Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Sagan af brauðinu dýra í við- hafnarútgáfu á afmæli nóbelsskáldsins Bókaútgáfan Vaka-Helgafell minnist 85 ára aímælis nóbelsskáldsins Halld- órs Laxness með útgáfu nýrrar bókar sem ber heitið Sagan af brauðinu dýra. Þetta er sérstök viðhafnarútgáfa í stóru broti svipuðu því sem tíðkast hefur við útgáfu listaverkabóka og er bókin skreytt vatnslitamyndum eftir Snorra Svein Friðriksson listmálara. Bókin er öll litprentuð og kemur út á afmælis- degi skáldsins 23. apríl. Sagan af brauðinu dýra var fyrst birt í tveimur köflum í Innansveitarkróniku eftir Halldór Laxness árið 1970 en birt- ist í nýju bókinni örlítið breytt frá hendi skáldsins sem sjálfstæð saga. Þai* segir frá Guðrúnu Jónsdóttur, vinnukonu prestsins á Mosfelli í Mos- fellsdal, sem að sögn skáldsins „lifði og starfaði langa ævi i þessari sveit án þess hún tæki kaup fyrir verk sín það menn vissu“. Guðrún var send „að sækja pottbraut úr seyðslu í hverasandi fyrir sunnan ána“ eins og segir í sögunni. Hún miss- ir áttanna í þoku og er í villu á heiðum upp fjarri mannabyggð í þrjá sólar- hringa. En brauðið snerti hún ekki: „Maður étur nú ekki það sem manni er trúað fyrir bamið gott,“ svaraði hún þegar hún var spurð hverju það sætti. Guðrún aðhylltist fomar dyggðir og setti þá meginreglu ofar öðm að maður væri tnh' sjálfum sér. í kynningartexta á hlífðarkápu bók- arinnar Sagan af brauðinu dýra segir meðal annai-s: „Sagan af villu vinnu- konunnar á Mosfellsheiði með brauð prestsins í tréskjólu varpar ljósi á hugs- unarhátt alþýðunnar sem byggði interRent Útibú í hringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618, BLÖNDUÓS:..........95-4350/45681 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 ÓDÝRT HSKE4NG PANTANASÍMI 64 12 00 Nýjar bækur landið á fyrri tíð. Sagan er meistaralega sögð og á brýnt erindi við fólk á öllum tímum." Prentvinnsla, litgreining og band bókarinnar fór fram hjá Prentsmiðj- unni Odda hf. Pegar við leggjum grunn aó framtíóinni notum við aöeins bestu byggingarefni SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS FRAMLEIÐIR: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Blöndusement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sér- staklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmann- virki, en einnig í múrhúð). STYRKLEIKI: Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST9. Styrkleiki sem- ents er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/sm2 eftir Portlandsement Lágmarkskrafa IST9 3 daga 7daga 28 daga 250 350 500 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR: - Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttu- menn framleiða og meðhöndla steypuna. íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalíhvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmd- um í steinsteypunni. Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það sem nauðsynlegt er, rýrir end- ingu hennar. Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að nota meira vatn en steypuframleiðandinn gefur upp. Hlífið nýrri steypu við örri kólnun og útþurrk- un. Sláið ekki frá mótum of snemma og ein- angrið opna fleti. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.