Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. TÓNLISTARSKÓLI MIÐNESHREPPS Staða skólastjóra við tónlistarskóla Miðneshrepps er laus til umsóknar og staða kennara sem getur tekið að sér píanó- og forskólakennslu. Umsóknum sé skilað til skólanefndar tónlistarskólans, Tjarnargötu 4, Sandgerði, fyrir 5. júní nk. Skólanefnd. 1- sáés UTBOÐ - GATNAGERÐ Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð Ásbrautar í Hafn- arfirði, samtals um 8500 ferm., í malargötu. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, frá og með þriðjudeginum 5. maí nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. maí kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur LAUS STAÐA Staða yfirmatsmanns á Austfjörðum er laus til um- sóknar. Reynsla af framleiðslu og meðferð sjávaraf- urða og réttindi í sem flestum greinum fiskmats nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Ríkismati sjávarafurða, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 10. maí nk. Ríkismat sjávarafuröa ^IRARIK ^ 1 RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagnsveitn- anna á Hvolsvelli. Óskað er eftir rafmagnstæknifræð- ingi eða manni með sambærilega menntun. Starfið felst m.a. í hönnun, áætlanagerð, eftirliti, uppbyggingu og rekstri rafveitukerfis. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Raf- magnsveitnanna á Hvolsvelli. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannadeild fyrir 15. maí 1987. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi118, 105 Reykjavík. ENDURMENIMTUIXIAR- NÁMSKEIÐ FYRIR FLUGKENNARA Vélflugfélag íslands og Flugmálastjórn efna til endur- þjálfunarnámskeiðs fyrir flugkennara, dagana 9. og 10. maí nk., í samvinnu við Flugöryggisstofnun AOPA í Bandaríkjunum. Námskeiðið erætlað öllum flugkennurum, sem hyggjast notfæra sér réttindi sín til starfa við flugkennslu nú í sumar. Leiðbeinendureru Ken Medley og John McLain frá AOPA, Lárus J. Atlason frá Flugmálastjórn og Guðmund- ur,Hafsteinsson veðurfræðingur. Námskeiðið fer fram að Hótel Esju, kl. 9 -17 báða dag- ana. Þátttaka tilkynnist til loftferðaeftirlits flugmálastjórn- ar fyrir miðvikudaginn 6. maí í síma 17430. Vélflugfélag íslands Flugmálastjórn íslands Iþróttir Mansell sigraði í rtalska Grand Prix ítalski Grand Prix kappaksturinn fór fram um helgina. Þessi formúlu 1. kappakstur ærir venjulega stóran hluta ítala því honum er sjónvarpað beint um alla Ítalíu og víðar en ítalir eru með kappakstursbrjálaðri þjóðum á jörðinni. Það gekk á ýmsu í undanrásum þess- arar keppni. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet gjöreyðilagði Williams keppn- isbíl sinn er hann ók út af brautinni á 300 km hraða eftir að sprungið hafði á bílnum. Hann slapp með skrekkinn og smáskrámur og varð að láta sér nægja að horfa á sjálfa keppnina. Vegalengd keppninnar var 59 hringir á brautinni í San Marino, alls 295 km. Sigurvegari, eftir harða keppni, varð Nigel Mansell, Bretlandi, á Williams bíl og var hann aðeins eina klukku- stund, 31 mínútu og 24 sekúndur að aka kílómetrana 259. En þetta reikn- ast að sé 193 km meðalhraði. Eru þá öll stopp vegna dekkjaskipta og við- gerða með talin. I öðru sæti varð svo Brasilíumaðurinn Ayrton Senna á Lotus aðeins 27 sekúndum á eftir sig- urvegaranum. Formúla 1 kappakstur- inn er eins og farandsirkus er ferðast um heiminn þveran og endilangan, • Björgunarmenn hjálpa Brasilíumanninum Nelson Piquet úr flaki Williams kappakstursbifreiðar hans eftir útafakstur á 300 km hraða í undanrásum formúlu 1 keppninnar á Ítalíu á laugardag. Simamynd Reuter það er nokkuð öruggt að hvergi í lesendur DV inn í þennan furðuheim nokkuri íþrótt í heiminum eru meiri formúlu 1. kappakstursins eftir því peningar í spilinu en í þessari íþrótta- sem tækifæri gefst. grein. Við munum reyna að setja -BG • Nigel Mansell, fyrir miðju, sigraði í Grand Prix á Ítalíu um helgina. Hér fagnar hann ásamt Ayrton Senna frá Brasilíu (t.v) og Michele Alboreto frá ítal- íu (t.h.) sem varð þriðji. Símamynd Reuter Felusprettur! Nú fer vertíð rallíkrossara að hefj- ast. Það er nú ljóst að fjölgunar er að vænta í flotanum. Birgir Viðar Halldórsson fjölþjóðarallari hefur fest kaup á meiriháttar Porche keppnisbíl sérsmíðuðum fyrir rallí- kross. Hyggst hann mæta til keppni og flengja umboðsmann Porche hér- lendis, Jón S. Það er því ljóst að rallíkrossarar verða á fullu í sumar. Það hefur sennilega aldrei verið jaf- nauðvelt að krækja sér í bíl til keppni í rallíkross og nú. Eftir síð- ustu tollalækkun á bifreiðum hafa eldri bílar lækkað svo mjög í verði að það á að vera leikur einn að koma sér upp keppnisbíl fyrir lítinn pen- ing. Hvemig væri nú að gera drauminn að vemleika og koma sér upp rallíkrossbíl fyrir sumarið og tiylla og tæta svolitið í skipulagðri keppni? Þið fáið allar upplýsingar um nauðsynlegan öryggisbúnað hjá BIKR en þeir em með opið hús öll fimmtudagskvöld á Smiðjuveginum.. Felusprettur BIKR hélt sprettrall í gær. Ekinn var vegarspotti á móts við álverið í Straumsvík í Kapelluhrauni. 4 bílar mættu til keppni og jafnmargir luku henni. Keppni þessi fór framhjá flest- um áhugamönnum um bílasport enda ekkert. auglýst. Það má þykja furðuleg ráðstöfun því stutt spret- tröll em mjög hentug fyrir áhuga- menn, gott er að fylgjast með þeim þar sem sama leið er ekin fjórum sinnum eða oftar fram og til baka. Sigurvegari varð Jón S. Halldórsson á Porche 911. Varð hann 21 sekúndu á undan Ríkharði Kristinssyni sem ók Toyota Corolla 1600 og sýndi hörkugóðan akstur. Þriðja sæti hreppti Jón H. Sigurjónsson á Ford Escort með tímann 6.10 og varð hann 20 sekúndum á undan Mikael Reyn- is á sams konar bíl. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.