Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Page 5
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 5 Fréttir íbúar á Austurlandi áhyggjufullir: Geislavirk gæs í ^ m ^ mmm ■ ■ ***■ rannsokn i Reykjavik íbúaráAusturlandihafaáhyggjur isins í Reykjavík. Niðurstöður liggja fram miklar rannsóknir á ýmsum af hópum gæsa er fljúga þar á land ekki fyrir en eru væntanlegar innan dýra- og fæðutegundum með tilliti frá meginlandi Evrópu. Liggur grun- tíðar. til geislavirkni. Gæsimar, sem hér ur á að gæsimar geti verið geisla- Geislavirkni í gæsakjöti getur haft um ræðir, hafa verið á meginlandi virkar af völdum gróðurs er þær krabbameinshvetjandi áhrif. Sér- Evrópu í vetur og vissulega forvitni- hafa étið í nálægð kjamorkuvera í fræðingareruþósammálaumaðþað legt að vita hvort og hversu mikil Evrópu. þurfi að borða margar geislavirkar geislun er í þeim,“ sagði Sigurður Ein slík gæs, sem skotin var á gæsir áður en slík áhrif fara að gera Magnússon, forstöðumaður Geisla- Norð-Austurlandi fyrir skömmu, er vart við sig. vama ríkisins, i samtali við DV. nú í rannsókn hjá Geislavömum rík- „Eftir slysið í Chernobyl hafa farið -EIR Gæsir, sem koma frá Evrópu, þykja merkilegt rannsóknarefni eftir kjamorku slysiö í Chemobyl. IflllL-J-jtiÉ jjf| ? Alusuisse leggur 4 milljarða til ÍSAL: Friður um rekstur ÍSAL er forsenda - segir Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL Forsvarsmenn álverksmiðjunnar í Straumsvík, dótturfyrirtækis Alusu- isse, em harla ánægðir þessa dagana enda myndu fæst fyrirtæki slá hend- inni á móti því að 4 milljörðum, 4.000 milljónum, íslenskra króna væri bætt við rékstrarfé þeirra. Fyrirtækið fékk í síðustu viku form- lega staðfestingu á því að á aðalfundi Alusuisse síðastliðinn þriðjudag hefði verið ákveðið endanlega að auka rekstrarfé ISAL um tæpa 4 milljarða kr. Ekki er það nú svo gott að sendur sé tékki frá Sviss til íslands sem nem- ur þessari upphæð en þannig kann þessi ákvörðun að hljóma fyrir ókunn- uga. Hér er um að ræða bókhaldslegar breytingar sem lúta að því að Alusu- isse afskrifar gamlar skuldir ÍSAL við móðurfyrirtækið og afskrifar hlutafj- áreign sína í félaginu að hluta á móti. Þessar breytingar hafa samt mikla þýðingu fyrir ÍSAL vegna þess að kostnaður vegna þessara skulda hefur verið stór þáttur í tapi fyrirtækisins undanfarin ár. Áætlað er að þessi breyting bæti afkomu ÍSAL um rúm- lega 630 milljónir kr. á ári. Til samanburðar má geta þess að tap af rekstri íslenska álfélagsins nam 714 milljónum á síðasta ári. Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, sagði í samtali við DV í að hér væri um að ræða stefnubreytingu af hálfu Þjóðarflokkur með landsfund um næstu helgi „Þjóðarflokkurinn starfar áfram af fullum krafti. Við ætlum að halda landsfund á Akureyri helg- ina 9. til 10. maí,“ sagði Pétur Valdimarsson, formaðui- Þjóðar- flokksins. „Þetta verður fyrsti landsfundur Þjóðarílokksins. Við munum ræða um kosningaúrslit og kjósa stjórn. Lagðar verða línur fyrir framtíð- ina,“ sagði Pétur. Þjóðarflokkurinn var formlega stofnaður í Borgarnesi 1. raars síð- astliðinn og er því nýorðinn tveggja mánaða. í þingkosningun- um bauð hann fram i firam kjör- dæmum en fékk engan þingmann kjörinn. Yfir landið hlaut flokkur- inn alls 2.047 atkvæði eða 1,3%. Flest atkvæði hlaut hann á Vest- fjörðum, 663, eða 11,1% og var nálægt þvi að koma að manni. -KMU Alusuisse, sem væri liður í þeirri heildarendurskipulagningu sem gerð var hjá félaginu nýlega. Ragnar sagði að forsenda fyrir þvi að aukin áhersla væri lögð á álverksmiðjuna í Straum- svík væri að friður ríkti um fyrirtækið á fslandi. Með nýjum samningi um raforkukaup, þar sem raforkuverð til ÍSAL var verulega hækkað, mætti gera ráð fyrir að slíkur friður myndi ríkja í framtíðinni. Sú spuming hefur vaknað hvort þessi innspýting flármagns standi í sambandi við það að í nýjum samningi er ekki tekið sama tillit og áður til aíkomu fyrirtækisins við ákvörðun raforkuverðs. Því finnist Alusuisse nú óhætt að láta fSAL sýna mun betri afkomu því það leiði ekki til hækkaðs orkuverðs. Ekki vildi Ragnar Halldórsson, for- stjóri ÍSAL, kannast við þetta, í samtali við DV, og benti á að með nýja samningnum væri raforkuverð hækkað verulega og væri t.d. helmingi hærra en það orkuverð sem fslenska jámblendifélagið greiðir. „Þrátt fyrir þessa hækkun er það verð sem við greiðum töluvert hagstæðara en það verð sem greitt er fyrir orku á meginl- andi Evrópu, en orkuverð þar er ekki sambærilegt lengur við orkuverð ann- ars staðar í heiminum," sagði Ragnar að lokum. -ES f CH1S4MG115 AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST Ef þú sefur illa og ert úrillur á morgnana, lœtur umferðina fara í taugarnar á þér, átí erfitt með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu líta viðí Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allan sannleikann um cihs<jii<igti5 Éh Skólavörðustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.