Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. FRÁ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Kennaraháskólinn auglýsir eftir starfsmanni frá 1. sept. 1987 til að gegna starfi aðstoðarmanns endurmennt- unarstjóra KHÍ. Verkefni verða nánar afmörkuð með starfslýsingu við ráðningu en þau fela m.a. í sér umsjón með undirbún- ingi og framkvæmd námskeiða og fræðslufunda, samstarf við fræðsluskrifstofur, o.fl. Ráðning er tímabundin til eins eða tveggja ára í senn. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Umsóknir sendist til Kennaraháskólans v/Stakkahlíð. Rektor. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða viðskiptafræð- ing í fjármála- og rekstrardeild. Hér er um að ræða nýja stöðu. Verksvið er aðallega þríþætt, þ.e. umsjón með rekstri stofnana í þágu aldraðra, verkefni á sviði tölvu- væðingar og innra eftirlít varðandi fjárhagsaðstoð. . Þetta er fjölbreytt og lifandi starf. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. RÍKIS SPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Sérfræðingur í blóðónæmisfræði og blóðmeinafræði óskast við Blóðbankann. Umsóknir á umsóknaeyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 2. júní nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans í síma 29000. Fóstra eða starfsmaður óskast á dagheimili ríkisspítala við Kópa- vogshæli. Vinnutími frá kl. 14.30 til 19.30. Einnig óskast starfsfólk til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í sima 44024. Deildarfélagsráðgjafi óskast við Landspítalann, fulltstarf. Umsókn- ir, er greini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 18. maí nk. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi Landspitalans í síma 29000-370. Náttúrufræðingur eða meinatæknir óskast til starfa við rannsókna- deild Blóðbankans. Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans í síma 29000. Aðstoðardeildarstjóri óskast við hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala frá 15. mai nk. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í sima 42800. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga og í fasta vinnu á vistdeildum fullorðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroskaheftra vistmanna. Unnið er á tvískiptum vökt- um: morgunvakt frá kl. 08 til 16 eða kvöldvakt frá 15.30 til 23.30. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga við vinnustofur Kópavogshælis. Þroskaþjálfar óskast til fastra næturvakta við Kópavogshæli. Einnig óskast þroskaþjálfar á almennar vaktir, bæði í föst störf og til sumar- afleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf veitir framkvæmdastjóri eða yfir- þroskaþjálfi Kópavogshælis í síma 41500. Hjúkrunarfræðingur óskast til afleysinga á kvenlækningadeild 21 A. Einnig óskast Ijósmæður til sumarafleysinga á meðgöngudeild og sængurkvennadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri kvennadeildar í síma 29000-509. Sjúkraþjálfarar og deildarsjúkraþjálfarar óskast við endurhæfingar- deild Landspítalanstil starfa á ýmsum deildum spítalans. Upplýsing- ar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildar í síma 29000-310. Hjúkrunarfræðingar óskast á almennar hand- og lyflækningadeild- ir, gjörgæsludeild, hjartadeild og taugalækningadeild. Við erum til umræðu um breytilegan vinnutíma, einnig eru á nokkrum deildum 12 tima vaktir um helgar og þá unnið þriðju hverja helgi. Sjúkraliðar óskast einnig á almennar hand- og lyflæknisdeildir, hjartadeild, taugalækningadeild og bæklunarlækningadeild. Fastar kvöldvaktir i boði, einnig fastar næturvaktir ákveðna vikudaga. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 29000-487. Deildarritarar óskast til sumarafleysinga við ýmsar sjúkradeildir Landspítala. Um er að ræða hálft starf og er vinnutími fyrir há- degi. Upplýsingarveitirskrifstofa hjúkrunarforstjóra í síma 29000. Reykjavík, 4. maí 1987. Iþróttir Nýtt þátttökumet hjá Gusti Félagar í hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi héldu firmakeppni sína laugardaginn 2. maí síðastliðinn. Keppnin var upphaflega áætluð laug- ardaginn 25. apríl, en sá dagur reyndist þegar til kom kosningadagur. Firma- keppninni var því frestað. Þar lék heppnin við Gustara því á kosninga- daginn var veðrið ákaflega leiðinlegt, en hinn sanna keppnisdag var sól og heiðríkja. Gustarar voru ákaflega dug- legir að safna styrkjum frá fyrirtækj- um og var sett nýtt met því 270 fyrirtæki styrktu keppnina. Keppt var í fjórum flokkum og dæmdu þeir Gísli B. Bjömsson, Kristján Benjamínsson og -Jóhann Guðmundsson. Úrslit í bamaflokki urðu þau að Vélsmiðja Viðars og Eiríks sigraði og var knap- inn Erla Hrönn Geirsdóttir á Buslu. Verksmiðjan Vífilfell var í öðm sæti og var knapinn Bryndís Einarsdóttir á Funa. í þriðja sæti var Bifreiðar og landbúnaðarvélar og var knapinn Jó- hannes Öm Erlingssson á Hrafnfaxa. I unglingaflokki sigraði Húsgagnaval og var knapinn Kristinn Þorleifsson á Óði. 1 öðm sæti var Íslensk/ameríska og var knapinn Haraldur Örn Gunn- arsson á Loga. I þriðja sæti var Trésmiðja Jóns Gíslasonar og var knapinn Sigrún Erlingsdóttir á Hregg. í kvennaflokki sigraði Tæknideild Kópavogs og sigraði Lilja Kristjáns- dóttir á Glað. I öðm sæti var Dalasól og var knapinn Halldór Gunnarsson á Hafri. í þriðja sæti var Andromeda og var knapinn Guðbjörg Kristins- dóttir á Stíömufáki. í karlaflokki sigraði H. Olafsson og var knapinn Jóhann Kárason á Blakk. I öðm sæti vom Borgarhúsgögn og var knapinn Örn Þorvaldsson á Stíganda. í þriðja sæti var Stáliðjan og var knapinn Bjami Sigurðsson á Elliða. íþrótta- keppni Gusts verður háð helgina 9. og 10. maí en gæðingakeppnin 23. og 24. maí. DV mynd S • Geysilegt fjölmenni var ó firmakeppni Gusts í Kópavogi i sól og bliðu. ... """ tgöír' Þurftu að lyðja keppnisvöllinn Veðurguðimir mddu úr sér miklum snjó á fimmtudaginn þannig að félagar í hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ urðu að ryðja keppnisvöllinn tíl að firmakeppni félagsins gæti farið fram á laugardaginn. En þrátt fyrir að snjór væri til trafala var veðrið mjög gott að öðm leyti. Þátttaka var góð og náðust áheit frá 74 fyrirtækj- um. Keppt var í tveimur flokkum og vom dómarar úr Hafnarfirði, þeir Sveinn Jónsson, Sigurður A. Jónsson og Snæbjöm Adolfsson. Sigurvegarar vom þessir: í flokki fullorðinna sigraði Bílasmiðurinn sf. og var knapinn Björg Ólafsdóttir á Bylgju, 7 vetra brúnni. I öðm sæti vom Vömbílar og tækniverk og var knapinn Orri Snorrason á Bylgju, 7 vetra rauðbles- óttri. I þriðja sætí var Toro hf. og var knapinn Erlendur Þórðarson á Skúmi, 8 vetra brúnum. I bama- og unglinga- flokki sigraði Helgarpósturinn og var knapinn Heiðar Eiríksson á Von, 9 vetra brúnni. í öðm sæti var Rafstjóm hf. og var knapinn Hjördís Snorradótt- ir á Jökli, 10 vetra leirljósum. í þriðja sæti var Iðnaðarbankinn í Garðabæ og var knapinn Berglind Ragnars- dóttir á Spora, 8 vetra bleikum. Iþróttakeppni Andvara verður háð laugardaginn 16. maí en gæðinga- keppnin laugardaginn 30. maí. •Andvarar þurftu að ryðja snjó af keppnisvellinum og tókst með miklu harð- fylgi að halda firmakeppni sína. DV-mynd S Veðurguðir gefast ekki upp Á mánudaginn í síðustu viku nefndi ég í þessum þætti mínum að veðurguð- unum hefði ekki tekist að hindra Fáksfélaga í að halda firmakeppni sína á sumardaginn fyrsta. En veðurguð- imir gáfúst ekki upp, kyngdu niður snjó og tókst að fresta íþróttamóti Fáks um tvær helgar. íþróttamót Fáks fyrir böm og unglinga verður því háð 9. og 10. maí en íþróttamót fullorðinna 16. og 17. maí. Gæðingakeppnin verður sem fyrr um hvítasunnuna. Um næstu helgi verða auk þess firmakeppni Sleipnis á Selfossi, firmakeppni Mána i Keflavík, firmakeppni Háfeta í Þor- lákshöfn, íþróttamót Smára við Kirkjurif og firmakeppni Sörla í Hafn- arfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.