Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 25 > Guðmundur Steinsson. Gummi Steins og félagar í úrslit Guðmundur Steinsson og félagar í Kickers tffenbach áttu ekki í vandræðum með TSV lattenberg. Skoruðu Kickerskempur sex sinn- m án þess að Battenberg næði að svara fyrir ig- Guðmundur Steinsson skoraði þó ekki í leikn- m. Kvaðst hann leika aðra stöðu en hann ■tti að venjast. „Ég leik nánast á kantinum og það á enn kki við mig,“ sagði Guðmundur í stuttu spjalli ið DV. Offenbachliðið er nú komið í úrslitakeppni m sæti í annarri deild Bundesligunnar. Mun að mæta þremur öðrmn liðum í séi-stakri eppni en aðeins tveimur er ætlað sæti í Bun- esligunni. „Ég verð hér ytra og hjá Offenbach þar til rslitakeppninni lýkur en þá ræðst hvert fram- aldið verður,“ sagði Guðmundur að lokum. -JÖG » Gomez kemur í mark. Simamynd Reuter Rudoifo Gomez vann í Pittsburg Mexíkaninn Rudolfo Gomez sigraði í þriðja ‘ittsburgmaraþoninu sem fór fram um helgina. /likill fjöldi þátttakenda tók þátt í hlaupinu n Gomez reyndist sterkastur allra, hljóp á :13.06. í kvennaflokki sigi-aði kanadíska stúlk- n Sylfia Rugger, liljóp á 2:31.53. -SMJ íþróttir Pram sigraði Víking í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins i gærkvöldi með einu marki gegn engu. íslands- og Reykjavíkurmeisturum Fram tókst þó ekki að skora fyrr en í seinni hálfleik framlengingar. Afreksverk Víkinga er því nokkuð og stærra með hliðsjón af þeirri staðreynd að þeir máttu spila tíu gegn fullskipuðu liði Fram nánast allan leikinn. Éin Hæð- argarðskempan, Hörður Teodórsson, sá nefnilega rautt eftir mikinn dar- raðardans og óþörf glímutök inni á vellinum. Knattspyma beggja liða bar nokk- urn lit af vori og lítilli leikæfingu. Engu að síður áttu ýmsir ágæta spretti og prýðilegir samleikskaflar glöddu augað annað slagið. Mark Framara gerði Kristinn Jónsson. Áhorfendur voru margir enda veður fagurt þótt andað hafi köldu. -JÖG DV-mynd Brynjar Gauti Eyþór gKmukóngur sigraði Olaf Hauk í spennandi úrslitaglímu Þingeyingurinn Eyþór Pétursson varð glímukóngur íslands 1987 þegar hann sigraði Olaf Hauk Ólafsson í æsispennandi úrslitaglfmu íslands- glímunnar á laugardaginn. Eyþóri tókst að leggja Ólaf á glæsilegu bragði sem var reyndar nokkuð umdeilt. Vildu sumir meina að þar hefði verið um „bræðrabyltu“ að ræða en eftir að dómarar höfðu velt málinu fjTÍr sér um stund var Eyþór úrskurðaður sig- urvegari. Þetta er í þriðja skipti sem Eyþór vinnur titilinn. Ólafur Haukm- heftir verið sigursælastur glímumanna á þessu ári og hafði titil að verja. í þriðja sæti kom síðan Kjartan Lárus- son, HSK. í fjórða sæti kom síðan „maður mótsins” Jóhannes Svein- bjömsson. HSK. en hann er aðeins 16 ára. 9 þátttakendur mættu til keppni - einn þeirra heltist úr lestinni. Jafnhliða Islandsglímunni fór fram keppni í grunnskólamóti Glímusam- bandsins. Þar var fjöldi þátttakenda 20. - -SMJ • Eyþór Pétursson. TVö ný heimsmet í göngu Mexíkaninn Carlos Mercenario og sovéska stúlkan Olga Krishtop settu um helgina heimsmet í göngu á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í New York. Mercenario gekk 20 kilómetra á 1 klukkustund. 19 minútiun og 24 sekúndimi. Tími hans revndist því sex sek- úndum betri en timi fvrri heims- methafa, Tékkans Jozefs Pribilin- ek. Met sitt setti Tékkinn á árinu 1983. Sovésku stúlkunni Krishtop var dæmdur sigur í 10 kílómetra göngu þótt hún kæmi önnur í mark. í kjölfarið var síðan staðfest nýtt heimsmet hennar. Kínverska stúlkan Yan Hong, sem kom fyrst í mark, var dærnd úr leik fyrir að hlaupa upp á göngunni. Átti hún gamla heimsmetið sem var 44 mín- útur og 14 sekúndur, sett á árinu 1985. Nýja metið,. afrek Krishtop, er hins vegar 43 mínútur og 22 sek- úndur. -JÖG • Sigurvegarar i grunnskólamóti Giimusambandsins, (f.v.), Tryggvi Héðinsson Skútustaðaskóla, Sigurbjörn Arngríms- son, Skútustaöaskóla, Hilmar Ágústsson, Skútustaðaskóla, Helgi Kjartansson, Laugarvatni og Orri Björgvinsson, Seljaskóla, sem urðu jafnir efstir í flokki 9. bekkinga. DV-mynd Brynjar Gauti Sætir sigrar í Noregi Það byrjaði vel hjá Islendingalið- ununi í Noregi nú um helgina. Bæði Brann og Moss sigruðu í sínum leikj- um, 2-1. Að sögn Bjarna Sigurðsson- ar lék Brann ágætlega gegn Kongsviriger en mikil pressa er nú á leikmenn Brann að gera góða hluti í sumar. Bjarni sagðist að vísu sakna Sævars Jónssonar í vörninni fyrir framan sig en þetta hefði allt saman bjargast. og kvaðst hann þokkalega ánægður með sinn hlut. Moss sigraði Lilleström. einnig 2-1. og komu bæði mörk Moss eftir löng innköst frá Gunnari Gíslasvni sem átti ágætan leik. íslendingaliðin byrja því norsku deildina með sætum sigrimi. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.