Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 9 i vandræðum vegna ásakana um að hann væri ekki við eina fjölina felldur. Forsetaefni sakað um ffamhjáhald Ólafur Amaison, DV, New York Demókratinn Gary Hart virðist vera kominn í mikla stjórnmálalega kreppu. Svo er mál með vexti að bandaríska dagblaðið Miami Herald, sem gefið er út í Florida, hélt því fram í gær að ung leikkona frá Miami hefði eytt aðfaranótt laugardags með for- setaefninu í húsi hans í Washington. Það var tekið fram að frú Hart hefði hvergi verið nálægt. I kosningabaráttunni 1984 lenti Hart í hinum mestu vandræðum vegna ásakana um að hann væri ekki við eina Qölina felldur í kvennamálum. Slíkt líða Bandaríkjamenn ekki for- seta sínum nema þá helst ef hann heitir Kennedy. John F. Kennedy, fyrrum forseti, er talinn hafa átt ást- meyjar er hann sat í Hvita húsinu og mun sú þekktasta þeirra hafa verið Marilyn Monroe. í síðustu kosningabaráttu var Hart einnig legið á hálsi fyrir að hafa breytt eftimafni sínu úr Hart Pence í Hart, jafhframt því sem hann sagði rangt til um aldur sinn í nokkrum tilvikum. Heyrst hefur til gagnrýnisradda á ný og snýst málið um það hvort hann sé nógu heilsteyptur og áreiðanlegur til að gegna embætti forseta Banda- ríkjanna. Stjórnmálaskýrendur telja að ef rétt sé að Hart stundi fram- hjáhald þá hafi hann orðið fyrir miklum álitshnekki og að atburðir helgarinnar geti dregið þungan dilk á eftir sér fyrir hann á komandi mánuð- um. í ræðu, sem Reagan Bandaríkjaforseti hélt i gær, boðaði hann engar breyt- ingar á grundvallaratriðum í stefnu stjórnarinnar i málefnum Mið-Ameriku. Hann virtist þó líklegur i málamiðlanir ef þingið samþykkir fjárhagsaðstoð við contraskæruliða. Simamynd Reuter Vill halda áfram að styðja contraskæruliða Ólafur Amarsan, DV, New York; Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær í ræðu, sem hann hélt á Elliseyju í New York, að takmark stefhu sinnar í málefnum Nicaragua væri að koma á lýðræði þar og að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjastjómar við contraskæruliða væri nauðsynlegur til að ná því markmiði. Sagði forsetinn að hann væri tilbú- inn til að styðja af alefli allar viðræður sem gætu stuðlað að lýðræði í Mið- Ameríku án frekari blóðsúthellinga. Reagan boðaði þó engar breytingar á grundvallaratriðum í stefnu stjóm- arinnar í málefhum Mið-Ameríku en virtist samt líklegur í einhverjar mála- miðlanir ef þær mættu verða til þess að þingið samþykkti hundrað og fimm milljóna dollara aðstoð við contra- skæmliðana. Framundan em nú miklar umræður í bandaríska þinginu um beiðni forsetans. Útlönd Skuldir þýska þjóðarbúsins vaxa stöðugt Ketilbjöm Tlýggvason, DV, V-Berlin: Þrátt fyrir almenna sparnaðarpóli- tík og mikinn arð þýska seðlabankans hafa skuldir hins opinbera í Vestur- Þýskalandi vaxið stórlega á síðustu árum. Þannig hefur skuldaklafinn vaxið á seinustu sjö árum upp í sam- tals átta hundruð og tuttugu milljarða þýskra marka í lok ársins 1986 frá því að vera um fjögur hundmð og fimmtán milljarðar arið 1979. Heildarskuldin nemur þar með um fjörutíu prósentum af heildarþjóðarframleiðslu ársins 1986 en var um þijátíu prósent af þjóð- arframleiðslu árið 1979. Hlutfall erlendra skulda aukist Fyrir utan þessa neikvæðu skulda- þróun hafa einnig óhagstæðar breyt- ingar átt sér stað á hlutfalli milli erlendra og innlendra lánardrottna. Skuldir hjá erlendum lánveitendum, sem vom einungis um fimm prósent af heildarskuld hins opinbera árið 1979, jukust upp í tuttugu prósent heildarskuldar árið 1986. Við þetta minnkaði á sama tfma vægi lána af innlendum lánamarkaði úr sjötíu í sextíu prósent, en hlútfall ríkisskulda- bréfa á almennum markaði hélst svo til óbreytt eða um tuttugu prósent heildarskulda. VATN+ VELLÍÐAN Það jafnast ekkert á við nýstandsett baðherbergi frá parma f Hafnarfirði. Útborgun 20%. Eftirstöövar í allt aö 9 mánuöi. Reykjavíkurvegi 64. Hafnarfiröi. simi 53140 Ikésmíðl fyrlrkonur Nýtt námskeið hefst laugardaginn 9. maí. Kennt verðui í Iðnskólanum í Reykjavík, þrjá laugardaga kl. 9-15. Leitið upplýsinga. TÖMSTUNDASKÓLINN Skólavörðustíg 28, sími 621488 </) JMARTIMI Vinsamlega athugið að aðalskrifstofur okkar verða opnar frákl. 8:00 til 16:00 átímabilinu 4. maí til 15. september n.k. r^^lSAMVINNU 8 LCVtryggingar | 5 HyXVy ÁRMÚLA3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.