Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 24
24
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
25
íþróttir
íþróttir
Verður Gunnar áfram hjá Schalke?
Atii Hilmaisson, DV, V-Þýskalandi:
Gunnar Gíslason hefur líkað
vel dvöl sín hjá Schalke en hann
hefur æft með félaginu um viku-
tíma. Það er enn ekki ljóst hvort
Schalke býður Gunnari samning
en er talið frekar ólíklegt og þá
sérstaklega þar sem félagið keypti
leikmann fyrir nokkrum dögum.
Gunnar mun vera hjá Schalke
þar til á miðvikudaginn. Þá verður
það ljóst hvort honum verður boð-
inn samningur. Ef ekki þá heldur
hann til íslands og síðan til Nor-
egs. Gunnar hefur skrifað undir
samning við norska 1. deildar liðið
Moss. Hann skrifaði undir þann
samning með fyrirvara.
-SOS
Afli fflmaisson, DV, V-Þýskalandi:
Ásgeir Sigurvinsson, sem var
skorinn upp við meiðslum í öxl
fyrir helgina, er með bestu meðal-
einkunn k nattspy m umanna í
V-Þýskalandi hjá blaðinu Bild,
þrátt fyrir að hann hafi ekki leikið
með Stuttgart á laugardaginn.
Ásgeir er með meðaleinkunnina
2,64. Waas hjá Leverkusen er í
öóru sæti með 2,69 og Wuttke hjá
Kaiserslautem er með 2,77.
Ásgeir mun verða frá í sex vikur
vegna axlarmeiðslanna, sem hann
hlaup í Evrópuleik Stuttgart.
-sos
ÍS-stúlk-
urnar þraut-
seigari
Stúlkumar í ÍS og Breiðabliki
þurftu hundrað mínútur og fimm
Itrinui- til að fá úrslit í viðureign
þeirra í Hagaskóla í gær. Virðist
stefria í að baráltan unt Islands-
meistaratitilinn í blaki kvenna
verði skemmtileg í vetur.
Eftir að Breiðabliksstúlkurnar
höfðu leitt fyrstu hrinu glopruðu
þær henni niður í lokin og ÍS sigr-
aði, 16-14. UBK, með Þorbjörgu
Rögnvaldsdóttur. Oddnýju Er-
lendsdóttur og Sigurborgu
Gunnarsdóttur sem bestu leik-
memt, tók aðra og þriðju hrinu,
15-12 og 15 -8.
Háskólastúlkur, leiddar af Auði
Aðalsteinsdóttur og Málfríði Páls-
dóttur, reyndust hins vegar þraut-
seigari og sigruðu í íjórðu og
fimmtu, 15-10 og 15-8. -KMU
Staðan
•Arnór Guðjohnsen sést hér fagna marki. Hann varð að fara af leikvelli í gær, meiddur á fæti.
?;Héltfyrstað ég
væri fótbrotinn“
- sagði Amór Guðjohnsen sem fékk gróft spark
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
„Ég hélt í fyrstu að ég væri fót-
brotinn. Þetta var rosalegt spark sem
ég fékk rétt fyrir neðan hné. Sársauk-
inn var gífurlegur. Heppnin var með
mér þar sem það kom í ljós við skoðun
að ég var ekki brotinn. Bólgan er mik-
il í fætinum og verkimir ná niður í
tá,“ sagði Amór Guðjohnsen sem varð
að fara af leikvelli þegar Anderlecht
lagði Waregem að velli, 1-0, í gær.
Amór varð að fara af leikvelli í seinni
hálfleik.
Það var Christjans sem braut svo
gróflega á Amóri - sparkaði viljandi
í hann. Það vakti mikla athygli að
hann fékk ekki að sjá rauða spjaldið.
Amór var ekki eini leikmaðurinn hjá
Anderlecht sem meiddist í leiknum.
Lozano varð að fara af leikvelli, rif-
beinsbrotinn.
Anderlecht er á toppnum í Belgíu,
eða 17 stig eins og FC Bmgge. Það
var Pierre Jensen sem skoraði sigur-
mark liðsins gegn Waregem. Standard
Liege er með 15 stig og síðan koma
Lokeren og Beveren með 13 stig.
• Ragnar Margeirsson og félagar
hans hjá Waterschei máttu þola tap,
1—3, fyrir Winterslag í 2. deildar
keppninni. Ragnar var nær búinn að
jafna þegar staðan var, 2-1. Þá varði
De Brauyne, markvörður Winterslag,
meistaralega skot frá honum.
-SOS
rGuðmundur Torfá
! eða Woodcock?
•Atfreð Gíslason.
Alfreð
skoraði
sex mörk
Afli HÍlnarsson, DV, V-Þýskalandi:
Alfreð GLslason skoraði sex
mörk fyrir Essen þegar félagið
lagði Hofweier að velli, 30-20, í
gær. Essen hefúr leikið 24 leiki í
röð án taps á heimavelli sfnum -
unnið 23 og gert eitt jafntefli.
Essen hefur nú 15 stig, Gross-
wallstadt 13, Dússeldorf 11,
Göppingen 11, Milbertshofen 10,
Schwabing 9, Gummersbach 8,
Kiel 8, Hofweier 7, Lemgo 6, Dort-
mund 6, Hameln 4, Schutterwald
2 og Handewitt 2.
•Bjami Guðmundsson skoraði
sjö mörk fyrir Wanne Eicken þegar
félagið lagði Jurden. -SOS
Real Madrid
á toppnum
Francisco Bryo, markvörður Re-
al Madrid, var hetja Real í Sevilla,
þar sem félagið vann sinn fyrsta
sigur í fjórtán ár. Bryo, sem varði
tvær vítaspymur gegn Juventus á
dögunum, varði vítaspymu frá
fymun félögum sínum hjá Sevilla.
Það var Ricardo Gallego sem skor-
aði sigurmark Real Madrid, 1-0.
Barcelona varð að sætta sig við
jafntefli, 0-0, á heimavelli gegn
Zaragossa. Mark Hughes lék ekki
með Barcelona vegna meiðsla.
Cedrun, markvörður Zaragossa,
átti stórleik í markinu.
Real Madrid er með 19 stig,
Barcelona 18, Espanol og Atletico
Madrid 16. -SOS
Tap fyrir Noregi
íslenska landsliðið i handknatt-
leik hafnaði í þriðja sæti í alþjóð-
legu. handknattleiksmóti í
Hollandi. íslenska liðið tapaði,
23-27, fyrir Norðmönnum í gær.
Kristján Arason og Páll Ólafeson
komu frá V-Þýskalandi til að leika
leikinn. Þeir mættu á keppnisstað
aðeins 20 mín. fyrir leikinn. Norð-
menn vom yfir, 14-13, í leikhléi.
Kristján skoraði flest mörk ís-
lands, eða 8. Páll skoraði 5. -SOS
- eru undir smásjánni hjá Berchem
Staðan i 1.
er þessi:
Víkingur
is
Fram
Þróttur, R.
HK
Þróttur, N.
KA
HSK
deild karla í blaki
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Guðmundur Torfason lék ekki
með varaliði Berchem gegn Loker-
en í gær eins og reiknað var með.
Guðmundur er enn hjá félaginu,
sem hefúr einnig augastað á enska
leikmanninum David Woodcock,
sem leikur með 3. deildar liðinu
Darlington. Blaðið Hed Newsblad
sagði frá þvi í gær að valið stæði
á milli Guðmundar og Woodcock.
iniiii uuumuiiuni ug uuuuuuua. vGuðmundur Torfason.
Þjálfari Berchem vill fá að sjá
Guðmund og Woodcock leika með
liði sínu gegn sterkum félögum.
Berchem hefur ekki gengið vel
að undanfomu. Félagið er í neðsta
sæti í belgísku 1. deildar keppn-
inni, með aðeins þrjú stig eftir tíu
leiki. Berchem tapaði, 0-1, fyrir
Lokeren á heimavelli í gær. Þess
má geta að aðsókn á leiki liðsins
er ekki mikil, þetta 2-3 þús. áhorf-
endur á leik. -SOS
Knapp eins og
enskur hertogi!
Það eru ekki allir sem syngja lof-
söng um fyrrum þjálfara íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, Tony
Knapp.
Einn af þeim, sem er uppsigað við
Tony í Noregi, lætur í sér heyra í
dagblaðinu Bergens Tidende. Það er
Ivar Morten Normark. Sá fékk lítið
að spila með Brann í sumar og er nú
á leiðinni frá félaginu og Bergen.
„Knapp er eins og enskur hertogi
sem kemur til nýlendu inni í miðri
Afríku. Hann umgengst leikmennina
eins og þræla sína og þjálfunarað-
ferðir hans eru eins og hjá einræðis-
herra,“ segir hann.
Normark fékk heldur betur valsinn
til baka frá gömlu félögunum sínum
í liðinu fyrir þessi orð í garð Knapp.
Voru honum ekki vandaðar kveðj-
urnar þar. Knapp hafði sjálfur mest
gaman af þessu uppþoti í stráksa.
„Hann þurft.i að taka það út á ein-
hverjum að hann komst ekki í liðið
og ég ligg vel við höggi eins og allt-
af,“ sagði hann. -klp-
• Hertoginn á heimavelli... Tony Knapp á knattspyrnuvelli í Noregi.
• Páll Ólafsson lék mjög vel með Dusseldorf.
Páll Ólafsson
skoraði níu mörk
- og átti stórleik með Diisseldorf
gegn Kristjáni Arasyni og félögum
hans hjá Gummersbach, sem unnu,
25-24. Kristján skoraði þrjú mörk úr
fjórum skottilraunum og þá átti hann
fimm sendingar sem gáfú mörk. Þess
má geta að Wunderlicht skoraði tvö
mörk beint úr aukaköstum - sendi
knöttinn fram hjá tveggja metra vam-
armúr Gummersbach. Wunderlecht er
marhahæstur í V-Þýskalandi, með 75
mörk.
-sos
Afli Hilmaissan, DV, V-Þýskalandr
Páll Ólafeson átti snilldarleik með
Dússeldorf þegar félagið vann góðan
sigur, 19-16, á útivelli gegn Schutter-
wald. Páll fór á kostum og skoraði níu
mörk í leiknum. Sigurður Sveinsson,
sem er þriðji markahæsti leikmaður-
inn í V-Þýskalandi, með 59 mörk, var
tekinn úr umferð þegar Lemgo og
Göppingen gerðu jafntefli, 22-22. Sig-
urður skoraði fimm mörk í leiknum.
Lemgo var með fimm marka forskot
um tíma en leikmenn liðsins gátu síð-
an hrósað happi að ná jafntefli.
Rétt fyrir leikslok fékk Göppingen
vítakast. Pólverjinn Klempel tók víta-
kastið en markvörður Lemgo varði.
Klempel, sem er annar markahæsti
leikmaðurinn í Bundesligunni, með 74
mörk, skoraði 13 mörk í leiknum, þar
af 10 eftir aukaköst.
Tröllið Wunderlicht skoraði 13 mörk
fyrir Milbertshofen. Það dugði þó ekki
\
•Sigurður Sveinsson.
Burruchaga
til Napoli
Afli HSniaissan, DV, V-Þýskalandi
ítalska félagið Napoli hefúr keypt
argentínska landsliðsmanninn
Burruchaga frá franska félaginu
Nantes á kr. 108 milljónir. Napoli
keypti Burruchaga til þess að Mara-
dona verði áfram hjá félaginu en þeir
eru miklir félagar. Þess má geta að
Bayem Múnchen er tilbúið að kaupa
Maradona á 370 milljónir frá Napoli.
-sos
4 3 1 94 6
4 3 19-76
3 2 18-34
2 2 0 6-2 4
3 2 1 64 4
2 0 2 3-6 0
3 0 3 2-9 0
3 0 3 1-9 0
-KMU
Enn baka
Framarar
Framarar virðast kunna vel við að
baka andstæðinga sína i blakinu þessa
dagana. Um síðustu helgi var það ÍS.
í gær lenti Héraðssambandið Skarp-
héðinn í ofninum.
Baksturinn í gær tók aðeins 33 mín-
útur. Hrinur fóru 15-6, 15-1 og 15-2,
samtals 45-9.
Fram komst í 14-0 í lokahrinunni.
Ómar Pálmason hafði gefið upp öll
stigin en í fimmtándu uppgjöfinni
brást honum bogalistin. Sunnlending-
um tókst að nýta sér tækifærið og
bjarga sér frá „egginu“, sem Stúdentar
höfðu mátt þola gegn Fram.
Bræðumir Jón Grétar og Ólafur
Traustasynir voru bestir í liði Fram.
HSK-liðið, án tveggja sterkra leik-
manna, var dapurt. -KMU
Studentar i kroppum
dansi í Neskaupstað
- heimamenn yfir, 14-12, í urslrtahrinunni
„Það var gremjulegt að tapa þessu,“
sagði Ólafur Sigurðsson, þjálfari blak-
liðs Norðfirðinga eftir hörkuleik við
íþróttafélag stúdenta í Neskaupstað á
laugardag.
Framan af var leikurinn köflóttur. IS
sigraði í tveim fyrstu hrinum, 15-7 og
15-4. Þrótti tókst naumlega að fram-
lengja leikinn með 15-13 sigri í þriðju
hrinu. Þeim sigri fylgdu heimamenn eft-
ir með 15-1 bursti. Staðan þá orðin 2-2
og stemmningin á þéttsetnum áhorf-
endapöllum rafmögnuð.
„Stúdentar komust í 8-2 i úrslitahrin-
unni og við síðan í 14-12. Það var tómur
aulaháttur hjá okkur að klára ekki úr-
slitahrinuna. Þetta var mikill tauga-
titringur hjá okkur í lokin,“ sagði
Ólafur.
Stúdentum tókst að síga fram úr og
sigra, 16-14, og leikinn þar með, 3-2,
þrátt fyrir erfiða áhorfendur.
Þorvarður Sigfússon var sterkastur í
liði ÍS. Hjá Þrótti var Ólafur Viggósson
langbestur. Marteinn Guðgeirsson, Sig-
finnur Viggósson og Guðbjartur
Magnason reyndust einnig erfiðir Stúd-
entum sem hafa í þokkabót mátt þola
það að vera veðurtepptir fyrir austan
um helgina.
Hvassviðrið yfir landinu hafði einnig
þau áhrif að kvenna- og karlalið Þróttar
úr Reykjavík komust ekki til Akureyrar
til að leika við KA.
Mats Wilander tapaði stórt
Guraflaugur A. Jónsaan, DV, Svíþjóð:
Stefán Erberg vann óvæntan
stórsigur yfir Mats Wilander í úr-
slitaleik opna Stokkhólmsmótsins
í tennis sem lauk í gær. Etberg
vann, 6-2, 6-1 og 6-1. Þeir félagar
eru í þriðja og fjórða sæti á listan-
um yfir bestu tennisspilara heims.
•í Antwerpen í Belgíu vann
John McEnroe sigur yfir Mecir frá
Tékkóslóvakíu í úrslitaleik á tenn-
ismóti þar, 6-3,1-6,7-6,5-7 og 6-2.
-sos
•Ásgeir Sigurvinsson.
Ásgeir í
ersta ssti
hjá Bild
HLISA
SMIÐJAN
5ÚÐARVOG1 3-5. 104 REYKJAV1K - SÍMI 687700
MALNINGAR
Ef þú ætlar aö flikka upp innandyra eöa utan
meö nýjum litum þá þarftu aðeins á einn stað.
i Húsasmiójuna. Þar færðu málningarvörurnar
sem þú þarft. Ekki aðeins litina heldur einnig
pensla, rúllur og annað sem léttir þér verkið.
HÚSASMIÐJAN — Heimur fyrir handlagið fólk.
ORKIN/SÍA