Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
43
Sviðsljós
Keppt við tímairn
fyrir beina útsendingu
Þátturinn í takt við tímann var send-
ur út siðastliðið föstudagskvöld í
fyrsta skipti með stjómendunum El-
ínu Hirst, Jóni Gústafssyni og Ásdísi
Loftsdóttur. Sent var út frá nýja út-
varpshúsinu við Efstaleiti í húsnæði
sem óneitanlega er líka í takt við
tímann - hálfbyggt og hálfkarað eins
og þorri íslenskra húsbyggjenda
kannast allt of vel við.
Innan um sementsryk og snúru-
skóg fann hver sinn stað í verkinu.
Á gólfinu var plast yfir órykbundu
gólfinu. Eins gott að gleyma sér ekki
með myndavélina því þegar inn í
stofu áhorfenda var komið varð svið-
ið að verka sannfærandi. Úti glumdu
við stórhríðarhviður en fyrir innan
fóm taugakerfi hamförum þegar leið
að beinni útsendingu. Einn var kom-
inn með gamalkunnar magahviður
en annar kvartaði yfir þvi að finna
ekki fyrir neinu - það þótti uggvæn-
lega óeðlilegt og betra að hafa
streituna með sér til að nýta kraft-
inn.
Aðalefni þáttarins var fjölmiðla-
byltingin, tískuhræringar og heim-
sókn til eiginkonu númer eitt í
Reykjavíkurborg - Ástríðar Thorar-
ensen, maka Daviðs Oddssonar
borgarstjóra. Ekkert hik var á mönn-
um þegar stóra stundin rann upp en
meðfylgjandi myndir KAE voru
teknar fimmtán til fimm mínútum
fyrir útsendinguna. -baj
í hálfbyggðu húsi - ilmandi af sementsryki - þræddu starfsmenn þáttarins veginn í þéttum snúruskógi. Mitt í ringulreiðinni sat Sigurbjörn Aðalsteinsson
þögull og rólegur - umhverfið megnaði ekki að raska rólyndislegu yfirbragðinu.
n bs, ÍaÉfllK
I ■ 1
Guðrún Harðardóttir smellti andlitinu á Elínu Hirst með nokkrum vel æfðum
handtökum.
„Er ég ekki orðin alveg voðalega gelluleg með allt þetta meik?“ spurði
Ásdís Loftsdóttir áhyggjufull.
„Hárið á mér er alveg hræðilegt," sagði Elín og fékk sér góðan reyk niður í lungun til áhersluauka. Hún hefur
liklega ekki fjárfest i tyggjótöflunum ennþá.
VATN +
VELUÐAN
Það jafnast ekkert á við
nýstandsett baðherbergi
frá parma í Hafnarfirði.
Útborgun 20%.
Eftirstöðvar í allt að 9 mánuði.