
þvi fyrirsjáanlegt á læknum. Páll
Torfi heldur því ffam í grein sinni,
að margir læknanemar hefðu ekki
farið út í læknisnám á sínum tima,
ef þeir hefðu haft fullnægjandi upp-
Iýsingar um atvinnuhorftir að því
loknu. En hann gerir að megintil-
lögu sinni, að á næstu árum séu
þeir læknar, sem séu að hverfa heim
frá sémámi erlendis, ráðnir í störf,
Frjálshyggjan er
mannúðarstefna
Kjállarinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
lektor f heimspekideild
sem losna, og næsta hálfan annan
áratuginn útskrifi Læknadeild ekki
nema 5-10 á ári. Svo að hispurslaus-
ara orðalag sé notað, leggur Páll
Torfi til, að aðgangur að læknastétt-
inni sé stórlega takmarkaður til að
tryggja þeim, sem þegar hafa hlotið
læknismenntun, þau störf, sem losna
næsta hálfan annan áratuginn.
Framtíðarspár aldrei staðist
Þrjár athugasemdir má gera við
þennan boðskap Páls Torfa Önund-
arsonar, og nægir hver þeirra um sig
að mínum dómi til þess að vísa hon-
um á bug. Hin fyrsta er, að í hinni
síbreytilegu og óraflóknu framvindu
lífsins getur enginn sagt fyrir um það
með fullri vissu, hvaða þörf verður
fyrir lækna í ffamtíðinni. Einhver
ófyrirsjáanleg breyting á mataræði
eða öðrum lífeháttum okkar íslend-
inga getur til dæmis skyndilega
aukið (eða minnkað) eftirspum eftir
læknum. Þeir spámenn og speking-
ar, sem hafa spreytt sig á að fram-
lengja tilteknar þróunarlínur á
línuritum, hafa flestir satt að segja
orðið sér til skammar. Spár þeirra
hafa aldrei staðist.
Eftirspurn eftir læknum fer
eftir verði á læknisþjónustu
önnur athugasemdin er, að sjálf
hugmyndin um varanlegt ofífamboð
er ekki rökrétt. Það er allt að því
óffávíkjanlegt lögmál, ef offramboð
er á einhverri vöru eða þjónustu á
ífjálsum markaði, að þá lækkar verð
þeirrar vöru eða þjónustu niður í
það, sem eftirspum er eftir. Offram-
boð á læknum getur því ekki verið
varanlegt á frjálsum markaði. Þar
hljóta verðbreytingar fyrr eða síðar
að brúa bfíið á milli ffamboðs og
eftirspumar. • Ef islenskur almenn-
ingur er til dæmis fús til að greiða
300 læknum 80 þús. kr. á mánuði
hveijum á næstu tíu árum, þá ætti
hann að geta greitt 400 læknum 60
þús. kr. á mánuði hverjum á sama
tímabili. Hann ætti að vera feginn,
því að hann fengi þannig meiri þjón-
ustu á lægra verði. Biðlistar á
sjúkrahúsum og biðraðir á lækna-
stofum myndu að minnsta kosti
hverfa. Ef aðstæður em eins og Páll
Torfi Önundarson hefur lýst þeim,
þá er í rauninni um tvo kosti að
velja fyrir okkur íslendinga: færri
lækna á hærri launum eða fleiri
lækna á lægri launum.
„Það, sem þér viljið, að aðrir
menn gjöri yður...“
Það er skiljanlegt, að þeir, sem
þegar em orðnir læknar, taki fyrri
kostinn. Þeir vilja takmarka fram-
boð lækna til þess að njóta hærri
launa en þeir gætu sett upp á fijáls-
um markaði. Til þess að halda uppi
verðinu á þjónustu sirrni hyggjast
þeir loka dymnum fyrir nýjum
mönnum. En þá er komið að þriðju
athugasemd minni í þessari grein.
Hvaða réttlæti er í því, að þeir fái
að stöðva nýja kynslóð, sem bíður í
dyrunum og á þá ósk heitasta að fá
að stunda lækningar? Hvers virði
er þá Hippókratesareiðurinn orðinn?
I hinni helgu bók segir, að það, sem
þér viljið, að aðrir menn gjöri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra. Hefði
Páll Torfi Önundarson kært sig um
það sem ungur og áhugasamur
læknanemi, að eldri kynslóðin hefði
skellt í lás í andlitið á honum? Við
verðum að gera okkur grein fyrir,
hvað hann er í rauninni að segja
með tillögu sinni um, að Læknadeild
Háskóla íslands útskrifi ekki nema
5-10 lækna á ári.
Allar dyr opnar
Ég er áreiðanlega ekki einn um
að bera mikla virðingu fyrir lækn-
um, og óvíða er betra mannval á
íslandi en í þeirra hópi. En læknar
mega ekki mynda einokunarsamtök
um að hækka verð þjónustu sinnar,
og síst mega þeir reyna að loka leið-
inni inn í starfsgrein sína fyrir nýju
fólki, eins og mér sýnist Páll Torfi
Önundarson hafa í huga í grein sinni
í Morgunblaðinu. Draumur okkar
fijálshyggjumanna er um rúmgott,
mannúðlegt þjóðskipulag, þar sem
allir fá tækifæri til að spreyta sig,
hvort sem þeim tekst síðan eða mis-
tekst - þjóðskipulag, þar sem allar
dyr eru opnar.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
ustu sinnar, og síst mega þeir reyna að loka leiðinni inn í starfsgrein sína
fyrir nýju fólki,...“
„Offramboð á læknum getur því ekki verið
varanlegt á frjálsum markaði. Þar hljóta
verðbreytingar fyrr eða síðar að brúa bilið
á milli framboðs og eftirspurnar.“