Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Bruce Springsteen er ákafur aðdáandi sjónvarps- þátlanna Moonlighting og sagðist gjarnan vilja leika sjálfur í einum þeirra. Þetta barst stjórnendum til eyrna sem höfðu án tafar samband við þann vinsæla rokkara. Aðeins eitt skilyrði er sett af hálfu Bruce fyrir þátttökunni - hann harð- neitar að leika söngvara eða rokkstjörnu og sitja nú handrita- höfundar með sveittan skallann skrifandi hentugt hlutverk fyrir kappann. Nokkrar hugmyndir eru í gangi og mun Bruce velja úr hlaðanum nú alveg á næst- unni. Liz Taylor er ekki síður ánægð með mittis- málið en Dolly Parton. Hún kurraði alsæl til nærstaddra Ijós- myndara að þeir mættu þakka fyrir slíkar línur á hennar aldri en hinir kaldlyndu fréttasnápar töldu lítið til koma. í þeirra her- búðum er skýringin á vaxtarlagi kerlu augljós - vegna bakveik- innar hafi Liz árum sarnan notað lífstykki svo fast reyrt að miðj- unni að nægt hefði til að hluta alla venjulega ála í tvo hluta á örskömmum tíma. Dæmalausir sveppir, þessir bandarísku fjöl- miðlamenn! David Bowie er óður af bræði þessa dagana en fær lítt að gert. Hans elsku- legi einkasonur, Zowie, hefur náð táningsaldri og velgir nú pabba gamla vandlega undir uggum. Eplið hefur fallið þétt við eikina að þessu sinni því varla getur barnungi sem ekki einungis er náskyldur David Bowie heldur sohur móður sinnar, Angie, að auki horfið huggulega í fjöldann. Aðal- deilumálið er nafngift sonarins - Zowie Bowie vill nú ólmur láta breyta nafni sínu í Joey og David gamli pabbi getur ekki á heilum sér tekið yfir hugmynd- inni. DV Leikkonan Lena Nyman og nóbelsskáldið - Lena með blóm og skáldió hampar hnettinum þar sem eyjan er ein landa. Litla eyjan á afmælinu í tilefni af afmæli Halldórs Laxness var sýndur hér gestaleikur frá Konung- lega leikhúsinu í Stokkhólmi - En liten ö í havet. Söngleikurinn er byggður á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness og höfundurinn er Hans Alfredson sem Þau Harriet Anderson, Sven Lindberg og Sif Ruud léku öll í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson þegar hann var settur upp á Dramaten í Stokk- hólmi. Þarna eru þau á tali við höfundinn, Guðmund, og eiginkonu hans, Kristbjörgu Kjeld leikkonu. jafnframt var leikstjóri verksins. Meðfylgjandi DV-myndir KAE sýna frumsýningargesti og leikara í boði Þjóðleikhússtjóra að sýningu lokinni. Gunnar Eyjólfsson og Lena Nyman stinga saman nefjum mundur Steinsson og Gísli Alfreðsson leikhússtjóri. í baksýn Guð- um, Gunnar Axel Dahlström og Brit Dahlström, leikkonunni Harriet Andersson og höfundi leikgerðar eyjunnar - Hans Alfredson. Sá síðast- nefndi er jafnframt leikstjóri verksins. Gestir á frumsýningarkvöldi - leikararnir Steinunn Jóhannesdóttir, Erlingur Gislason og Herdís Þorvaldsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.