Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Page 12
12
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987.
Neytendur
Gæðaeftirlit og
matvælaráðgjöf
Nýverið tók til starfa fyrirtæki sem
sérhæfir sig í matvælaráðgjöf og
gæðaeftirliti. Fyrirtækið, sem ber
nafriið Matvæla- og næringarráðgjöfin
s/f, tekui- að sér að skipuleggja og
koma á fót gæðaeftirliti í matvæla-
framleiðslu auk þes? sem það mun
standa fyrir námskeiðum fyrir starfs-
fólk og forráðamenn matvælafram-
leiðslufyrirtækja og leiðbeina þessum
aðilum um hreinlæti, meðferð og holl-
ustu matvæla.
1 fréttatilkynningu er greint frá því
að með stofnun fyrirtækisins sé reynt
að koma til móts við þá aðila sem
ekki hafa bolmagn til að ráða sérfræð-
inga í fullt starf til að sjá um gæðaeft-
irlit.
Þörf nýjung
Ef frá eru taldir örfáir framleiðendur
hefur matvælaframleiðsla hérlendis
hingað til einkennst af skeytingarleysi
um gæði vörunnar.
Menn hafa verið að framleiða alls
kyns viðkvæm matvæli, s.s. majoness-
ósur, poppkom og samlokur, í bíl-
skúmum hjá sér án þess að taka
nokkurt tillit til hagsmuna neytenda.
Gunnar Kristinsson matvælafræðing-
ur.
Að vísu em framleiðsluleyfi háð
nokknim skilyrðum en þau em hvergi
nærri nógu ströng, auk þess sem lítið
er um aðhald eftir að leyfi hefur verið
veitt.
Þannig em jafhvel dæmi þess að
leyfi hafi gengið kaupum og sölum
milli aðila áður en gripið hefur verið
í taumana.
Það liggur einnig í augum uppi að
þegar einhverjir gæjai- em að fara út
í „bisness“ vill oft verða að þekkingu
þeirra á meðferð vömnnar sé í ýmsu
ábótavant.
Með þessari nýju þjónustu ættu slík-
ir aðilar að geta bætt úr þekkingar-
skorti og vandað þannig til framleiðsl-
unnar, slíkt kæmi bæði þeim og
neytendum til góða.
Þegar hafa nokkur fyrirtæki reglu-
legt gæðaeftirht á vegum Matvæla-
og næringarráðgjafarinnar. Er þar
aðallega um smærri kjötvinnslur að
ræða. Þau eru þessi: Kjötvinnslan og
kjörbúðin Hólagarður h/f, Kjötvinnsla
Kjötmiðstöðvarinnar h/f, Kjötvinnsl-
an Meistarinn s/f, Veitingamaðurinn
h/f, Salatgæði og Bökueldhúsið.
Að auki hefur Mikligarður h/f eftir-
lit með afmörkuðum þáttum í sinni
starfsemi.
-PLP
Forrit fyrir
heimilisbókhald
Forritið gengur á MS DOS samhæfðum tölvum, svokölluðum PC
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
íjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í apríl 1987:
Matur og hreinlætisvörur
Annað
kr.
kr.
Alls kr.
Út er komið nýtt íslenskt forrit fyrir
heimilisbókhald. Forritið heitir Heim-
ilisaðstoðin þín og býður upp á
skrásetningu alls kyns kostnaðarliða,
ársuppgjör og símaskrá. Það keyrir á
PC tölvum.
Við ákváðum að prufukeyra forritið
og líta á það. Ekki er annað að sjá
en að það sé nokkuð vel úr garði gert.
Kostnaðarliðir eru fjölbreyttir og
bjóða upp á mjög ítarlegt heimilis-
bókhald og er ekki að efa að það mun
nýtast vel þeim PC eigendum sem það
kaupa.
Auðveldar gagnaskráningu
Þar er einnig símaskrá og er hægt
að skrá í hana mjög tæmandi upplýs-
ingar um fólk. í rauninni væri réttara
að tala um persónuskrá því að þar er
gert ráð fyrir upplýsingum um stöðu,
fjölskylduskrá og fleira í þeim dúr.
Hægt er að prenta út allar skrár,
jafnt símaskrá sem bókhald, og getur
það verið kostur. Þannig gefst kostur
á mjög margháttaðri notkun hug-
búnaðarins þótt aðeins sé um heimilis-
bókhald að ræða.
Nokkuð er um klaufalegar stafsetn-
ingarvillur í forritinu og virðast ekki
hafa verið lesnar af því prófarkir.
Þetta eru þó aðeins smáatriði sem
auðvelt er að laga.
Það er bæði kostur óg ókostur hve
margþætt forritið er. Þetta gerir það
að verkum að nokkur vinna er að fylla
út skrár en á móti kemur að bók-
haldið og persónuskráin verða mjög
tæmandi, raunar svo mjög að öllu bet-
ur er ekki hægt að vinna þau.
Gagnlegt hjálpartæki
Að öllu leyti er hér um hið mesta
þarfaþing að ræða og hlökkum við á
neytendasíðu til þeirra tíma þegar
okkur fara að berast útprentanir úr
sfíku forriti fyrir heimilisbókhaldið.
Forrit þetta kemur á þremur diskl-
ingum, þar af tveimur gagnadiskum
fyrir ársuppgjör allt fram til aldamóta.
Höfundur þess er Kjartan Adolfsson,
ungur starfsmaður Verzlunarbankans.
Forritið kostar kr.3.750 og fæst nú
þegar í Bókabúð Braga og Tölvu-
fræðslunni auk þéss sem það kemur
til með að fást á fleiri stöðum á næs-
tunni.
Bjalla sem fannst í graut.
Matvæli og skordýr
Til okkar kom felmtri slegin kona
sem hafði fundið litla bjöllu í sveskju-
graut. Hún hafði fyllst óhugnaði við
fundinn og vildi að við skýrðum frá
honum
Við höfðum samband við Sól h/f sem
framleiðir grautinn. Á rannsóknar-
stofu fyrirtækisins varð Helga Sigur-
jónsdóttir fyrir svörum og sagði hún
að grautamir væru framleiddir úr
þurrkuðum og hreinsuðum Sveskjum.
„Um 300 kíló af sveskjum eru notuð
í hverja lögun og það gefur náttúrlega
augaleið að ekki er hægt að fara yfir
hverja sveskju fyrir sig.“
Það kom einnig fram í máli Helgu
að þetta hefði aldrei komið fyrir áður
hjá fyrirtækinu
Það vekur nokkra furðu okkar hér
á neytendasíðu hvað fólki bregður illa
við svona lagað. Það er ekkert óeðli-
legt við það að skorkvikindi geti
slæðst með ávöxturri, jafnvel þótt ýtr-
asta hreinlætis sé gætt. Allir sem
eitthvað hafa fengist við garðrækt vita
að erfitt er að losna við snigla úr salat-
inu, svo að dæmi sé tekið.
Svo lengi sem eitthvað er náttúrlegt
við ræktun er alltaf sú hætta fyrir
hendi að eitthvað sé af sníkjudýrum,
slíkt er ekkert endilega sóðaskapur.
-PLP
Varist ósamþykkt
vaftæki
Ef þú hyggst kaupa raftæki er rétt
að ganga úr skugga um hvort það
sé samþykkt hérlendis því að fjöldi
raftækja sem ekki hljóta samþykki
Rafinagnseftirlits ríkisins er með
ólíkindum.
I hverjum mánuði er sótt um leyfi
fyrir innflutning á miklum fjölda
raftækja. Mörgum þeirra er hafnað
þar eð viðkomandi raftæki stenst
ekki þær kröfur sem gerðar eru til
þess hvað öryggi varðar. Til að fólk
geti áttað sig á þessu gefur Raf-
magnseftirlitið út skrá yfir prófuð
rafföng á hverju ári. í skránni eru
birt nöfn prófaðra raffanga án tillits
til þess hvort þau hafi fengið leyfi
eða synjun.
Það er greinilega víða pottur brot-
inn í framleiðslu raffanga. Sést það
best er skránni er flett. Þá kemur í
ljós að mikill §öldi raftækja hefur
ekki þótt standast lágmarksörygg-
iskröfur. Það vekur og nokkra
athygli að framleiðsluvara margra
þekktra og virtra verksmiðja er ekki
RAFMAGNSEFTIRLIT RlKISINS
RAFFANGAPRÓFUN
SKRÁ YFIR VIÐURKENND
RAFFÖNG
1.1. 1987
List of electrical equlpmont approved tor
use in lceland. wlth an indax in English
Reykjavlk 1987
Ár hvert kemur út skrá yfir prófuð
rafföng
á nokkum hátt til fyrirmyndar í
þessum efnum.
Ef kviknar í út frá ósamþykktu
raftæki er engan veginn víst að
tryggingafélög bæti tjónið þannig
að oft getur verið mikið í húfi.
Skrá yfir viðurkennd rafföng fæst
hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, raf-
fangaprófun, Síðumúla 13. -PLP
Raddir neytenda__________
Tyggjóplötur í Cheerios
Kæra Neytendasíða.
Meðfylgjandi tyggjópakka fékk ég í
Cheeriospakka. Þegar ég var búinn
með fjórar plötur fór ég að lesa smáa
letrið á hlið pakkans. Er þetta Iög-
legt? Hvað með litlu börnin sem kunna
ekki að lesa móðurmálið, hvað þá
ensku?
Eg sendi með síðustu tyggjóplötuna
því ég þori ekki að fá mér meira af
þessu.
Njótið vel.
Stelpa í Kópavogi.
Kæra stelpa. Við viljum byrja á því
að þakka fyrir bréfið. Það er í raun-
inni alveg furðulegt að tyggjó skuli
fylgja með í Cheeriospakka og hvað
Textinn á tyggjópakkanum er aðvörun
um að sakkarin sé í vörunni og geti
hún því verið heilsuspillandi.
þá ef framleiðandi þess sér ástæðu til
að láta á það aðvörun. Á tyggjópakk-
anum er aðvörun um að tyggjóið
innihaldi sakkarín sem geti verið
skaðlegt heilsu manna.
Við snerum okkur til Hollustuvernd-
ar ríkisins og spurðum Jón Gíslason
hvaða reglur giltu um notkun sakkar-
íns hér á landi.
„Notkun sakkaríns er heimil í tyggi-
gúmmíi hér á landi án sérstakrar
merkingarskyldu. Það voru gerðar
rannsóknir í Bandaríkjunum sem
sýndu að efnið ylli krabbameini í dýr-
um og varð þar með efnið sjálfkrafa
ólöglegt sem aukaefni vegna reglu-
gerðar sem þar gildir. Það stóð því tif
að banna efriið en þar sem margir
urðu til að mótmæla því og rannsókn-
imar voru umdeildar þá gaf banda-
ríska þingið undanþágu með þeim
skilyrðum að merking yrði að vera
með sérstökum hætti.“
Það er því ekkert sem mælir gegn
því að þú fáir þér svona tyggjó ef þú
rekst á fleiri pakka í Cheerios. Við
brögðuðum á tyggjóinu og smakkaðist
það alveg prýðilega.
-PLP
-PLP