Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. Andlát Sigríður Ólafsdóttir lést 23. apríl sl. Hún var fædd 25. apríl 1904, dótt- ir hjónanna Ólafs Halldórssonar og Magneu Bjarnadóttur. Hún giftist Finnboga Árnasyni og eignaðist með honum ijögur börn. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Guðmundur Jóhannesson lést 27. apríl sl. Hann fæddist í Litla Laug- ardal í Tálknafirði 15. ágúst 1909, sonur hjónanna Guðbjargar Vagns- dóttur og Jóhannesar Bjarna Frið- rikssonar. Guðmundur varð blindur að mestu á þrítugsaldri og beitti hann kröftum sínum innan Blindra- vinafélagsins en síðar innan Blindra- félagsins, samtaka blindra og sjónskertra á íslandi. Hann var með- al stofnenda þess félags og einn aðalhvatmaður þess að blindir settu sjálfir á stofn og ráku sína eigin vinnustofu. Útför Guðmundar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðmundur Valdimar Tómasson bifreiðarstjóri, Hrafnistu, áður til heimilis að Laugateigi 19, Reykjavík, lést að morgni 30. apríl. Páll Norðmann Björnsson lést í Borgarspítalanum 29. apríl sl. Sigurður Andri Sigurðsson, Vest- urbergi 35, lést mánudaginn 27. apríl. Björn Högnason múrari, Stóragerði 12, lést 30. apríl. Edith Thorberg Jónsson, Sólvalla- götu 39, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. maí kl. 13.30. Finnbogi Eyjólfsson bifreiðar- stjóri, áður til heimilis á Egilsgötu 28, Reykjavík, lést 1. maí. Útför Gunnars Þóris Halldórsson- ar, Barónsstíg 63, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudag 5. mai nk. kl. 13.30. Ólöf ísaksdóttir, andaðist á Vífils- staðaspítala að morgni 1. maí. Rósant Skúlason, Faxabraut 7, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.30. Svanlaug Löve, form. Kattavinafé- lags Islands, Reynimel 86, lést að morgni 30. apríl í Landakotsspítala. ÚtförSigurðar Ármanns Magnús- sonar stórkaupmanns, Barðaströnd 10, Seltjarnarnesi, fer fram.frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 7. maí kl. 13.30. Eyjólfur Andrésson, Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 15. Ingibjörg Norðfiörð, Kjartansgötu 6, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 5. maí kl. 15. Tilkyiiningar Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund í safnaðarheimili kirkjunnar í dag. 4. maí. kl. 20. Rætt verður um heim- sókn til Kvenfélags Bústaðasóknar 11. maí nk. Mætum vel og fognum sumri. Kvenfélagið Fjallkonurnar halda fund þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30 í Safnaðarheimíli kirkjunnar. Bögglaupp- boð. Konur mætið með hatt og böggul. Kaffi og kökur. Allar konur velkomnar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur síðasta fund vetrarins að Hallveig- arstöðum fimmtudaginn 7. maí nk. kl. 20.30. Spilað verður bingó. Félagskonur takið með ykkur gesti. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Háabarði 14, Hafnarfirði, þingl. eign Sveins Valtýssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Veðdeildar Landsbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. maí 1987 kl. 13.30. __________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Engimýri 7, Garðakaupstað, þingl. eign Gunnars Richardssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. maí 1987 kl. 14.30. ____________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Norðurtúni 12, Bessastaðahreppi, þingl. eign Steingríms Matthías- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. maí 1987 kl. 17.00. _________________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Reykjabyggð 16, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs og Veðdeildar Landsbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. mai 1987 kl. 16.00. _________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Austurströnd 8,1. hæð, verslunarhúsnæði, Seltjarnarnesi, þingl. eign Byggung bsvf., fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. maí 1987 kl. 15.15. ________ *___________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 114. og 119. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Blátúni 1, Bessastaðahreppi, þingl. eign Önnu Olafsdóttur Björns- son, fer fram eftir kröfu Landsbanka islands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. maí 1987 kl. 17.15. _________________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. I gærkvöldi Hanna Frímannsdóttir, formaður Karonsamtakanna: „Góðir þættir“ Ég hlustaði á þáttinn Dansskólinn hjá Viðari og Þorbjörgu sem er mjög góður þáttur með ekta danstónlist, þægileg tilbreyting frá poppinu og því öllu en annars er ég ansi mikill poppari sjálf og yfirleitt hrifin af allri tónlist. Svavar Gests er alltaf jafnyndisleg- ur og fær útvarpsmaður, hann veit hvað hann er að gera og maður get- ur verið öruggur um góðan útvarps- þátt með hann sem stjómanda. Viðtalið við Harald Ólafsson hjá Jónínu Leósdóttir var mjög gott, hann er einn af þeim karakterum sem alltaf hafa heillað mig í gegnum fiölmiðlana. Viðmælendumir hjá Jónínu em ávallt mjög áhugaverðir. Ég horfði á fréttimar á báðum stöðvum, þær em yfirleitt mjög svip- aðar. Nýi þátturinn hjá Kolbrúnu og Bjama Degi fannst mér mjög vel Hanna Frimannsdóttir. upp byggður og vel heppnaður sem fyrsti þáttur. Framhaldsmyndaflokkurinn Quo vadis? fannst mér ægilega góður, hann lýsti svona mátulega hrylli- legri stemmningu sem ömgglega hefur ríkt á þessu tímabili sem sagan gerist á. Á Stöð 2 sá ég þáttinn með sætu lögfræðingunum sem mér þykir alltaf skemmtilegt að fylgjast með. Mér þóttu íslensku þættimir sem vom í vetur, Geisli og I takt við tím- ann, alltaf hafa eitthvað að segja. Á Stöð 2 em þættimir Eldlínan orðnir dálítið keimlíkir þó svo að þeir hkfi verið góðir til að vekja upp umræðu. Ég er ánægð með alla íslensku fiöl- miðlana en ef mér væri stillt upp við vegg til að velja á milli ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2 þá mundi ég velja ríkissjónvarpið því það er vandaðra og menningarlegra og býður upp á góða íslenska þætti. Helst vildi ég auðvitað hafa báðar stöðvamar. Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningurinn í april kom á nr. 841. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður sr. Bernharður Guðmundsson. Ráðstefna um eðli og tilgang íbúasamtaka í Reykjavík Stjómir allra íbúasamtaka í Reykjavík hafa ákveðið að standa fyrir ráðstefnu um eðli og tilgang slíkra samtaka. Nú eru starfandi 11 íbúasamtök í gömlum og nýj- um hverfum borgarinnar og er verulegur áhugi fyrir því að ræða starf og vettvang slíkra samtaka í ljósi reynslu og hug- mynda manna. Ráðstefnan verður haldin í Gerðubergi hinn 6. maí nk. og stendur frá kl. 18-22. Léttur kvöldverður og ráð- stefnugögn eru innifalin í ráðstefnugjaldi sem er kr. 500. Þátttakendur verða frá öllum starfandi íbúasamtökum, frá borg- aryfirvöldum og einnig er ráðstefnan opin öllum þeim sem áhuga hafa t.d. frá þeim hverfum þar sem ekki eru formleg samtök starfandi. Tilkynna þarf þátttöku í síma 30058, 4. eða 5. maí kl. 13-17. Þroski og þroskafrávik Vornámskeið Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins um fötlun barna verður haldið dagana 6. og 7. maí nk. í fundarsal ríkisins að Borgartúni 6 í Reykjavík. Efni námskeiðsins er „þroski og þro- skafrávik - fyrstu árin" og verður í fyrirlestrum og umræðuhópum fjallað um eðlilegan þroska barna og greiningu á frá- vikum, auk þess sem fjallað verður um orsakir þess að börn. eru seinþroska og meðferð þeirra. Námskeið þetta er ætlað fagfólki úr hinum ýmsu stéttum sem vinna með börn, jafnt fötluð sem ófötluð. Þetta er í annað skipti sem Greiningar- stöðin boðar til vomámskeiðs. Fyrir ári var haldið námskeið um hreyfihömlun barna og sóttu það um 120 manns úr heil- brigðis- og uppeldisstéttum. Óskað er eftir að væntanlegir þátttakend- ur tilkynni þátttöku sína til Greiningar- stöðvar ríkisins, Sæbraut 1, Seltjarnar- nesi, sími 611180. Þátttökugjald er kr. 3000,- og er innifalið í því námskeiðsgögn, máltíðir og kaffi. Árlegur samsöngur Karla- kórsins Fóstbræðra Karlakórinn Fóstbræður heldur hinn ár- lega samsöng fyrir styrktarfélaga sína þriðjudaginn 5., miðvikudaginn 6„ föstu- daginn 8. og laugardaginn 9. maí nk. í Langholtskirkju. Tónleikarnir þann 5., 6. og 8 hefjast kí. 20.30, en laugardaginn 9. maí hefjast þeir kl. 18. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend lög. Stjórn- andi kórsins er Ragnar Björnsson en undirleik annast Vilhelmína Ólafsdóttir. Einsöngvarar sem koma fram á tónleikun- um eru Gunnar Guðbjörnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Guðjón Óskarsson. Síð- ari hluta maímánaðar fer kórinn í söngferð til Þýskalands, Austurríkis og Ungverja- lands. Ferðin mun taka rúmar þrjár vikur. Kórinn mun halda nokkra tónleika í öllum þessum löndum. Auk þess mun kórinn taka þátt í kórakeppni er haldin verður í borginni Limburg í Þýskalandi dagana 28. maí til 1. júní. Þar munu koma fram um 240 kórar, bæði blandaðir kórar og karla- kórar, frá 30 þjóðlöndum. Á þessum stað var slðast haldin kórakeppni 1981. Tók þá einn íslenskur kór þátt í keppninni. Var það kirkjukór Landakirkju. Börn í bílum þurfa vörn Umferðarráð hefur látið búa til veggspjald um örrygisbúnað fyrir börn í bílum. Vegg- spjaldið er m.a. sent á dagvistunarheimili, heilsugæslu- og lögreglustöðvar. Spjald- inu er ætlað að vekja athygli almennings á því að nú er völ á góðum öryggisbúnaði fyrir alla aldurshópa. A sl. fimm árum hafa að meðaltali 47 börn slasast árlega sem farþegar í bílum. Ekkert þeirra var í bílstól eða bílbelti. Árið 1986 slösuðust 45 böm yngri en 7 ára í umferðinni, og 2 lét- ust. Mörg þeirra slösuðust sem. farþegar í bílum. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa, og draga úr öðr- um, ef börnin hefðu verið nægjanlega vel varin. Börn í bílum eiga rétt á þeirri vernd sem notkun öryggisbúnaðar veitir þeim. Tónleikar í Bústaðakirkju Framhaldskór Tónlistarskóla Rangæinga mun halda tónleika í Bústaðakirkju mið- vikudaginn 6. maí næstkomandi kl. 20.30 I samvinnu við AFS á íslandi. Kórinn, sem skipaður er eldri nemendum Tónlistarskólans, er að fara I hljómleika- ferð til Bandan'kjanna 15. maí nk. Þar mun kórinn halda fimm tónleika á níu daga ferð sem hefst I borginni Charlotte I Norður-Karólínu. Á tónleikunum I Bústaðakirkju mun kór- inn kynna þá efnisskrá sem flutt verður I Bandaríkjaferðinni og er þetta því upplagt tækifæri fyrir kórunnendur að kynnast kórnum nánar. Tónleikarnir eru haldnir I samvinnu við AFS á íslandi, Alþjóðlega fræðslu og sam- skipti, sem er félag sem starfar mikið að nemendaskiptum milli landa. Á tónleikun- um mun kórinn flytja nýtt lag sem samið hefur verið sérstaklega fyrir félagið. Eru allir velunnarar Tónlistarskóla Rangæinga boðnir velkomnir á tónleikana á miðvikudagskvöldið, svo og annað áhugafólk um tónlist; er ekki að efa að dagskrá kórsins á eftir að koma áheyrend- um skemmtilega á óvart. Fyrirlestrar í trúarlífs- félagsfræði í Háskóla íslands Dr. William H. Swatos, sem er víðkunnur bandarískur trúarlífsfélagsfræðingur, mun halda tvo opinbera fyrirlestra I Há- skóla Íslands dagana 4. og 6. maí. Dr. Swatos dvaldi hér á landi árið 1982 sem gistiprófessor við guðfræðideild H.í. á veg- um Fulbright-stofnunarinnar. Hann er einn af ritstjórum hins virta tímarits Sociological Analysis. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn á vegum félagsvísinda- deildar I Odda I dag 4. maí kl. 17.15 I stofu 101 og nefnist hann: Endurvakning trúar- legs táknmáls I stjórnmálaumræðu. Síðari fyrirlesturinn, á vegum guðfræðideildar, sem fjallar um afhelgun og afkristnun, verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 10.15 I stofu 5 I aðalbyggingu Háskólans. AUir velkomnir. BLAÐBURÐAR- FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Suðurlandsbraut 18-34 GARÐABÆR Ármúli 15—út Hæðarbyggð Dalsbyggð Háaleitisbraut 51-155 Brekkubyggð Eiriksgata Bakkaflöt Móaflöt Barónstígur 49-út Tjarnarflöt Þórsgata Freyjugata KÓPAV0GUR Álfhólsvegur 1-45 Grundarstígur Digranesvegur 1-42 Þingholtsstræti Vallartröð Bjarnarstigur Álfatröð Skipasund 1-29 Hávegur Sæviðarsund AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.