Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDÁGUR 4. MAÍ 1987. Utlönd Oman reiðubúið til mála- miðlunar í Persaflóastríðinu Stund milli stríða við Persaflóann eftir sjö ára blóðsúthellingar Þyngslalega silast stór herskipin um hið arabíska haf. Úr flugvélinni get ég séð bandarískt flugvélamóð- urskip, nokkra tundurspilla og fleiri fylgdarskip. Fjær láta reka nokkur sovésk herskip en hverfa úr augsýn þegar við fljúgum áfram í átt til Hormuz-sunds sem er innsiglingin í Persaflóa. Þar hafa Irak og Iran í nær sjö ár háð eitt mannskæðasta stríð sem út hefur brotist frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mörk Austurlanda nær og fjær Það er við Hormuz-sund sem Aust- urlönd nær og Austurlönd íjær mætast. 39 km breitt sund er orðið það nálarauga sem einum úlfalda verður ekki með neinu móti komið í gegnum en þar sem Persaflóa-olían flæðir út hvað sem líður sprengju- hríð eða öðrum hernaðaraðgerðum. Fjöllin í íran og í soldánaríkinu Oman blasa við okkur úr flugvélinni en þau mynda ramma um þetta Gí- braltar Austurlandanna, nefhilega Hormuz-sund. Við sjáum olíuskip á norðurleið og önnur á suðurleið. Þau sem eru á leið inn flóann með tóma tanka fljóta hærra í sjónum en hin sem lestuð eru olíu á lampa Vesturlanda og Asíu. Brennipunktur Hormuz er í dag orðinn stórpólit- ískur brennipunktur, nær sviðinn inn á landabréfin sem hanga á veggj- um stjómarráðsskrifstofa stórveld- anna. Stríðið milli íran og íraks, sem íyrstu árin var að mestu háð á landi og yfirráðasvæðum þessara tveggja ríkja, hefur breiðst út um allan fló- ann. „Olíuskipastríðið" er það stundum kallað. Þetta helsjúka hættuspil tveggja stríðsóðra þjóða hefur brotist út í gagnkvæmar loft- og eldflaugaárásir þar sem reynt er að sökkva kaupskipum hvor annars eða viðskiptalanda hvor annars þeg- ar þau eiga leið um Persaflóa með innflutningsvörur eða út úr flóanum með hráolíu til nauðsynlegrar gjald- eyrisöflunar. Erfitt til íran að komast Það lætur ekki hátt í íran um þess- ar mundir sem hlakkar yfir því að hafa ekki aðeins valdið falli Jimmy Carters Bandaríkjaforseta heldur og komið hinum áður vinsæla Ronald Reagan forseta út á hálan ís með vopnasöluhneykslinu í vetur. Hvað sem líður forvitni Vesturlandabúans um íran getur það tekið eitt eða tvö ár fyrir blaðamann frá Vesturlönd- um að fá vegabréfsáritun inn í ríki æðstaklerksins og það jafnvel þótt harm sé frá Frakklandi. Enda virðist Khomeini ayatollah fyrir löngu bú- inn að gleyma því að Frakkland veitti honum hæli á meðan hann var á flótta undan keisarastjóminni. Fastheldnir á gamla siði Það liggur þá beint við að heim- sækja í staðinn furstadæmið Oman. Austrænt og dulúðugt eins og ævin- týri úr Þúsund og einni nótt liggur þetta náttúrufagra fjallaríki á mörk- um Afríku, Austurlanda nær og Asíu. Vegna legu sinnar er það tilv- alinn vörður um Hormuz-sund og nýtur soldánastjómin trausts Vest- urlanda þótt Qaboos soldán út á við vilji ríghalda í hlutleysisyfirbragð hins óháða ríkis. Það er í höfuðborginni, Muscat, sém Abdul Aziz Bin Mohammed Rowas, upplýsingamálaráðherra sol- dánsins, hefur móttökur í sólbakaðri skrifstofu, rúmgóðri og þægilegri. Varðskip úr flota soldánsins I Oman á eftirlitssiglingu í Hormuz-sundi, DV-mynd J. Nauntofte Þegar Rowas ráðherra veitir viðtal ykkar einlægum er hann íklæddur hvítum kirtli og ber í silfurslíðrum festar við silfurbelti um sig miðjan heljarmikinn „khanjar“. Það er íbjúg sveðja með silfurskreyttum hjöltum og meðalkafla. Hún er óað- skiljanlegur hluti af þjóðbúningi Oman-anna og veldur ekki litlu um að gera þá ábúðarmikla í fasi. Ekki er að undra þótt Qaboos soldán vilji halda fast í árþúsunda siðvenjur þessa foma menningarríkis og letji sitt fólk til að eltast við evrópsk tískufyrirbrigði. Tilbúnirtil milligöngu Qaboos soldán hefur haft frum- kvæði að því innan samtaka Persaf- lóaríkjanna, sem hið arabíska írak er ekki aðili að, að menn taki ekki einhliða afstöðu með írak. Stjórn soldánsins reynir að þræða hinn örmjóa meðalveg milli Irans og íraks með það í huga að geta fyrirvara- laust brugðið við til milligöngu þegar orrustugnýinn lægir. Um þetta segir Rowas ráðherra: „Við viljum geta rætt við íran og heyrt hvað þeir hafa til málanna að leggja eða að hverju þeir keppa. Ef þetta snýst um að leggja undir sig annarra land þá er það beinh'nis brot gegn alþjóðalögum. Báðir eiga þó rétt á því að á þá sé hlustað og það er út frá málefnunum sem við viljum taka afstöðu." Sólin brennhitar byssuhlaup- in Rowas ráðherra segir að diplómat- ísk tengsl Omans við Iran virki á besta máta en soldáninn hafi litla trú á forsendulausum viðræðum. Fyrir þá sök er allt tíðindalaust á samningavígstöðvunum. Stórsókn írans, sem menn bjuggust við í vet- ur, hefði getað riðið Irakstjóm að fullu en það uppgjör hefur frestast fram á næsta vetur. Sumarhitinn er svo ofboðslegur að enginn dáti getur handleikið vopn á þeim tíma án þess að skaðbrenna sig á höndum. Af Um höfundinn Höfundur greinarinnar, Jens Naunt- ofte er fréttastjóri erlendra frétta hjá danska útvarpinu og sjónvarpinu og hefur veriö við öflun erlendra frétta hjá danska útvarpinu í tuttugu ár auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina um erlend málefni í dönsk blöð. Nauntofte hefur sérhæft sig í mál- efnum Austurlanda nær og hefur átt viðtöl við marga ráðamenn þar eystra. Hefur hann og lagt hönd á plóg við gerð heimildarmyndar um Miðausturl- önd, auk þess sem eftir liggja hjá honum bækur um þau. Nauntofte var Fulbrightstyrkþegi 1985 og dvaldi í Bandaríkjunum. „Hormuz-sund hlýtur að vera samábyrgð hins alþjóðlega samfelags," segir Abdul Aziz Rowas, upplýsingaráð- herra Oman, í viðtali við greinarhöfund sem er fréttastjóri hjá danska útvarpinu. DV-mynd J. Nauntofte þeim sökum er stund milli stríða um þessar mundir. Ábyrgð samfélags þjóðanna Hvað mun Oman gera ef íran lok- ar Hormuz-sundi með valdi eins og Rafsanjani, þingforseti írans, hefur hótað? Því svarar Abdul Aziz Rowas þannig: „OIíuskipastríðið“ er háska- leikur. Það færir styrjöldina inn á þröskuldinn hjá okkur. Við lítum ekki á Hormuz-sundið eins og ein- hverjar dyr sem skella megi aftur eða hrinda upp eftir geðþótta. Það er hægðarleikur að ógna skipaumferð- inni. En Oman vill ekki axla hina alþjóðlegu ábyrgð á öryggi skipa- siglinga um þessa alþjóðlegu sigl- ingaleið. Við lögðum til fyrir nokkrum árum að sett yrði á lag- gimar alþjóðleg nefhd með þetta í huga en það hlaut ekki undirtektir. Við reynum þó að tryggja öryggi sæfarenda eftir föngum en sundið hlýtur að vera á ábyrgð samfélags þjóðanna.“ Flotar stórveldanna í við- bragðsstöðu Það veitir visst öryggi að stórveld- in (Sovétríkin, Bandaríkin, Stóra- Bretland og einnig Frakkland) halda úti flotadeildum í Arabíska hafinu. Með stuttum fyrirvara gæti Persaf- lóastríðið breiðst út í alþjóðleg átök með því að íran lokaði sundinu sem ekkert stórveldanna mundi horfa aðgerðalaust upp á eða ef íran lán- aðist betur næsta stóráhlaup. 600 þúsund írönskum hermönnum var síðasta haust stefiit að vígstöðvun- um. í dag vitum við að þeir eru betur vopnum búnir en menn héldu í nóv- ember áður en vopnasöluhneykslið kom upp á yfirborðið í Bandaríkjun- Notuðu olíugróðann með fyr- irhyggju Þrátt fyrir Persaflóastríðið og verðfall á olíu hefur Oman haldið jafnvægi. Góðærin, þegar olíupen- ingamir streymdu inn, notaði Qaboos soldán af fyrírhyggju. „Þar vom ekki hvítu fílamir," segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna en það er heitið sem þeir velja gagns- lausum sýndarframkvæmdum. - Á aðeins fimmtán árum hefur Qaboos tekist að umbreyta þessu áður fá- tæka eyðimerkur- og fjallaríki sem að flatarmáli nær naumast stærð Bretlandseyja. Nú er þetta nútíma neysluþjóðfélag með gjörbreyttum innviðum. Iðnaður, verslun og land- vamir hafa eflst. 5 ára áætlanirnar standast. Þeir hjá Sameinuðu þjóð- unum segja að saga Oman sé ein samfelld velgengnissaga. „I Oman trúum við á Oman!“ Skiljanlegt er því að soldáninn vill ekki draga þjóð sína og ríki inn í ævintýramennsku öryggismála. Hann á sem fyrr náið samstarf við Bandaríkjamenn og Breta og herir þeirra stunda heræfingar saman á þessum slóðum. Jafnframt heldur hann sambandi við íran og í fyrra var komið á diplómatískum sam- skiptum við Sovétríkin. „I Oman höldum við með Oman!“ segir Rowas ráðherra og brosir breitt um leið og hann slær öskuna af Havanavindlinum sínum. „Við erum hreyknir af fomri menningu okkar og bjartsýnir á framtíðina." - Það em ekki mörg ríki þriðja heimsins sem geta tekið þannig til orða. Eink- anlega ekki ef þar geisar gerræðis- stríð í næsta nágrenni eins og í Oman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.