Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. STARFSKRAFTUR óskast til símavörslu, með undirstöðukunnáttu í vélrit- un. Vaktavinna. Uppl. um fyrri störf óskast send til auglýsingadeildar DV fyrir 7. maí nk., merkt „Síma- varsla - vélritun" Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 rímapantanir ! 13010 I -Feiti er okkar fag - Djup- steikingar- feiti GQS Dreifing: Smjörlíki hf. Pverholti 19. Framleiðandi: Hydrol hf. v/Köllunarklettsveg Reykjavík Hafnarfjörður- matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á að síðustu forvöð að greiða leiguna eru mánudaginn 11. maí nk. Eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur. Húsavík Starf yfirmanns verklegra framkvæmda Starf yfirmanns verklegra framkvæmda hjá Húsavíkur- kaupstað er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Umsóknir er tilgreini aldur, mennt- un og fyrri störf, berist til bæjarstjórans á Húsavík, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 96-41222. Bæjarstjórinn Húsavík. m SUMARBUÐIR SKATA AUGLYSA Innritun í sumarbúðir skáta hefst miðvikudaginn 6. maí kl. 11- 14 í Skátahúsinu, Snorrabraut 60, Reykja- vík. FERÐIR 1.a. 11. júní fimmtudagur til 18. júní fimmtudagur 1.b. 18. júní fimmtudagur til 25. júní fimmtudagur 2.a. 29. júní mánudagur til 6. júlí mánudagur 2.b. 6.júlí mánudagur til 13.JÚIÍ mánudagur 3.a. 16. júlí fimmtudagur til 23. júli fimmtudagur 3.b. 23.JÚIÍ fimmtudagur til 30. júli fimmtudagur 4.a. 5. ágúst miðvikudagur til 12. ágúst miðvikudagur 4.b. 12. ágúst miðvikudagur til 19. ágúst miðvikudagur Innritun er alla daga á tímanum 11-14, sími er 1 5484. Innritunargjald er kr. 1.500,- og er óendurkræft. ÚLFLJÓTSVATNSRÁÐ Útlönd Jóhannes Páll páfi II messar á ólympíuleikvanginum í Miinchen. A stöðuskilti leikvangsins er mynd af klerki þeim er hann tók í helgra manna tölu við þetta tækifæri. Símamynd Reuter Messaði á ól- ympíuleikvangi Asgeir Eggerlssan, DV, Mimchen: Á fimm daga ferð sinni um Vestur- Þýskaland lagði Jóhannes Páll páfi II í gær leið sína til Miinchen. Þar mess- aði hann íyrir áttatíu og tvö þúsund manns á ólympíuleikvanginum. Aðaltilgangur ferðar páfa til Múnchen var að taka jesúítaprestinn Rupert Mayer í dýrlirtgatölu. Mayer var uppi á dögum nasista og barðist mjög gegn steftiu þeirra. Hann var tvisvar fangelsaður og á endanum bannaði kirkjan honum að messa. Þetta var myrkur kapítuli í sögu þý- skrar kirkju sem nú hefur verið rifjað- ur upp. í ræðu sinni lofaði páfi hugrekki Mayers á dögum nasista. Líkti hann því við ástandið í heimin- um í dag þar sem þúsundir kristinna manna eru undirokaðar. Á ferð sinni um Vestur-Þýskaland heimsækir páfi ellefu borgir og lýkur heimsókninni í dag í Stuttgart. Hvar sem páfi kom hafði lögreglan gripið til mikilla varúðarráðstafana. Til dæmis voru öll holræsarör á vegi páf- ans athuguð og innsigluð. Hús voru grandskoðuð og kyrrstæðir bílar fjéir- lægðir. Jafiivel matinn mátti hann ekki borða órannsakaðan. Það eina sem setti strik í vandlega skipulagða ferðina var skyndilegt óveður sem gerði í gær er fljúga átti frá Múnchen til Augsburg. Þyrla páfa gat ekki hafið sig til flugs í hagléljun- um og varð hann því að ferðast landleiðina. Ekki tók þá betra við því hraðbrautimar voru allar ógreiðfærar. Til nokkurra mótmæla kom í tengsl- um við heimsókn páfans. Til dæmis gengu kvenréttindakonur í Köln fylktu liði um miðbæinn og kröfðust þær jafhréttis innan kirkjunnar. I Köln kveiktu brennuvargar í kirkju og brann hún til kaldra kola. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á því athæfi. Sérstaða Quebec- fylkis viðurkennd Guðnin Hjartardóttir, DV, Ottawa: Forsætisróðherrar hinna tíu fylkja Kanada hafa nóð samkomulagi um grundvöll að endurbættri stjómar- skrá fyrir Kanada. Samkomulag þetta er merkilegt fyrir þá sök að Quebecfylki hefur fram til þessa ekki verið aðili að kanadísku stjómar- skránni. Þessi tíðindi virtust koma flestum á óvart hér. í hartnær fjörutíu ár hafa forsætisráðherrar Kanada reynt hver ó fætur öðrum að fá Qu- ebec til að undirrita stjómarskrána en án órangurs. Ástæðan fyrir því er sú að Quebecfylkið hefúr ávallt gert kröfur um sérstöðu sem hin fylkin hafa ekki getað sætt sig við. Fyrir fundinn á fimmtudagskvöld- ið, er samkomulagið náðist, hafði forsætisráðherra Quebec, Robert Bourassa, sett fram fimm skilyrði fyrir því að Quebec gerðist aðili að stjómarskránni. Neitunarvald á frekari breytingum ó stjómar- skránni, viðurkenningu sem sérstakt samfélag í Kanada með tilliti til tungumáls og menningar, takmörk- un á rétti alríkisstjómarinnar til ráðstöfunar á almannafé sem fellur undir valdsvið fylkjanna, aukin völd yfir innflytjendamálum og sérstakt hlutverk við útnefhingu hæstarétt- ardómara. I aðalatriðum felur samkomulagið í sér að sérstaða Quebecfylkis er við- urkennd og gengið er til móts við kröfur þess. En öll fylkin, ekki að- eins Quebec, fá neitunarvald og aukin áhrif yfir innflytjendamálum og við útnefhingu hæstaréttardóm- ara. Er neitunarvaldið sérstaklega þýðingarmikið þar sem fram til þessa hefur nægt samþykki sjö fylkja með samtals fimmtíu prósent íbúafjölda landsins til að samþykkja þau mál sem varða fylkin og alríkisstjómina. En nú mun hvert fylki geta beitt neitunarvaldi án tillits til fólks- fjölda. Auk þess er í samkomulaginu kveðið á um endurskipulagningu á öldungadeild kanadíska þingsins. Meðlimir þess em nú skipaðir beint af forsætisráðherra Kanada en ef hugmyndir forsætisáðherra Alberta- fylkis ná fram að ganga verða öldungardeildarþingmenn kjömir en ekki skipaðir og jafhmargir frá hverju fylki. Fari svo munu áhrif öldungadeild- arinnar aukast mjög og jafriræði með fylkjum einnig en þingsætum er nú mjög misskipt eftir fylkjum. Aðeins eru fimm ár síðan öll fylkin, að undanskildu Quebecfylki, undir- rituðu þá stjómarskrá sem nú er í gildi. Á þessum skamma tíma hafa menn þó merkt ýmsa vankanta sem á henni em. Verður tækifærið því eflaust notað nú til að bæta úr þeim. Þrátt fyrir samkomulagið er enn langur vegur framundan þar til öll fylkin munu undirrita nýja stjómar- skrá. Það gæti í fyrsta lagi gerst síðla þessa árs og hugsanlega tafist enn lengur. Samkomulagið í síðustu viku var aðeins í grófum dráttum þannig að enn em samningaviðræður fyrir höndum. En það dregur ekki úr bjartsýni manna hér. Eða eins og Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, sagði. „Þetta var góður dagur fyrir Kanada og Kanada- menn. Það sem við höfum nú er heilstæð þjóð og það er mikill munpr frá því sem áður var.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.