Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Page 13
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. 13 DV Neytendur Páska(fúl)egg frá 1985 í Kaupstað Er við fórum að taka saman stig úr páskaeggjaprófun tókum við eftir því að ein tegundin var áberandi mikið lægri í stigum heldur en aðrar. Er við fórum að athuga málið kom í ljós að eggið var með nýjum verðmiða ofan á gömlum. Aftan á kassann var einnig letrað: Best fyrir fyrsta júlí 1985 en á ensku. Gömul egg hafa sem sagt verið til á lager og verið ákveðið að selja þau enda þótt þau væru orðin hálfgerð fulegg, að minnsta kosti var eggið Á myndinni sést vel hvernig nýr verð- miði hefur verið limdur yfir gamlan, athugið að þó verðmiðinn sé merktur Viði þá var eggið keypt í Kaupstað. ansi stropað. Enda skilja bömin ekki endilega ensku og það eru þau sem koma til með að neyta eggjanna. Við viljum brýna það fyrir fólki að varast slíka vöru, það er aldrei að vita hvaða bakteríur geta þrifist í slíkum vamingi. Einnig viljum við beina þeim tilmælum til forráðamanna verslunar- innar Kaupstaðar að fara nú endilega að taka til á lagemum hjá sér oghenda þvi sem þar er ónýtt. Er ekki annars kominn tími til að neytendur fari að sniðganga þá vöm sem merkt er á annarlegum tungum. -PLP Vel merktar umbúðir, gallinn er bara sá að allt er á ensku. Þrátt fyrir þetta fer ártalið ekki milli mála. Súkkulaðiegg síðan 1920 Margh- telja að saga páskaeggjanna tengist fyrst og fremst kristinni trú. Svo er ekki því páskaeggjasiðurinn er miklu eldri. Þá er að sjálfsögðu ekki átt við súkkulaðieggin heldur lituðu hænueggin sem vinsæl em erlendis en hafa ekki átt neinum vinsældum að fagna hér á landi nema ef vera skyldi nú á allra síðustu árum. Þessi siður var þekktur í Persíu fyrir 5 öldum en þá fögnuðu menn vorkomu með því að gefa hver öðrum lituð egg. Kristnin gerði þessa siði hins vegar að sínum siðum eins og var með svo marga siði sem áttu uppmna sinn í heiðni. Eggið er talið vitna um upprisuna og þess vegna var sá siður algengur að eggin voru ekki etin fyrr en að lo- kinni messu á páskadag. Ekki var leyfilegt að neyta eggja frekar en kjöts alla föstuna. Fom-Egyptar notuðu lituð egg við vorhátíðir sínar og sömuleiðis hinir fomu Rómverjar, Persar og Grikkir. Páskaeggjasiðurinn virðist ekki þekktur í Vestur-Evrópu fyrr en á 15. öld en er talinn hafa borist þangað frá Austurlöndum. Þjóðir í Austur- Evr- ópu em enn í dag þekktar fyrir listi- lega skreytt páskaegg sin. Það em ekki einungis hænuegg sem þeir skreyta þar heldur einnig egg úr tré og öðrum óforgengilegum efhiviði. Saga súkkulaðieggjanna er mun styttri. í Sögu daganna eftir Áma Bjömsson er þess getið að reykvískt bakarí hafi fyrst orðið til þess að kynna slík egg fyrir landsmönnum árið 1920. Hingað til hafa nærri eingöngu ve- rið innlend súkkulaðiegg á boðstólum en tvær sælgætisverksmiðjur fram- leiða páskaegg, Móna og Nói. Nú er hins vegar eitthvað farið að flytja af erlendum súkkulaðieggjum til lands- ins. Ýmislegt páskaskraut er einnig komið í búðir hér en slíkt var sjaldséð fyrir fáum árum. -A.BJ. KÁinÍN Ítalskir götuskór úr leðri. Breiðir, mjúkir, þægilegir. Litir: svartur, hvitur, grár, drapplitaður. Stærðir 36—41. Verð kr. 2.450,- Póstsendum. Skóbúðin, Snorrabraut 38 - Sími 14190. Fyrirliggjandi í birgðastöð Flokkur (grade) A. DNV-skírteini. Sandblásnar og grunnaðar Stærð 2000 x 6000 mm Þykkt 5-12 mm. SINDRAi 5É2 .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.