Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. i>v Sandkorn Blakað við mökum Jóhannes Sigurjónsson, rit- stjóri Víkurblaðsins á Húsa- vík, skrifareinhverja hressilegustu leiðara á ís- landi. Hann var í essinu sínu fyrir kosningar. Þannig end- aði hann kosningaleiðarann. „Við skulum því taka úrslit- um með jafnaðargeði og láta vera að blaka hendi við mök- um og öðrum nærstöddum þegar ósigur blasir við á skjánum komandi kosninga- nótt.“ Húsvíkingar og brennivínið Áfengisvarnanefndin á Húsa- vík er örugglega mcrkilegasta nefnd landsins. Hún kom ný- lega fram með tillögur við bæjarstjómina á staðnum til ' að koma betra lagi á sötrið í félagsheimili Húsavíkur. Ein tillagan varsvona: „Hvetja ber unglinga og foreldra þeirra að fara saman á dans- fundi gömludansaklúbbs Húsavíkur." Svo mörg voru þau orð. Hvatttil þukls Enn um áfengisvarnanefnd- ina á Húsavík og tillögurnar vegna félagagsheimilisins á staðnum. Hér er önnur tillaga frá nefndinni: „Dyraverðir gangi stíft eftir því að menn beri ekki með sér áfengi á dansleiki og framfylgi 9. og 10. grein áfengislaganna um sölu og veitingar áfengis." Það á greinilega ekki af Húsvíkingum að ganga. Útvarp Norðurland Nýja útvarpsstöðin á Akur- eyri, Útvarp Norðurland, sem er í eigu nokkurra einstakl- inga og fór í loftið síðastliðinn fimmtudag hefur verið í brennidepli hér á Akureyri. Fyrst urðu læti í bæjarstjórn og bæjarráði vegna þess að stöðin gerði samning við fé- lagsmiðstöðina Dynheima um að fá plötur þar lánaðar til að byrja með. Von er á að bæjar- ráð skeri úr um málið á morgun. Þá fér nafn stöðvar- innar fyrir brjóstið á alþýðu- bandalagsmönnum en þeir gefa út blaðið Norðurland. Segjast þeir eiga einkgrétt á nafninu hvað útgáfustarfsemi og fjölmiðlun snertir. Við vonum að stöðin plumi sig þrátt fyrir þetta, hún er gott mál hér á Akureyri. Stebbi Valgeirs J-listinn með Stefán Val- geirsson kom mest á óvart í kosningunum í Norðurlands- kjördæmi eystra. Lengi vel var listinn kallaður vínlistinn af gárungum, því hann var kynntur á sínum tíma í blóma- skálanum Vín í Eyjafirði. Að sjálfsögðu héldu þeir J-lista- menn svo sigurhátíðina í Vín síðastliðið laugardagskvöld. Þar var mikið stuð og er ekki vitað til þess að áfengisvarna- nefndin á Húsavík hafi látið sjásig. Harmóníku- bringur íslandsmótið í vaxtarrækt var haldið á Akureyri við dúndrandi takt, eins og fyrri daginn. Þar er sagt að þeir æstustu hafi ekki haldið vatni, en bringurnar gcngu upp og niður, eins og þegar góðri harmóníku er sveiflað. Óli hættur Ólafur Sigmundsson h'ætti um mánaðamótin sem fram- kvæmdastjóri Sjallans, en hann tók við því starfi þegar Ólafur Laufdal keypti plássið. Ólafur tekur við fram- kvæmdastjórn hjá fóðurverk- smiðjunni Istessi á Akureyri. Þess má geta að Ólafur þessi er sonur teiknarans Sigmunds í Vestmannaeyjum. Ekki er vitað hver tekur við starfi Ól- afshjáSjallanum. Heppin María Maður fer vart á bingó þar sem hún María Óskarsdóttir á Húsavík tekur ekki þátt. Fimm bingó voru haldin á dögunum til ágóða fyrir lands- mót ungó á Húsavík í sumar. Aðalvinningar voru tvær ut- anlandsferðir. María mætti á bingóin og fékk báðar ferðirn- ar. Fyrst til Kaupmannahafn- ar og síðan aftur fyrir tvo til Mallorca. Ekki er loku fyrir það skotið að María þessi fari í frí í sumar. Jói Atla Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs í knattspyrnu, nær góð- um árangri í getraunaspánni hjá Degi á Akureyri sem og í þjálfuninni. Hann keppti síð- ast við Sigfús Jónsson, bæjar- stjóra og áður landsfrægan hlaupagikk. Jói Atla fékk sex •étta en Sigfús aðeins þrjá. Regína 70 ára Hún Regína Thorarensen, fréttaritari DV á Selfossi, frægasta Regína landsins, varð 70 ára í síðustu viku. Við á Akureyri sendum henni innilegar kveðjur og bíðum spennt eftir óborganlegum pistlum. Umsjón: Jón G. Hauksson SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- 0G BORÐBÚNAD ALMENN BÚSÁHÖLD NÝBÝLAVEGI 24 - SÍMI 41400 mm HÓGGDEYFAR Gabriel NÝ STÓRSENDING! 13 SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. Á -nraTmr 1 SKEI FUNN 1 5A, SÍIV II: 91-8 47 88 HUSEIGANDI GÓÐUR! ERTU HEYTTUR I VnHAUIHU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir Lekir veggir • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sfb-utanhúss-klæðningarinnar: Stb-klæðningin er samskeytalaus. sfo-klæðningin er veðurþolin. Sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. sto-klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. StD-klæðningin leyfir öndun frá vegg. sfo-klæðningin gefur ótal möguleiíca í þykkt, áferð og mynstri. Stb’klæðninguna er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinulL SÍD -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sfb-klæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara Opið iaugardag og sunnudag RYDIf Bíldshöfða 18— 112 Reykjavík Sími 673320

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.