Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987.
Fréttir
Verkfall leiðsögumanna:
Segulbönd í rútum í
stað leiðsögumanna
Verkfall Félags leiðsögumanna hef-
ur nú staðið í meira en mánuð og
slitnaði upp úr viðræðum þess og við-
semjenda þess í síðustu viku. Hefur
enginn sáttafúndur verið boðaður síð-
an. Farið hefúr verið út í það að nota
segulbönd í stað fararstjóra í rútum
með erlenda ferðamenn og að sjálf-
sögðu mælst illa fvrir.
Að sögn Kristínar Njarðvík hjá Fé-
lagi leiðsögumanna er væntanlegur til
landsins mjög stór hópur starfsfólks
IBM fyrirtækisins á vegum Ferða-
skrifstofúnnar Útsýnar og mun þar
verða notast við segulbönd i stað leið-
sögumanna. Sagði Kristín að félagið
léti það óátalið en hefði sett máhð
fyrir félagsdóm til að fá úr því skorið
hvort þetta væri leyfilegt.
Þá eru leiðsögumenn að leita eftir
stuðningi erlendra starfsbræðra sinna
en Félag leiðsögumanna er í alþjóða-
samtökum leiðsögumanna.
-S.dór
Miklar annir hjá
kvennalistakonum
Miklar annir hafa verið hjá kvenna-
listakonum um helgina. Langir og
strangir vinnufúndir stóðu bæði laug-
ardag og sunnudag þar sem unnið var
að forgangsröðun málefna fyrir vænt-
anlegar stjómarmyndunarviðræður.
Ekki fékkst uppgefið hvemig sá for-
gangslisti er og sagði ein af kvennalis-
takonunum að „ungamir væru ekki
alveg komnir úr eggjunum".
Þær kvennalistakonur sögðust ekki
hafa tekið þátt í neinum óformlegum
stjómarmyndunarviðræðum um helg-
ina. Aftur á móti hefur DV fyrir því
ömggar heimildir að mikið hafi verið
makkað bak við tjöldin í þeim efnum
alla helgina.
-S.dór
Þaö var greinilega glatt á hjalla hjá þeim kvennalistakonum þegar þessi mynd var tekin af hópnum á vinnufundi um
helgina. DV-mynd Brynjar Gauti
Eurovision:
Fýrsta æfingin er í dag
Kristján Bemburg, DV 3elgíu;
Góða veðrið, sem verið hefúr í Belg-
íu undanfarnar tvær vikur, 28-30
stiga hiti, lét ekki sjá sig er íslensku
keppendumir komu á Hótel Ra-
manda í gær. Rok var og rigning og
12 stiga hiti. Leiðsögumaður þeirra,
Ólöf Einarsdóttir, tók samt á móti
þeim með sólskinsbros á vör. Fljót-
lega kom í Ijós að Ólöf og Halla em
skyldar, fimmmenningar, og tókust
þá miklir kærleikar með þeim.
I gærkvöldi fór hópurinn saman á
thailenskan veitingastað en f dag er
fyrsta æfingin hjá Höllu, nú eftir
hádegið, en hópurinn fylgdist með
æfingum annarra listamanna í sýn-
ingarhöllinni í morgun.
Eftir æfinguna verður ekið til belg-
ísku sjónvarpsstöðvarinnar RTBF
þar sem verið er að vinna að teikni-
mynd um söngvakeppnina. Hvort
íslensku þátttakendumir verða
söguhetjur í henni á eftir að koma
í ljós en Belgar em frægir fyrir
teiknimyndir sínar og teikni-
myndabækur.
Erfiðleikar í Belgíu
Belgía heilsaði íslensku keppendunum með kunnuglegu veöri, roki og rign-
ingu.
Kristján Bemburg, DV, Belgíu;
Belgíska sjónvarpsstöðin RTBF
hefur ekki þótt standa sig sem skyldi
við framkvæmd Eurovision söngva-
keppninnar það sem af er. Keppend-
ur hafa þurft að bíða við komuna til
landsins og bílaskortur hefur háð
þeim. Um þetta skrifar eitt stærsta
blað landsins, Het Nieuwsblad, í dag
og þykir blaðinu þetta miður.
Aðstaða blaðamanna er mjög full-
komin, tölvur og ritvélar bíða þeirra
í röðum en hins vegar er ekkert raf-
magn á þeim og slíkt kemur ekki
fyrr en á morgun. Bílaskortur hefúr
einnig háð blaðamönnum og þeir
hafa þurft að grípa til ýmissa bragða
til að koma fréttum frá sér, þessi frétt
er t.d. send frá skrifstofú hjálpsamrar
starfsstúlku keppninnar.
Slökkviliðið dælir sjó úr Tóta.
Sportbátur tók niðri
og fýlltist af sjó
Sportbáturinn Tóti tók tvisvar
niðri á leiðinni af sundunum inn á
smábátahöfnina í Elliðavogi með
þeim afleiðingum að báturinn fylltist
af sjó og þurfti annar bátur að draga
hann að landi. Þetta gerðist síðdegis
á laugardag.
Fyrst tók Tóti niðri við Engey og
síðan út af Skarfaklettum. Við þetta
kom stórt gat á botn bátsins og sjór-
inn streymdi inn. Er báturinn var
orðinn fullur af sjó flaut hann áfram
á flotholtunum.
Eftir að komið var með bátinn inn
á smábátahöfnina var haft samband
við slökkviliðið sem sendi bíl með
lausar dælur á staðinn og dældi sjón-
um úr bátnum. -FRI
Nýr banki opnaður
Bankaráð og bankasfjóri Útvegsbanka íslands hf. héldu fund með sfarfsfólki
bankans í morgun, en í dag var Útvegsbankinn opnaður undir nýrri stjórn og
með nýju nafni. Á þessari mynd, sem tekin var skömmu fyrir opnun Útvegs-
banka íslands hf. í morgun, eru þeir Gísli Ólafsson, formaður bankaráðs, og
Guðmundur Hauksson bankastjóri með starfsfólki bankans. DV-mynd KAE
D-listinn á Suðuriandi:
Útstrikanir til að
lyfta Áma
„Obbinn af útstrikununum var
gerður til að lyfta Áma Johnsen upp
framboðslistann. Meira vil ég ekki
segja fyrr en ég hef kynnt niðurstöð-
umar félögum mínum,“ sagði Kristján
Torfason, formaður kjörstjómar í Suð-
urlandskjördæmi, í samtali við DV.
Eins og fram hefur komið í fréttum
var óvenjulega mikið um útstrikanir
á D-listanum á Suðurlandi í nýliðnum
kosningum. Alls var643 atkvæðaseðl-
um breytt til að hafa áhrif á röðun
efstu manna. Þrjú efstu sæti listans
skipuðu þeir Þorsteinn Pálsson, Eg-
gert Haukdal og Ámi Johnsen.
-EIR
Ástbjörg Erlendsdóttir, Gaukshólum 2 í Reykjavík, vann flugferð fyrir tvo
umhverfis hnöttinn í ferðalottói á sýningunni Sumarið ’78 er lauk í Laugar-
dalshöll i gær. Dregið var um heimsreisuna í beinni útsendingu rásar 2
úr Laugardalshöll að viðstöddum forráðamönnum ferðaskrifstofanna Útsýn-
ar, Úrvals og Samvinnuferða/Landsýnar er stóðu að ferðalottóinu. Um leið
voru sex aðrir ferðavinningar, sem dregnir höfðu verið út á meðan á sýn-
ingunní stóð, afhentir en þá hlutu: Kristján Bjarnason, Ragnar Guðmunds-
son, Baldvin Daviö Ragnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Halldór Kristinsson
og Erna Margrét Geirsdóttir. DV-mynd S