Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 48
F R
TTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MANUDAGUR 4. MAI 1987.
Sjómaður
dmkknaði
Sjómaður af bátnum Lýtingi
NS-250 drukknaði er hann tók út
af bátnum á laugardagsmorguninn.
_«_» Báturinn var staddur norður af
Vopnafirði og voru skipveijar að
leggja út net. Mun maðurinn hafa
fest í einu netanna og farið út með
því. Er hann náðist inn aftur var
hann látinn. Blíðskaparveður var er
þetta gerðist.
Sjómaðurinn hét Viðar Ólafsson
og lætur hann eftir sig eiginkonu
og tvö böm. -FRI
Helgarskákmót á Akureyri:
Dan Hanson
sigraði
r Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Dan Hanson, Reykjavík, sigraði á
helgarskákmóti sem haldið var um
helgina á Akureyri. Hlaut hann 6
vinninga af 7 mögulegum. í 2-3.
sæti urðu Elvar Guðmundsson,
Reykjavík, og Ólafur Kristjánsson,
Akureyri, með 5,5 vinninga hvor.
Næstir komu fjórir skákmenn með
5 vinninga, þeirra á meðal Sævar
Bjamason og Hannes Hlífar Stef-
ánsson en Hannes sigraði í ungl-
ingaflokki.
Mót þetta var ekki eitt af hinum
eiginlegu helgarskákmótum heldur
minningarmót um Halldór Jónsson,
kunnan skákmann á Akureyri, sem
féll frá í fyrra, tæplega fimmtugur.
Enginn stórmeistara okkar tók
þátt í mótinu en alls vom þátttak-
endur 46 talsins. Þetta mun vera
sterkasta skákmót sem haldið hefur
verið á Akureyri.
Svifdrekaslys
Svifdrekaslys varð við Úlfarsfell
síðdegis í gær er ungur maður hrap-
aði í dreka sínum niður úr íjallinu
og lenti á túni fyrir neðan það.
Maðurinn, sem er vanur svidreka-
flugmaður, mun hafa lent í misvindi
skömmu eftir flugtak með fyrr-
greindum afleiðingum. Hann mun
hafa axlarbrotnað í lendingunni en
slapp að öðm leyti ómeiddur.
-FRI
LOKI
Eru þetta ekki fóstur-
skemmdir hjá Davíð?
Fóstnir drógu uppsagnir sínar til baka:
Játum okkur sigraðar
- en holdum baráttunni áfram, segir Sesselja Hauksdóttir
„Við játum okkur sigraðar í þess-
ari orrustu en baráttan mun halda
áfram,“ sagði Sesselja Hauksdóttir í
viðræðunefrid Reykjavíkurfóstra í
samtali við DV í morgun. Á fundi í
gærkveldi ákvað meirihluti fóstra
að draga uppsagnir sínar til baka
og snúa aftur til starfa. Á fundinum
sögðust rúmlega 100 fóstrur vilja
halda áfram störfum en rúmlega 50
vom því andvígar. Sesselja sagði í
morgun að hún ætti von á því að
fóstrur myndú flestar snúa aftur til
vinnu en þó væri vitað um einhverj-
ar sem myndu ekki gera það og hefðu
ekki gert það undir neinum kring-
umstæðum. Eins sagðist hún óttast
að margar myndu gefast upp fljót-
lega.
Ástæðan fyrir því að fóstrur á-
kváðu að snúa aftur var sú að þær
fengu ádrátt um að nafn deildar-
fóstru yrði viðurkennt en það hefur
verið eitt af aðalbaráttumálum
jxiirra. Dagheimilin em deildarskipt
í reynd en deildarstjórar hafa ekki
verið til eins og hjá öllum öðrum
stéttum.
Sesselja sagði að ákaflega erfitt
væri orðið að manna dagheimilin
og hún sagðist ekki eiga von á því
að það kaup sem samið var um nú,
37.300 króna lágmarkslaun a mán-
uði, myndi laða fólk til starfa, þannig
að það yrðu sömu erfiðleikamir
áfram. „Við höfum dregist aftur úr
í launum og það verður að leiðrétta
ef daghcimilin eiga að geta starfað
með eðlilegum hætti. Það rót sem
er á starfsfólki stöðvast ekki með
öðrum hætti,“ sagði Sesselja Hauks-
dóttir.
-S.dór
Fyrsti hluti hjólreiðakeppni grunnskólanna var i Reykjavík á sunnudaginn. Þama vom mættir til leiks 73 keppendur
af öllu landinu og var um spennandi og tvísýna keppni að ræða. Axel Axelsson, Ölduselsskóla, hafði þó vinninginn
og lenti í fyrsta sæti. í öðru sæti lenti Heiðar Gottskálksson, einnig úr Ölduselsskóla, og í þriðja varð Valdimar
Guðbjartsson, Viðistaðaskóla, Hafnarfirði. Á myndinni er Ólafur Páll Ólafsson, Hvassaleitisskóla, að spreyta sig
í einni þrautinni, einbeittur á svip. MDE/DV-mynd Brynjar Gauti
Spenna í hjólreiðakeppni
Unglingagengi í innbrotum
Rannsóknarlögreglan í Keflavík
hefur nú upplýst nokkur innbrot sem
framin voru í bænum um páskahelg-
ina. Reyndist þar vera á ferðinni gengi
sjö unglinga, flestra á aldrinum 14 ára
en sá elsti var 15 ára.
Alls brutust unglingamir inn á sex
stöðum þar á meðal í myndbandaleigu
og radíóverslunina Stúdíó. Ekki var
miklu stolið af hverjum stað. Ungling-
amir eru allir strákar, sumir í skóla
en aðrir ekki. -FRI
Veðrið á morgun:
Vestan- og
suðvestanátt
á landinu
Á þriðjudaginn verður vestan- og
suðvestanátt á landinu. Smáskúrir
verða vestanlands en víða léttskýjað
austantil. Hiti 4-8 stig vestanlands
en allt að 12 stiga hiti eystra.
Stjómarmyndun:
Allir bíða
eftir öllum
Viðtöl bak við tjöldin um myndun
nýrrar ríkisstjómar hafa legið að
mestu niðri um helgina. Nú er meðal
annars beðið eftir því að forseti Is-
lands kalli flokksforingja til viðræðna
og feli síðan einhverjum þeirra form-
lega tilraun til stjórnarmyndunar. Það
verður ekki í dag.
Kvennalistinn hélt maraþonfund í
gær og fyrradag um áherslur í viðræð-
um við hina flokkana. Þar mættu
konur af öllu landinu. Þingmenn list-
ans og fleiri konur ganga fró óskalista
strax og þeim berast upplýsingar um
stöðu ríkisfjármála og ástand efna-
hagsmála almennt.
Vegna þessa kvennafundar hafa aðr-
ir flokkar haft hægt um sig enda svara
konumar engu til fyrr en eftir fund
með forsetanum. Helst hefur heyrst
af fofvitnum sjálfstæðismönnum sem
hafa rætt við einstaka A-flokkamenn
um samstarf, nýja nýsköpunarstjóm.
Flokksforysta sjálfstæðismanna kann-
ast ekkert við þessa menn sem fulltrúa
sína en sver ekki fyrir að þeir gangi
með flokksskírteini upp á vasann.
-HERB
Þama sígur hann niður af þaki Laug-
ardalshallarinnar eins og ekkert
hafi i skorist. Þó var hann buinn að
hafast við þar uppi í heilar 300
klukkustundir á meðan almennir
borgarar skoðuðu sýninguna Sum-
arið 78 undir iljum hans. Pétri
Ásbjarnarsyni, manninum á þakinu
eins og hann hefur verið nefndur,
tókst næstum þvi ætlunarverk sitt,
að safna einni milljón króna handa
Krýsuvíkursamtökunum. Það vant-
aði aðeins nokkrar krónur þegar
hann lét sig siga niður á jörðina í
gærkvöldi. Hann var kátur og hress
og nú ætlar hann að ganga á Esjuna
til að liðka sig eftir leguna á þakinu.
DV-mynd S