Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. LAUSAR S1ÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsmaður óskast í fullt starf við Afangastaðinn, Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem hafa farið í áfengismeðferð. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg háskóla- menntun áskilin eða reynsla á sviði áfengismeðferðar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945 f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Laus er staða félagsráðgjafa er einkum fer með sér- verkefni á sviði barnaverndar: Ráðgjöf við vistheimili, mæðraheimili, fjölskylduheimili o.fl. Æskilegt að um- sækjandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu, helst af starfi með börn og fjölskyldur þeirra. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. ATVINNA Við bætum við fólki í vettlingaframleiðslu okkar í Súðarvogi. Við borgum góð laun fyrir gott fólk. Uppl. gefnar af verkstjóra í síma 82245 í dag milli kl. 14 og 16. /7/ZO[ (oo^ SEXTÍUœseXNOROUR SJlRUHAGEBIIII HF.I Skúlagata 51 ■ Reykjavík SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA, AUSTURLANDI, KAUPVANGI 6, 700 EGILSSTAÐIR ÞROSKAÞJALFAR - KENNARAR - FÓSTRUR Staða forstöðumanns á sambýli, Stekkjartröð 1, Egils- stöðum er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst nk. Æskilegast væri að viðkomandi væri með ofangreinda menntun en önnur fagmenntun á þessu sviði kemur til greina. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 97-1833 eða Agnes í síma 1877. TONLISTARSKOLI ÓLAFSVÍKUR Oskar að ráða frá og með 1. sept. nk. tvo tónlistarkenn- ara með eftirfarandi greinar í huga: Blásturshljóðfæri (og lúðrasveitarstjórn), forskóla- deild (blokkflauta, tónmennt), barnakór, gítar. Góð kennsluaðstaða í skólanum. Ólafsvík er blórnlegur og vaxandi kaupstaður, sem heldur 300 ára afmæli sitt á þessu ári. Héðan eru góðar, daglegar ferðir til Borgarness og Reykjavíkur. Ráðningakjör: Laun skv. samningum, flutningskostn- aður greiddur, frítt húsnæði ásamt rafmagni og hita í tvö ár. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-6222 og 93-6179, og formaður skólanefndar í síma 93-6463. Merming Einar Þorláksson - Náttstaður, akrýl, 1987. í tilvistaivanda - Listmálarafélagið að Kjarvalsstöðum Til skamms tíma höfðu mormónar fyrir sið að skíra látna menn inn í söfnuð sinn. Það engu líkara en List- málarafélagið hafi tekið upp ámóta vinnubrögð því á sýningu félagsins, sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöð- um, er Snorri Arinbjamar (1901-1958) meðhöndlaður með sama hætti og fé- lagsmenn, nema hvað hans er getið fáeinum orðum í sýningarskrá. Þar er fullyrt að tilgangurinn með sýningu á fimm verkum eftir Snorra á þessum vettvangi sé „að minna á til- vist þessa sérstæða listamanns". Víst er alltaf gaman að sjá myndir eftir Snorra, sem á allt gott skilið, engu síður en Þorvaldur Skúlason, Svavar Guðnason og Gunnlaugur Scheving. Samt læðist að manni sá grunur að verk Snorra hafi verið höfð með fyrst og fremst til að bjarga andliti eftirlif- andi kollega hans á sýningunni. Því satt best að segja er þetta með dapurlegustu samsýningum sem fé- lagsmenn hafa haldið, uppfull með átakalitlum og metnaðarsnauðum verkum. Jafnvel ágætir málarar eins og Jóhannes Jóhannesson, Gunnar Öm, Einar G. Baldvinsson, Elías B. Halldórsson og Jóhannes Geir hafa slysast til að senda inn of mörg undir- málsverk. Af markverðum verkum má nefna Náttstað eftir Einar Þorláksson, sem er hrá mynd en þó uppfull með ævin- týralegum tilbrigðum um nokkur stef, Jónsmessu eftir Elías B. Halldórsson, sem er tilraun til að samræma ýmis óróleg öfl sem leikið hafa lausum hala í verkum listamannsins um nokkurt skeið, og Ægissíðu eftir Jóhannes Geir, trausta mynd i traustum stíl. Ég er hræddur um að Listmálarafé- lagið verði nú að fylgja í fótspor alþýðubandalagsmanna, kalla til mið- stjómarfundar og kryfja til mergjar tilvistarvanda sinn. -ai Frá Búdapest til Kecskemét í september á síðasta ári skrapp Sig- urður Öm Biynjólfsson, alías SÖB, til Ungverjalands þar sem hann á a.m.k. einn ágætan kunningja, Janos Probst- er, myndlistarmann og íslandsvin. Myndlist Aðalsteinn Ingófsson Afrakstur þeirrar ferðar, 37 olíu- og þurrpastelmyndir, er að finna í Gallerí Borg um þessar mundir eða til 5. maí nk. SÖB er maður hreinna og klárra áherslna og fárra blæbrigða í teikning- um sínum, hvort sem um er að ræða myndskreytingar, myndasögur eða teiknimyndir. í stórum dráttum notar hann sömu aðferðir til að koma til skila hugleiðingum sínum um landslag og staðhætti í Ungverjalandi. Við sjáum drög að landslagi, drög að brú, drög að hallarbyggingum, drög að SÖB í Gallerí Borg hinu og þessu. Eintóm drög. Svo stutt- araleg eru þau að þau ná tæplega að gefa til kynna muninn á Kecskemét og Grímsnesinu. Okkui- þyrstir í frek- ari upplýsingar um staðhætti þama austur við Dóná og listræna upplifun sem þeim tengjast. Flestar þessar teikningar SÖB líta út eins og minnispunktar sem höfund- urinn á eftir að vinna úr í góðu tómi fremur en sjálfstæðar skissur með eig- in kviku. -ai Sigurður Öm Brynjólfsson - Frá Búdapest, 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.