Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Page 23
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
23
Iþróttir
Stuttar fréttir frá Englandi:
Bordeaux og París St.
vilja fá Hoddle
- og Gladbach hefur áhuga á Terry Gibson
Rafn Ra&ssan, DV, Engiandi;
„Glenn Hoddle er ekki til sölu,“ sagði
David Pleat, framkvæmdastjóri Tott-
enham, þegar írönsku félögin Borde-
aux og París St. Germani lýstu yfir
áhuga á að kaupa Hoddle sem er met-
inn á eina milljón sterlingspunda. Það
vakti mikla athygli að Hoddle var
ekki í byijunarliði Tottenham gegn
Norwich á laugardaginn.
Tony Gibson, sóknarleikmaður hjá
Manchester United, hefur tilkynnt að
hann vilji ekki fara til Watford. Lund-
únafélagið var tilbúið að borga 300
þús. sterlingspund fyrir hann. Boruss-
ia Mönchengladbach er tilbúið að
kaupa Gibson ef Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri United, vill selja hann.
• Brian Clough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, hefur hug á að
kaupa norska landsliðsmanninn Ketil
! Keeling kominn
til Keflavíkur
I
Magnús Gislason, DV, Suðumesjum: ^ ^ ^
Enski knattspymuþjálfarinn Peter Peter Keeling er frá Manchester.
Keeling kom til Keflavíkur í nótt. Hann hafði samband við Keflvík-
Hann mun ræða við forráðamenn inga að fyrra bragði. Þess má geta
Keflavíkurliðsins og mæta á fundi að hann er með þjálfaratilboð frá
með leikmönnum þess. Kristján Sviþjóð og Englandi.
Ingi Helgason, formaðm- knatt- -SOS
l^spymuráðs Keflavíkur, kom frá
Njarðvík lagðí KR
Njarðvíkingar unnu góðan sigur,
80-79, yfir KR-ingum í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik á laugardaginn. Leik-
urinn var æsispennandi undir lokin
eða þegar KR-ingar vom að saxa á
forskot Njarðvíkinga sem höfðu yfir,
78-71. KR-ingar minnkuðu muninn í
78-76 en Njarðvíkingar svömðu með
tveimur stigum. Þegar stutt var til
leiksloka skoraði Guðni Guðnason
þriggja stiga körfu, 80-79, og eftir það
fengu KR-ingar knöttinn en þeir náðu
ekki að tryggja sér sigur.
Helgi Rafhsson var stigahæsti leik-
maður Njarðvíkinga með 26 stig.
Valur Ingimundarson var með 22.
Guðni skoraði flest stig fyrir KR eða
25. Garðar Jóhannsson var með 20.
• Einn leikur var leikinn í úrvals-
deildinni í gærkvöldi. Haukar unnu
sigur yfir Fram, 67-47.
Osvald frá Lilleström. Það var Einar
Aas, fyrrum leikmaður Forest, sem
benti Clough á Ketil.
• Forráðamenn 1. deildar félagannai
í Englandi koma saman á morgun.
Þá verður rætt um hvort setja eigi
bann á gervigrasvelli.
• Það vakti mikla athygli í leik
Watford og Charlton að Graham Tayl-
or, framkvæmdastjóri Watford, hljóp
af varamannabekknum og að áhorf-
endastúkunni. Þar öskraði hann á
einn áhorfenda. „Þessi maður var bú-
inn að vera að gera hróp að einum
leikmanna minna,“ sagði Taylor.SOS
• Glenn Hoddle.
Letthja
Selfyssingum
Sveinn Á Siguiðssan, DV, Selfoss:
Selfyssingar unnu öruggan sigur,
26-10, yfir Hveragerði í 3. deildar
keppninni í handknattleik. Um 200
áhorfendur sáu Selfyssingar byrja
leikinn með miklum látum og var stað-
an orðin 11-1 þegar 25 mín. voru búnar
af leik. Hveragerði skoraði sitt eina
mark úr vítakasti. Staðan í leikhléi
var 11-5. Einstefnan hélt síðan áfram
í seinni hálfleiknum.
Sigurjón og Sigurður skoruðu sín
hver sex mörkin fyrir Selfoss en Stefán
Halldórsson var markahæsti leikmað-
ur Hveragerðis með þrjú mörk.
Klemenz Klemenzsson, markvörður
Selfyssinga, varði þrjú vítaköst af fjór-
um sem Hvergerðingar fengu.
-sos
VILTU FÁ MEIRA UT UR
LÍFINU? Regina Royal Jelly
* ferskt frá náttúrunni
Drottningahunang er
öflugasta efnasamsetn-
ing sem fyrirfínnst frá
náttúrunni. ,,FERSKT“
Royal Jelly er náttúruleg-
ur efnahvati sem hefur
áhrif á allan líkamann og
taugakerfið. Fólk, sem
neytir þess, getur um
aukið líkamsþrek og
þrótt, aukinn kraft og
vellíðan.
ÚTSÖLUSAÐIR:
Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11 - Heilsubrunnurinn, Húsi Verzlunarinnar.
Gufu- og nuddstofan Hótel Sögu - Snyrtistofa Viktoríu, Eddufelli 2.
Sólstudíó, Dalshrauni 13 - Andromeda, Iðnbúð 4 - Sóley, Keflavík.
Heildsölubirgðir: Mersí, 'sími 22476.
Skrifstofan Háaleitisbraut 1 er opin virka daga
frá kl. 9-22 og um helgar kl. 10-17.
Sjálfstæðismenn, efium flokksstarfið,
gerum skil á heimsendum happdrættismiðum
\
HAPPDRÆTn
HAUST.
SJALFSTÆÐISFLOKKSINS
VERÐMÆTIR VINNINGAR
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
HRINGIÐ f SÍMA 82900