Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 2' IþróttLi Uegar litið er til baka á íþrótta- viðburði síðustu viku þá skyldi engan undra þótt mér sé efst í huga Norðurlandamót pilta í handknatt- leik sem fram fór hér á landi um síðustu helgi. Þá náðu íslensku piltarnir þeim frábæra árangri að hljóta silfurverðlaun. Þessi árang- ur telst mjög góður og er árangur af þeirri stefnu sem unglingalands- liðsnefnd HSÍ hefur unnið að á undanförnum þremur árum. Því vekur það furðu að jafnvíð- lesið dagblað og DV skuli telja það lélegan árangur að íslénsku pilt- arnir skipi silfursæti landsliða allra Norðurlandanna. Þessi landsliðshópur er einn sá besti sem HSÍ hefur teflt fram. Miklar kröfur eru gerðar til pilt- anna og eru 5 þeirra í 21 árs landsliði og nokkrir þegar komnir í A-landsliðshóp. Ég vil ítreka það að silfursæti er frábær árangur og er stoltur af mínum piltum og ekki síður þeim mönnum sem staðið hafa með mér að uppbyggingu unglingastarfsins. heims og að ná jafntcfli gegn þeim á þeirra heimavelli telst frábær árangur og gott veganesti fvrir piltana í keppni þessari. Stórleikur vikunnar er tvímæla- laust leikur íslendinga og Frakka í Evrópukeppni A-landsliða í knattspyrnu. Þó svo að leiknum hafi lokið með tveggja marka sigri Frakka þá er það liðin tíð að ótt- ast þurfi að íslenska liðið hljóti skell á erlendri grund. Franska lið- ið, með allar sínar stjörnur. háfði ekki skorað mark i undanförnum • „Þær iþróttafréttir vikunnar sem ollu mér hvað mestum von- brygðum var slök frammistaða islenska körfuknattleikslandsliösins á Polar Cup i Danmörku. íslenskur körfuknattleikur hefur verið i stöðugri framför og því koma þessi úrslit á Polar Cup mér nokkuð á óvart. Vonandi draga körfuboltamenn réttar ályktanir af þessum úrslitum og koma tviefldir til leiks næst.“ • Konráö Ólafsson er einn af þeim efnilegu leikmönnum sem tryggðu íslendingum 2. sæti á Norðurlandamótinu en það eru Geir Hallsteinsson þjálf- ari, Karl Rafnsson liðsstjóri og Guðmundur Skúli Stefánsson að- stoðarþjálfari. Af öðrum íþróttaviðburðum vik- unnar tel ég árangur íslenska unglingalandsliðsins í knatt- spvrnu, sem lék við Dani í Danmörku í Evrópukeppni ungl- ingalandsliða, frábæran. Danir eru ein sterkasta knattspyrnuþjóð leikjum og í Frakklandi var litið á úrslit leiksins sem sigur fyrir franska knattspyrnu. Þær íþróttafréttir vikunnar. sem ollu mér hvað mestum vonbrigðum. var slök frammistaða íslenska körfuknattleiksliðsins á Polar Cup í Danmörku. íslenskur körfuknatt- leikur hefur verið í stöðugri framför og því koma þessi úrslit á Polar Cup mér nokkuð á óvart. • Friðrik Guðmundsson skrifar um iþróttaviðburði liðinnar viku. Vonandi draga körfuboltamenn réttar ályktanir af þessum úrslitum og koma tvíefldir til leiks næst. Það vakti mikla athygli mína hversu Bjarni vinur minn Felixson gerði hinni forníslensku íþrótt, glímunni, góð skil. Glíman er ein af okkar elstu íþróttagreinum og við íslendingar verðum að varð- veita hana. Vil ég nota tækifærið og óska nýkiýndum giímukóngi, Eyþóri Péturssyni, innilega til hamingju með sigurinn. Af erlendum íþróttaviðburðum er sigur Derbv á Leeds í annarri deild ensku knattspymunnar mér efst í huga. Þetta fornfræga lið á tvo örugga aðdáendur á íslandi. sem eru ég sjálfur og vinur minn. Níels Valur. Rikir mikil gleði í herbúðum okkar Derby-aðdáenda um þessar mundir með sæti í 1. deild næsta ár. Lokaorð rnín eru: íþróttaiðkun ungs fólks er hvatn- ing til betra lífs. Friðrik Guðmundsson. formaður unglingalandsliðsnefnd- ar HSÍ. Silfursætið er frábær árangur Þekktir íþróttamenn skrifa um íþróttaviðburði liðinnar viku: • Úr leik Sovétmanna og Tékka. Símamynd Reuter Svíar heims- meistarar Guimlaugur A Jónsscm, DV, Sviþjód: Svíar urðu heimsmeistarar í ís- hokkí í íyrsta skipti í 25 ár á HM sem lauk í Austurríki um helgina. Geysilegur fögnuður braust út heima fyrir en það sem lagði gmnninn að sigri Svía var stórsig- ur þeirra á Kanadamönnum, 9-0, í frábærum leik. Er það stærsti sig- ur Svía gegn þeim. Það varð þó ekki ljóst hverjir yrðu heimsmeist- arar fyrr en Sovétmenn og Tékkar höfðu lokið leik sínum. Ef Tékkar hefðu unnið þann leik hefði HM- titillinn orðið þeirra. Lengi vel leit út fyrir að svo yrði því þeir Ieiddu lengst af, 1-0. Þegar nokkrar mín- útur voru eftir skoruðu hins vegar Sovétmenn tvö mörk og unnu, 2-1, og tryggðu um leið Svíum HM- titilinn en þeir voru með betra markahlutfall en Sovétmenn. Þessi úrslit komu mjög á óvart og varð allt vitlaust vegna gleði- láta í Svíþjóð. Þetta er fjórði HM- titill þeirra en þeir höfðu áður unnið 1953, 1957 og 1962. Flestir leikmanna Svía leika sem atvinnu- menn í Kanada og Bandaríkjun- um. -SMJ OVENJULAGT VERÐ NYJAR VÖRUR r»ii»hTiviiiiWLi ílTll Barnajogginggallar kr. 790,- Herrabuxur kr. 690,- - 1690,- Herraskyrtur, sumarlitir, kr. 1090,- Dömukápur kr. 5. Dömutrimmqallar kr. 1290,- Barnabuxur kr. 590,- - 1190,- Barnanáttföt kr. 490,- Vendipeysur kr. 990,- - 1290,- MiTimKf&ii RjTil Sumarbolir, marqir litir, kr. 320,- - Háskólapeysur m/prenti kr. 790,- oq m.fi. Dömublússur, marqir litir, kr. EINU SINNIFATALAND, ÁVALLT FATALAND: POSTSENDUM OPIÐ: 10-18 mánud.-fimmtud., 10-19 föstudaga, 10-16 laugardaga. Smiðjuvegi 2 Kópavogi, Hringbraut 119, Skólavörðustíg 19, Hafnarstræti 88 Akureyri, Egilsbraut 5 Neskaupstað, sími 79866 sími 611102 sími 623266 sími 96-27610 sími 97-7732

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.